Rétt 318 ár frá því forfaðir Churchills breytti sögunni

Orr­ust­an við Ramillies var háð á þess­um degi. Hún virð­ist kannski bara ein þeirra enda­lausu orr­usta sem öld­um sam­an lit­uðu evr­ópska grund blóði en þeg­ar að er gáð var hún mik­il­væg­ari en marg­ar aðr­ar og breytti að lík­ind­um gangi sög­unn­ar veru­lega.

Rétt 318 ár frá því forfaðir Churchills breytti sögunni
Orrustan við Ramillies 23. maí 1706: Úrslit hennar réðu því að Frakkar urðu ekki allsráðandi stórveldi á meginlandi Evrópu. Saga Evrópu hefði því orðið allt allt önnur ef hersveitir Marlboroughs (rauðklæddar hér) hefðu ekki sigrað sameinað lið Frakka, Spánverja og Bæjara.

Nokkurn veginn inni í miðri Belgíu er lítið þorp sem heitir Ramillies. Það er um um 45 kílómetra í suðaustur frá Brussel og álíka langt frá Liège sem er í austur frá þorpinu.

Þarna í Ramillies búa um 6.000 manns, bændafólk fyrst og fremst og þjónusta við landbúnaðinn. Það er ekkert sérstakt í þessu þorpi nema hvað skammt frá byggðinni er allstór haugur í laginu eins og lágur píramídi, mörg þúsund ára gamalt mannvirki.

Þarna hafa eflaust einhverjir ókunnir frumbyggjar á forsögulegum tímum grafið höfðingja sinn. Þá hefur allt þetta umhverfi verið vaxið þéttum skógi þar sem villidýr höfðust við en nú er allt marflatt, endalausir kornakrar svo langt sem augað eygir.

Kyrrð og ró.

Fólki sem ekur gegnum Ramillies dettur vafalaust síst í hug að þarna hafi eitthvað merkilegt gerst.

Karl 2.

En þó er það svo að í dag, 23. maí, eru hárrétt 318 ár síðan frjósöm moldin í Ramillies litaðist blóði, fallbyssur spændu upp akrana og stríðshross óð af æsingi rótuðu upp troðningum milli húsa og býla.

Og orrustan kostaði líf þúsunda ungra og miðaldra karlmanna sem þar með voru að eilífu hrifnir úr gangverki lífsins.

En ekki nóg með það — úrslit bardagans réðu miklu um sjálft valdajafnvægið í Evrópu næstu áratugina.

Og þar með eru áhrif hans nærri ómælanleg.

Spænska erfðastríðið

Orrustan við Ramillies var hluti af styrjöld sem fáir þekkja nútildags en var blóðug og mannskæð og skelfileg á sínum tíma.

Spænska erfðastríðið er það kallað.

Það braust út eftir að Karl 2. konungur Spánar lést barnlaus árið 1700. Hann var af Habsborgarættinni austurrísku og svo innræktaður, eins og tíðkaðist í þeirri ætt, að hann var illa haldinn bæði andlega og líkamlega.

Filippus konungsefni

Þótt Spánn væri ekki sama stórveldið og hundrað árum fyrr (meðal annars vegna óhæfra innræktaðra konunga af Habsborgarætt) var eigi að síður eftir miklu að slægjast undir spænsku krúnunni.

Spánverjar réðu Niðurlöndum (Belgíu og hluta Hollands), stærsta hluta Ítalíu og gríðarmiklum flæmum í Mið- og Suður-Ameríku.

Því höfðu Frakkar lagt mikla vinnu og þrek í að koma sínum kandídat í hásæti Spánar þegar Karl 2. geispaði loks golunni. Þeir höfðu fengið Karl til að nefna Filippus hertoga af Anjou eftirmann sinn en Filippus var sonarsonur Loðvíks 14. sólarkonungs Frakka sem enn ríkti í Versölum og hafði gert frá 1643 en var raunar ekki nema um sextugt.

Sameinað stórveldi?

Mikilvægast við tilnefningu Filippusar sem Spánarkóngs var að hann var þriðji í erfðaröðinni í Frakklandi og eins og málum var háttað um heilsufar þeirra sem framar honum stóðu, þá var hreint ekki ólíklegt að hann yrði á endanum kallaður til Versala sem eftirmaður afa síns.

Hann yrði því bæði konungur Spánar og Frakklands og sameinað yrði ríki hans ógnarmikið stórveldi er gæti drottnað lengi, lengi yfir Evrópu og raunar hinum vestræna heimi öllum.

Kannski til frambúðar.

Það gátu hin evrópsku stórveldin ekki sætt sig við en helst þeirra voru Bretland og Austurríki. Þau fóru því í stríð en fyrstu árin fóru þau mjög halloka og fátt virtist geta komið í veg fyrir að Frökkum yrði að ósk sinni um að ná yfirráðum yfir Spáni.

Sigurganga Frakka var þó stöðvuð að sinni í orrustu við Blenheim í Bæjaralandi í ágúst 1704 þar sem enski hershöfðinginn Marlborough hertogi og hinn austurríski Eugen prins unnu sigur á hersveitum Frakka.

Framganga Dana

Frakkar voru þó ekki lengi að jafna sig og vorið 1706 var gamall félagi Loðvíks 14., hertoginn af Villeroi, þess albúinn að reka Marlborough og menn hans öfuga út í sjó í Belgíu sem hefði leitt til þess að Frakkar væru með pálmann í höndunum í stríðinu.

Villeroi

En Marlborough var kænn og við Ramillies þann 23. maí kom hann hersveitum Villerois í opna skjöldu og vann frægan sigur.

Ekki hirði ég um að rekja gang orrustunnar en hlýt þó að taka fram að allfjölmennar riddaraliðssveitir danskra málaliða þóttu ganga mjög hraustlega fram og áttu þær sinn þátt í sigri Marlboroughs.

Danskir hermenn voru yfirleitt ekki orðlagðir fyrir hreysti sína og hugdirfsku en málaliðasveitir þeirra bæði við Blenheim og Ramillies þóttu ganga einkar snöfurlega fram.

Ekki veit ég til þess að nokkrir Íslendingar hafi tilheyrt dönsku sveitunum í þessum orrustum, en þó var þetta um það leyti sem Jón Hreggviðsson og fleiri kumpánar ofan af Íslandi reyndu sig við hermennsku í dönskum búningi.

Stríðslok

Nema hvað, Villeroi missti 15.000 manns við Ramillies en Marlborough í hæsta lagi 5.000. Mikilvægast var þó að eftir þetta var frumkvæðið í stríðinu horfið úr höndum Frakka og þó stríðið stæði í átta ár enn var þaðan í frá ljóst að Frakkar gætu ekki unnið.

Árið 1714 var samið um frið og þótt Bretar og Austurríkismenn féllust á að Filippus yrði Spánarkonungur eftir allt saman, þá var jafnframt frá því gengið að hann afsalaði sér tilkalli til frönsku krúnunnar og að ríkin tvö yrðu aldrei sameinuð.

Frakkar höfðu orðið fyrir miklu áfalli og sól Loðvíks 14. var nú óðum að setjast.

Jafnframt létu Spánverjar af hendi lendur sínar í Belgíu og Ítalíu. Þar með varð ljóst að Spánn væri endanlega horfinn úr fremstu röð evrópskra stórvelda.

Ef Frakkland og Spánn hefðu hins vegar sameinast með fullum styrk beggja er meira en líklegt að Frakkar hefðu snemma á 18. öldinni náð enn meiri og öruggari yfirráðum yfir Evrópu en Napóleon gerði 100 árum síðar.

Hefði Evrópa orðið frönsk?

Í upphafi 18. aldar voru nefnilega hvorki Prússland né öflugt Rússland til staðar til að sporna gegn uppgangi Frakka eins og gerðist á tímum Napóleons.

Marlborough

Evrópa hefði orðið frönsk.

 En svo er líka annað.

Hertoginn af Marlborough hét í raun og veru John Churchill og var af ættum lögfræðinga og hermanna sem smátt og smátt höfðu komist til metorða.

Sjálfur var Churchill útnefndur hertogi af Marlborough 1702, bæði vegna þjónustu sinnar við bresku krúnuna en ekki síður vegna þess að konan hans var sérleg vinkona Önnu drottningar.

Churchill hafði unnið ýmsa hernaðarsigra bæði í þessu stríði og öðrum en það var þó sigurinn við Ramillies sem tryggði endanlega orðspor hans sem mesta hershöfðingja Breta fyrr og síðar. Og áhrif hans voru gríðarleg allt til æviloka 1722.

Churchill!

Hann var til dæmis eini aðalsmaðurinn í breskri sögu sem ekki var konungborinn og fékk þó að byggja svo veglegt höfðingjasetur að það var kallað höll eða „palace“ — það er Blenheim Palace í Oxford-skíri og heitir vitaskuld eftir orrustugrundinni í Bæjaralandi.

Churchill

Ef Churchill hertogi af Marlborough hefði tapað orrustunni á völlunum við Belgíu er næsta víst að vegur hans og afkomenda hans hefði orðið mun minni en varð í raun.

Og það hefði síðan haft þau áhrif einhvers staðar á leiðinni — annaðhvort á 18. öldinni eða framan af þeirri 19. — að einhver Marlborough-hertoginn hefði ekki fengið jafn fínt kvonfang og hann hefði kosið.

Og það hefði svo haft þær afleiðingar að ættarlaukurinn Winston Spencer Churchill hefði ekki fæðst í Blenheim-höll árið 1874 — og verið alla ævi innblásinn af forföður sínum sem aldrei gafst upp fyrir evrópsku meginlandsvaldi.

Og hefðu Bretar þá kannski gefist upp fyrir Hitler 1940?!

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Tommie Smith er áttræður: Fæddur sama dag og innrásin í Normandý, rekinn af ólympíuleikum fyrir mótmæli
Flækjusagan

Tommie Smith er átt­ræð­ur: Fædd­ur sama dag og inn­rás­in í Norm­an­dý, rek­inn af ólymp­íu­leik­um fyr­ir mót­mæli

Í dag, 6. júní 2024, er hald­ið upp á að rétt 80 ár eru lið­in frá því að her­ir hinna vest­rænu Banda­manna gegn Hitlers-Þýskalandi gerðu inn­rás á Norm­an­dý-skaga í Frakklandi 6. júní 1944. Þessi inn­rás ein og sér réði ekki úr­slit­um í síð­ari heims­styrj­öld en hún stytti þó áreið­an­lega stríð­ið um að minnsta kosti eitt eða tvö ár. En sama...

Mest lesið

Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
1
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
„Takk fyrir að gefa stað sem er nú rannsakaður fyrir mansal svona góð ummæli“
3
Fréttir

„Takk fyr­ir að gefa stað sem er nú rann­sak­að­ur fyr­ir man­sal svona góð um­mæli“

At­hygl­is­verð um­mæli hafa birst und­ir net­gagn­rýni um Gríska hús­ið á Google. Þar virð­ist veit­inga­stað­ur­inn, sem var lok­að­ur af lög­reglu í gær vegna gruns um man­sal, þakka ánægð­um við­skipta­vin­um fyr­ir að veita staðn­um já­kvæð um­mæli þrátt fyr­ir man­sal­ið. Gríska hús­ið hef­ur al­mennt ver­ið dug­legt að svara gagn­rýn­end­um sín­um full­um hálsi á net­inu.
Running Tide hætt starfsemi í Bandaríkjunum
4
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide hætt starf­semi í Banda­ríkj­un­um

Marty Od­lin, stofn­andi og for­stjóri Runn­ing Tide í Banda­ríkj­un­um, hef­ur til­kynnt að starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins hafi ver­ið lögð nið­ur. Sömu sögu er að segja af dótt­ur­fé­lagi þess á Akra­nesi. Í nýj­asta tölu­blaði Heim­ild­ar­inn­ar var fjall­að um að­gerð­ir Runn­ing Tide hér á landi. Þær fólust í því að henda kanadísku timb­urk­urli í haf­ið inn­an lög­sögu Ís­lands.
Sambúðin sem sært hefur VG nánast til ólífis
6
GreiningRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Sam­búð­in sem sært hef­ur VG nán­ast til ólíf­is

Vinstri græn sungu há­stöf­um á lands­fundi sín­um fyr­ir rúmu ári: „Það gæti ver­ið verra.“ Nú hef­ur það raun­gerst. Flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um og hef­ur ekki sam­mælst um nýja for­ystu eft­ir brott­hvarf eins vin­sæl­asta stjórn­mála­manns lands­ins og flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um. Hvort flokk­ur­inn sé nægi­lega sterk­ur til að spyrna sér upp og forða sér frá út­rým­ingu á eft­ir að koma í ljós.
„Ég mun hrópa hallelúja uppi í Hallgrímskirkjuturni þegar þessi ríkisstjórn hefur lagt upp laupana“
10
Stjórnmál

„Ég mun hrópa hallelúja uppi í Hall­gríms­kirkjut­urni þeg­ar þessi rík­is­stjórn hef­ur lagt upp laup­ana“

Inga Sæ­land, formað­ur Flokks fólks­ins, ætl­ar að fara upp í Hall­gríms­kirkjut­urn og „hrópa hallelúja“ þeg­ar rík­is­stjórn Sjálf­stæð­is­flokks, Fram­sókn­ar­flokks og Vinstri grænna legg­ur upp laup­ana. Mið­flokk­ur­inn íhug­ar að leggja fram van­traust á mat­væla­ráð­herra eft­ir helgi. Þing­mað­ur Við­reisn­ar styð­ur til­lög­una.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
1
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
„Takk fyrir að gefa stað sem er nú rannsakaður fyrir mansal svona góð ummæli“
5
Fréttir

„Takk fyr­ir að gefa stað sem er nú rann­sak­að­ur fyr­ir man­sal svona góð um­mæli“

At­hygl­is­verð um­mæli hafa birst und­ir net­gagn­rýni um Gríska hús­ið á Google. Þar virð­ist veit­inga­stað­ur­inn, sem var lok­að­ur af lög­reglu í gær vegna gruns um man­sal, þakka ánægð­um við­skipta­vin­um fyr­ir að veita staðn­um já­kvæð um­mæli þrátt fyr­ir man­sal­ið. Gríska hús­ið hef­ur al­mennt ver­ið dug­legt að svara gagn­rýn­end­um sín­um full­um hálsi á net­inu.
Bankarnir búnir með alla sénsa - peningaþvættisvarnir í ólestri
8
FréttirPeningaþvætti

Bank­arn­ir bún­ir með alla sénsa - pen­inga­þvættis­varn­ir í ólestri

Tæp­lega 600 millj­ón króna sátt Ís­lands­banka við yf­ir­völd vegna ónógra pen­inga­þvættis­varna er til marks um að bæði séu séns­ar eft­ir­lits­að­ila á þrot­um og að mun hærri sekt­ir verði lagð­ar á fyr­ir­tæki en áð­ur. Ari­on banki er næst­ur, en óljóst er hversu há sú sekt verð­ur. Fyr­ir tveim­ur ár­um greiddi Salt­Pay rúm­lega tíu sinn­um lægri sekt fyr­ir mun al­var­legri brot.

Mest lesið í mánuðinum

Auður Jónsdóttir
1
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
3
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
Saga af áralangri vanrækslu og vonleysi: „Þetta heitir Betra líf sko“
8
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

Saga af ára­langri van­rækslu og von­leysi: „Þetta heit­ir Betra líf sko“

Slökkvi­lið­ið hef­ur sent kæru til lög­reglu á hend­ur Arn­ari Gunn­ari Hjálm­týs­syni fyr­ir að hafa stefnt lífi og heilsu íbúa áfanga­heim­il­is­ins Betra líf í Vatna­görð­um í hættu eft­ir að eld­ur kvikn­aði þar í fe­brú­ar í fyrra. Áfanga­heim­il­ið flutti þá upp í Kópa­vog. Í styrk­umsókn til Reykja­vík­ur fór Arn­ar með rang­færsl­ur en fékk engu að síð­ur rúm­ar 24 millj­ón­ir fyr­ir rekst­ur­inn. Full­trúi fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins lýsti áhyggj­um af eit­ur­lyfja­sölu og vændi á einu áfanga­heim­il­inu.
„Hann sagði við mig að ef mér mislíkaði þetta gæti ég bara flutt út“
9
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

„Hann sagði við mig að ef mér mis­lík­aði þetta gæti ég bara flutt út“

Sylwia Burzy­kowska leigði 12 fer­metra her­bergi á áfanga­heim­ili Betra lífs á Kópa­vogs­braut á 140 þús­und krón­ur á mán­uði sem hún þurfti að greiða í reiðu­fé. Hún skrif­aði und­ir ótíma­bund­inn leigu­samn­ing en hafði að­eins bú­ið þar í þrjá mán­uði þeg­ar hús­ið var rif­ið í byrj­un mán­að­ar­ins. Sylwia býr nú í tjaldi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár