Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Hvernig hreyfir tónlist sig?

Ár­ið 2016 kom hóp­ur flautu­leik­ara sam­an þeg­ar Björk var að gera plöt­una Utopia og varð flautu­sept­ett­inn vii­bra ár­ið 2018. Í fimm ár ferð­að­ist vii­bra með Björk um heim­inn. Sjö flautu­leik­ar­ar eru í vii­bra og síð­ast­lið­inn sunnu­dag héldu þær tón­leika í Hörpu í til­efni út­gáfu fyrstu plötu þeirra: vii­bra. Dans­höf­und­ur­inn Mar­grét Bjarna­dótt­ir vinn­ur með ólík form og miðla en hef­ur starf­að með vii­bra að sviðs­hreyf­ing­um síð­an í Utopiu. Hún svið­set­ur tón­leik­ana.

Nú er viibra búin að vera til lengi því frá árinu 2018 höfum við verið að túra með Björk og þar áður vorum við að vinna með henni á plötunni Utopia. Túruðum með henni og fyrst var túrinn kenndur við plötuna Utopia en síðan Cornucopia ... segir Berglind María, ein af flautuleikurunum í viibru.

Tónleikasýningin Cornucopia, sprottin upp úr plötunni Utopia, var frumsýnd í menningarmiðstöð á Manhattan og leikstýrt af argentínska kvikmyndaleikstjóranum Lucrecia Martel. Fjölmargir komu að sýningunni; þar á meðal Hamrahlíðarkórinn og þó nokkrir hljóðfæraleikarar.

Samstarfið með Björk má rekja til 2016 þegar þær hittust reglulega. Þá var þetta stærri hópur en þær spiluðu inn á plötuna Utopia sem kom út haustið 2017. Í kjölfarið fylgdu allir tónleikarnir.

Við hittumst alltaf á föstudögum í sumarbústað Bjarkar veturinn 20162017, minnist Þuríður, annar flautuleikari viibru. En Margrét hóf samstarfið með viibru og Björk vorið 2018. „ …

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu