Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Rétt 318 ár frá því forfaðir Churchills breytti sögunni

Orr­ust­an við Ramillies var háð á þess­um degi. Hún virð­ist kannski bara ein þeirra enda­lausu orr­usta sem öld­um sam­an lit­uðu evr­ópska grund blóði en þeg­ar að er gáð var hún mik­il­væg­ari en marg­ar aðr­ar og breytti að lík­ind­um gangi sög­unn­ar veru­lega.

Rétt 318 ár frá því forfaðir Churchills breytti sögunni
Orrustan við Ramillies 23. maí 1706: Úrslit hennar réðu því að Frakkar urðu ekki allsráðandi stórveldi á meginlandi Evrópu. Saga Evrópu hefði því orðið allt allt önnur ef hersveitir Marlboroughs (rauðklæddar hér) hefðu ekki sigrað sameinað lið Frakka, Spánverja og Bæjara.

Nokkurn veginn inni í miðri Belgíu er lítið þorp sem heitir Ramillies. Það er um um 45 kílómetra í suðaustur frá Brussel og álíka langt frá Liège sem er í austur frá þorpinu.

Þarna í Ramillies búa um 6.000 manns, bændafólk fyrst og fremst og þjónusta við landbúnaðinn. Það er ekkert sérstakt í þessu þorpi nema hvað skammt frá byggðinni er allstór haugur í laginu eins og lágur píramídi, mörg þúsund ára gamalt mannvirki.

Þarna hafa eflaust einhverjir ókunnir frumbyggjar á forsögulegum tímum grafið höfðingja sinn. Þá hefur allt þetta umhverfi verið vaxið þéttum skógi þar sem villidýr höfðust við en nú er allt marflatt, endalausir kornakrar svo langt sem augað eygir.

Kyrrð og ró.

Fólki sem ekur gegnum Ramillies dettur vafalaust síst í hug að þarna hafi eitthvað merkilegt gerst.

Karl 2.

En þó er það svo að í dag, 23. maí, eru hárrétt 318 ár síðan frjósöm moldin í Ramillies litaðist blóði, fallbyssur spændu upp akrana og stríðshross óð af æsingi rótuðu upp troðningum milli húsa og býla.

Og orrustan kostaði líf þúsunda ungra og miðaldra karlmanna sem þar með voru að eilífu hrifnir úr gangverki lífsins.

En ekki nóg með það — úrslit bardagans réðu miklu um sjálft valdajafnvægið í Evrópu næstu áratugina.

Og þar með eru áhrif hans nærri ómælanleg.

Spænska erfðastríðið

Orrustan við Ramillies var hluti af styrjöld sem fáir þekkja nútildags en var blóðug og mannskæð og skelfileg á sínum tíma.

Spænska erfðastríðið er það kallað.

Það braust út eftir að Karl 2. konungur Spánar lést barnlaus árið 1700. Hann var af Habsborgarættinni austurrísku og svo innræktaður, eins og tíðkaðist í þeirri ætt, að hann var illa haldinn bæði andlega og líkamlega.

Filippus konungsefni

Þótt Spánn væri ekki sama stórveldið og hundrað árum fyrr (meðal annars vegna óhæfra innræktaðra konunga af Habsborgarætt) var eigi að síður eftir miklu að slægjast undir spænsku krúnunni.

Spánverjar réðu Niðurlöndum (Belgíu og hluta Hollands), stærsta hluta Ítalíu og gríðarmiklum flæmum í Mið- og Suður-Ameríku.

Því höfðu Frakkar lagt mikla vinnu og þrek í að koma sínum kandídat í hásæti Spánar þegar Karl 2. geispaði loks golunni. Þeir höfðu fengið Karl til að nefna Filippus hertoga af Anjou eftirmann sinn en Filippus var sonarsonur Loðvíks 14. sólarkonungs Frakka sem enn ríkti í Versölum og hafði gert frá 1643 en var raunar ekki nema um sextugt.

Sameinað stórveldi?

Mikilvægast við tilnefningu Filippusar sem Spánarkóngs var að hann var þriðji í erfðaröðinni í Frakklandi og eins og málum var háttað um heilsufar þeirra sem framar honum stóðu, þá var hreint ekki ólíklegt að hann yrði á endanum kallaður til Versala sem eftirmaður afa síns.

Hann yrði því bæði konungur Spánar og Frakklands og sameinað yrði ríki hans ógnarmikið stórveldi er gæti drottnað lengi, lengi yfir Evrópu og raunar hinum vestræna heimi öllum.

Kannski til frambúðar.

Það gátu hin evrópsku stórveldin ekki sætt sig við en helst þeirra voru Bretland og Austurríki. Þau fóru því í stríð en fyrstu árin fóru þau mjög halloka og fátt virtist geta komið í veg fyrir að Frökkum yrði að ósk sinni um að ná yfirráðum yfir Spáni.

Sigurganga Frakka var þó stöðvuð að sinni í orrustu við Blenheim í Bæjaralandi í ágúst 1704 þar sem enski hershöfðinginn Marlborough hertogi og hinn austurríski Eugen prins unnu sigur á hersveitum Frakka.

Framganga Dana

Frakkar voru þó ekki lengi að jafna sig og vorið 1706 var gamall félagi Loðvíks 14., hertoginn af Villeroi, þess albúinn að reka Marlborough og menn hans öfuga út í sjó í Belgíu sem hefði leitt til þess að Frakkar væru með pálmann í höndunum í stríðinu.

Villeroi

En Marlborough var kænn og við Ramillies þann 23. maí kom hann hersveitum Villerois í opna skjöldu og vann frægan sigur.

Ekki hirði ég um að rekja gang orrustunnar en hlýt þó að taka fram að allfjölmennar riddaraliðssveitir danskra málaliða þóttu ganga mjög hraustlega fram og áttu þær sinn þátt í sigri Marlboroughs.

Danskir hermenn voru yfirleitt ekki orðlagðir fyrir hreysti sína og hugdirfsku en málaliðasveitir þeirra bæði við Blenheim og Ramillies þóttu ganga einkar snöfurlega fram.

Ekki veit ég til þess að nokkrir Íslendingar hafi tilheyrt dönsku sveitunum í þessum orrustum, en þó var þetta um það leyti sem Jón Hreggviðsson og fleiri kumpánar ofan af Íslandi reyndu sig við hermennsku í dönskum búningi.

Stríðslok

Nema hvað, Villeroi missti 15.000 manns við Ramillies en Marlborough í hæsta lagi 5.000. Mikilvægast var þó að eftir þetta var frumkvæðið í stríðinu horfið úr höndum Frakka og þó stríðið stæði í átta ár enn var þaðan í frá ljóst að Frakkar gætu ekki unnið.

Árið 1714 var samið um frið og þótt Bretar og Austurríkismenn féllust á að Filippus yrði Spánarkonungur eftir allt saman, þá var jafnframt frá því gengið að hann afsalaði sér tilkalli til frönsku krúnunnar og að ríkin tvö yrðu aldrei sameinuð.

Frakkar höfðu orðið fyrir miklu áfalli og sól Loðvíks 14. var nú óðum að setjast.

Jafnframt létu Spánverjar af hendi lendur sínar í Belgíu og Ítalíu. Þar með varð ljóst að Spánn væri endanlega horfinn úr fremstu röð evrópskra stórvelda.

Ef Frakkland og Spánn hefðu hins vegar sameinast með fullum styrk beggja er meira en líklegt að Frakkar hefðu snemma á 18. öldinni náð enn meiri og öruggari yfirráðum yfir Evrópu en Napóleon gerði 100 árum síðar.

Hefði Evrópa orðið frönsk?

Í upphafi 18. aldar voru nefnilega hvorki Prússland né öflugt Rússland til staðar til að sporna gegn uppgangi Frakka eins og gerðist á tímum Napóleons.

Marlborough

Evrópa hefði orðið frönsk.

 En svo er líka annað.

Hertoginn af Marlborough hét í raun og veru John Churchill og var af ættum lögfræðinga og hermanna sem smátt og smátt höfðu komist til metorða.

Sjálfur var Churchill útnefndur hertogi af Marlborough 1702, bæði vegna þjónustu sinnar við bresku krúnuna en ekki síður vegna þess að konan hans var sérleg vinkona Önnu drottningar.

Churchill hafði unnið ýmsa hernaðarsigra bæði í þessu stríði og öðrum en það var þó sigurinn við Ramillies sem tryggði endanlega orðspor hans sem mesta hershöfðingja Breta fyrr og síðar. Og áhrif hans voru gríðarleg allt til æviloka 1722.

Churchill!

Hann var til dæmis eini aðalsmaðurinn í breskri sögu sem ekki var konungborinn og fékk þó að byggja svo veglegt höfðingjasetur að það var kallað höll eða „palace“ — það er Blenheim Palace í Oxford-skíri og heitir vitaskuld eftir orrustugrundinni í Bæjaralandi.

Churchill

Ef Churchill hertogi af Marlborough hefði tapað orrustunni á völlunum við Belgíu er næsta víst að vegur hans og afkomenda hans hefði orðið mun minni en varð í raun.

Og það hefði síðan haft þau áhrif einhvers staðar á leiðinni — annaðhvort á 18. öldinni eða framan af þeirri 19. — að einhver Marlborough-hertoginn hefði ekki fengið jafn fínt kvonfang og hann hefði kosið.

Og það hefði svo haft þær afleiðingar að ættarlaukurinn Winston Spencer Churchill hefði ekki fæðst í Blenheim-höll árið 1874 — og verið alla ævi innblásinn af forföður sínum sem aldrei gafst upp fyrir evrópsku meginlandsvaldi.

Og hefðu Bretar þá kannski gefist upp fyrir Hitler 1940?!

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
9
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár