Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Falla í gildruna á Facebook og reyna að kaupa farangur

Von­góð­ir Ís­lend­ing­ar hafa haft sam­band við Kefla­vík­ur­flug­völl í til­raun til að kaupa ósótt­an far­ang­ur á eina evru. Flug­völl­ur­inn fær ekki Face­book til að fjar­lægja svika­síðu.

Falla í gildruna á Facebook og reyna að kaupa farangur
Meintur lagur óskilafarangurs Kynningarmynd svikasíðunnar byggir á vélþýðingu sem er ekki betri en svo að orðið „farangur“ er rangkynjað. Mynd: Facebook

Forsvarsfólk Keflavíkurflugvallar hefur átt erfitt með að fá Facebook til þess að fjarlægja svikasíður. Heimildin greindi frá því í gær að aðilar með tengsl við Mósambík í Afríku kaupi auglýsingar frá Facebook undir merkjum alþjóðaflugvallarins með kostaboðum fyrir þau sem stökkva frekar en að hrökkva. Tilboðið hljóðar upp á að kaupa megi ósóttar töskur á eina evru stykkið, sem feli í sér merkjavörur, myndavélar og fleira sem öllu jafna kostar margfalt meira. Samkvæmt svörum Isavia, sem rekur Keflavíkurflugvöll, hefur fólk haft samband við flugvöllinn frá því að auglýsingar byrjuðu að birtast á Facebook, í þeim tilgangi að nálgast töskusöluna.

Þrátt fyrir að Facebook þiggi tekjur af auglýsingakaupum svikahrappanna hefur reynst erfitt að grípa inn í. Meta, móðurfélag Facebook, hagnaðist um 39 milljarða dollara í fyrra, eða sem nemur 5,4 billjónum króna, sem jafngildir 5,4 milljón milljónum og 5,4 þúsund milljörðum króna. Hagnaðurinn stafar fyrst og fremst af auglýsingatekjum, sem stundum koma til vegna fjársvikastarfsemi. Hluti af rekstrarmódeli Facebook er lágt þjónustustig, sjálfvirknivæðing og lítil áhersla á áreiðanleika efnis sem dreift er um miðilinn en þess meiri áhersla á það sem kveikir viðbrögð notenda. 

Sífellt auðveldara verður að falsa ljósmyndir og þýða texta yfir á íslensku, sem gerir almenningi erfiðara að sjá í gegnum svindl, en aðstandendur falska Keflavíkurflugvallar nýta sér þó ekki nýjustu þýðingartækni. Þrátt fyrir það hafa Íslendingar verið í sambandi við hinn raunverulega Keflavíkurflugvöll til þess að grennslast fyrir um tilboðið: Ósóttur farangur á eina evru hver taska.

Guðjón HelgasonHefur átt erfitt með að fá Facebook til að fjarlægja svikasíður, sem bandaríska stórfyrirtækið selur auglýsingar.

„Þegar þetta kom upp í fyrra þá hafði fólk samband við flugvöllinn og spurðist fyrir um þetta en var þá upplýst að um svik væri að ræða,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi opinbera hlutafélagsins Isavia, sem rekur flugvöllinn. „Nú í dag [gær] hafa okkur borist símtöl frá fólki sem er að spyrjast fyrir um töskusöluna og við bendum fólki þá á að um svindl sé að ræða.“

Hann segist ekki hafa beinar upplýsingar um tjónið sem hlýst af því fyrir fólk að falla í gildruna. Í samskiptum Heimildarinnar við aðstandendur svikasíðunnar kom fram að haft yrði samband við væntanlega töskukaupendur þegar þeir hefðu skráð sig á vefsíðuna sem Facebook beinir áhugasömum notendunum á. „Nei, þetta er ekki svik,“ svaraði aðili sem var til forsvars. „Við seljum á þessu verði vegna þess að vöruhúsin okkar eru yfirfull.“

Facebook hefur enn ekki tekið niður fölsku síðuna sem er ætluð í fjársvikastarfsemi og halda auglýsingar áfram að birtast.

„Það er erfitt að ná beinu sambandi við Meta, móðurfyrirtæki Facebook, til að fá síður sem þessar teknar niður og það er einnig reynsla annarra íslenskra fyrirtækja og alþjóðaflugvalla í öðrum löndum sem hafa orðið fyrir svipuðu svindli,“ segir Guðjón. „Eina leiðin er að tilkynna síðuna á Facebook og benda síðan á það opinberlega að um svikasíðu sé að ræða. Við höfum ítrekað tilkynnt síðuna og sagt frá svindlinu í fjölmiðlum. Hve margar tilkynningar þarf til að fá svona síður teknar niður vitum við ekki.“

Nýverið náði forsvarsfólk flugvallarins því í gegn að fá hina réttu Facebook-síðu stimplaða og staðfesta, eða „verified“, að sögn Guðjóns. 

„Um leið og þetta kom upp í nóvember hófum við það ferli að fá Facebook síðu Keflavíkurflugvallar staðfesta af Facebook með bláu merki. Það var ferli sem tók um hálft ár og er nú í höfn. Þannig að ef síðan er ekki merkt með bláa merkinu og lógói flugvallarins þá er um svikasíðu að ræða.“

Ný tækni mun gera svindl auðveldara. Meðal annars er nú þegar til tækni sem falsar raddir einstaklinga. Óttast er að með þeirri tækni muni svikahrappar meðal annars geta hringt símtöl með rödd ættingja og fjölskyldumeðlima hvers sem hefur skilið eftir sig raddsýni opinberlega. Í febrúar var raddfölsun og gervigreind notuð til að hringja sjálfvirk símtöl í þúsundir manns í New Hampshire í Bandaríkjunum með rödd Joe Bidens, þar sem hann beindi því til fólks að sleppa þátttöku í forkosningum. Bresk verkfræðistofa tapaði 3,4 milljörðum króna nýlega þegar fjársvikari djúpfalsaði andlit og rödd fjármálastjóra stofunnar í myndbandssamtali. 

Fyrir þau sem vilja komast í kræsilegan óskilafarangur annarra eru vonbrigðin vís.

„Týndur farangur er ekki undir neinum kringumstæðum seldur,“ segir Guðjón. „Það sem týnist á Keflavíkurflugvelli og ratar í tapað fundið hjá okkur eru smærri munir eins og til dæmis farsímar, spjaldtölvur og leikföng. Hægt er að hafa samband við þjónustuaðila okkar vegna týndra muna í gegnum síma, tölvupóst eða netsíðu og hægt að nálgast muni á skrifstofutíma eða þá fá þá senda á eigin kostnað hvert á land sem er til réttmæts eiganda. Sé þeirra ekki vitjað innan 30 til 60 daga er munum fargað. Vegabréf sem gleymast er ekki fargað heldur fara þau í vörslu lögreglu séu þau ekki sótt innan fárra daga.“

Rétt Facebooksíða Keflavíkurflugvallar hefur slóðina: https://www.facebook.com/kefairport

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
1
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.
Leitar að framtíðarstarfsfólki á leikskóla:  „Við erum alltaf að gefa afslátt“
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Leit­ar að fram­tíð­ar­starfs­fólki á leik­skóla: „Við er­um alltaf að gefa af­slátt“

Hall­dóra Guð­munds­dótt­ir, leik­skóla­stjóri á Drafnar­steini, seg­ir það enga töfra­lausn að for­eldr­ar ráði sig tíma­bund­ið til starfa á leik­skól­um til að tryggja börn­um sín­um leik­skóla­pláss. Þetta sé hins veg­ar úr­ræði sem hafi ver­ið lengi til stað­ar en hef­ur færst í auk­ana síð­ustu ár. Far­fugl­arn­ir mega ekki verða fleiri en stað­fugl­arn­ir.
Hélt að hún myndi höndla álagið betur
4
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Eini Íslendingurinn til að hlaupa maraþon með tvö ígrædd líffæri
5
Viðtal

Eini Ís­lend­ing­ur­inn til að hlaupa mara­þon með tvö ígrædd líf­færi

Kári Guð­munds­son fékk grætt í sig nýra og bris fyr­ir átta ár­um. Hann er eini Ís­lend­ing­ur­inn sem hef­ur feng­ið tvö líf­færi og náð að hlaupa heilt og hálf mara­þon eft­ir líf­færaígræðsl­una og það oft­ar en einu sinni. Kári hafði í raun mjög lít­ið hreyft sig í gegn­um ár­in en nú hleyp­ur hann og lyft­ir til að fá auk­ið út­hald og styrk og seg­ist aldrei hafa ver­ið í betra formi, það sýni all­ar mæl­ing­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“
Það er eitthvað í samfélaginu sem ýtir undir kulnun
5
Viðtal

Það er eitt­hvað í sam­fé­lag­inu sem ýt­ir und­ir kuln­un

Streita er vax­andi vandi í nú­tíma­sam­fé­lagi og ekki óal­gengt að fólk fari í kuln­un. Dr. Ólaf­ur Þór Æv­ars­son er sjálf­stætt starf­andi geð­lækn­ir og stofn­andi Streitu­skól­ans sem er hluti af heild­stæðri vel­ferð­ar­þjón­ustu Heilsu­vernd­ar. Hann seg­ir að for­varn­ir og fræðsla séu mik­il­væg­ir þætt­ir til að fólk verði bet­ur með­vit­að um eig­in heilsu og geti tek­ið ábyrgð og sporn­að við streitu en hún get­ur haft víð­tæk áhrif á fólk bæði lík­am­lega og and­lega.
Foreldrar vinna á leikskóla til að brúa bilið
6
FréttirÍ leikskóla er álag

For­eldr­ar vinna á leik­skóla til að brúa bil­ið

Veru­leiki barna­fjöl­skyldna í Reykja­vík ein­kenn­ist af því að börn eru orð­in alltof göm­ul til að telja ald­ur í mán­uð­um þeg­ar þau loks kom­ast inn á leik­skóla. Ár­um sam­an hef­ur öll­um 12 mán­aða göml­um börn­um ver­ið lof­að leik­skóla­plássi en raun­in er að mán­uði barna sem fá pláss er hægt að telja í tug­um. For­eldr­ar hafa grip­ið til sinna ráða, með­al ann­ars með því að starfa á leik­skóla til að fá for­gang að leik­skóla­plássi.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár