Nú er viibra búin að vera til lengi því frá árinu 2018 höfum við verið að túra með Björk og þar áður vorum við að vinna með henni á plötunni Utopia. Túruðum með henni og fyrst var túrinn kenndur við plötuna Utopia en síðan Cornucopia ...“ segir Berglind María, ein af flautuleikurunum í viibru.
Tónleikasýningin Cornucopia, sprottin upp úr plötunni Utopia, var frumsýnd í menningarmiðstöð á Manhattan og leikstýrt af argentínska kvikmyndaleikstjóranum Lucrecia Martel. Fjölmargir komu að sýningunni; þar á meðal Hamrahlíðarkórinn og þó nokkrir hljóðfæraleikarar.
Samstarfið með Björk má rekja til 2016 þegar þær hittust reglulega. Þá var þetta stærri hópur en þær spiluðu inn á plötuna Utopia sem kom út haustið 2017. Í kjölfarið fylgdu allir tónleikarnir.
„Við hittumst alltaf á föstudögum í sumarbústað Bjarkar veturinn 2016–2017,“ minnist Þuríður, annar flautuleikari viibru. En Margrét hóf samstarfið með viibru og Björk vorið 2018. „ …
Athugasemdir