Annállinn verður með aðeins öðruvísi sniði að þessu sinni. Yfirleitt er farið í saumana á sviðslistasýningum ársins og rýnt í samfélagið sem listin sprettur úr. En nú verður litið bak við tjöldin, ofan í frumvörp og fjárhagsáætlanir, ásamt því að varpa fram nokkrum spurningum um málefni, málþóf, leikhúsgagnrýni og framtíðina.
Stólaskipti
Til að hefja söguna er mikilvægt að kynna leikendur til leiks en ansi margar tilfæringar eru að eiga sér stað í stjórnunarstöðum innan sviðslistasamfélagsins. Marta Nordal kveður Leikfélag Akureyrar, Bergur Þór Ingólfsson tekur við og tilkynnti splunkunýja uppsetningu á Litlu hryllingsbúðinni. Sara Martí Guðmundsdóttir kveður Tjarnarbíó en hún hefur unnið þrekvirki síðastliðin ár, staðið fyrir endurbótum innanhúss og siglt leikhúsinu í gegnum fjárhagskrísu. Sömuleiðis kveður Vigdís Jakobsdóttir Listhátíð í Reykjavík. Ekki er búið að tilkynna hver taki við þeirra stöðum en þeim einstaklingum bíður ærið starf, ekki ólíkt Unu Þorleifsdóttur sem tekur við stöðu deildarstjóra sviðslistadeildar Listaháskóla Íslands. Mikil …
Athugasemdir