Írland, Noregur og Spánn viðurkenndu í dag sjálfstæði Palestínu. Mun ákvörðun ríkjanna þriggja taka gildi þann 28. maí næstkomandi.
Nú hafa fimm ríki Vestur-Evrópu viðurkennt sjálfstæði. En áður höfðu Svíþjóð og Ísland verið þau einu. Alls 143 aðildarríki að Sameinuðu þjóðunum hafa viðurkennt sjálfstæði Palestínu, þar af níu ríki Evrópusambandsins. Norræn ríki utan Íslands og Svíþjóðar hafa þó átt í stjórnmálasambandi við stjórnvöld í Palestínu þrátt fyrir að viðurkenna ekki sjálfstæði landsins.
Israel Katz, utanríkisráðherra Ísraels, hefur gagnrýnt þróunina harðlega. Hann hefur lýst því yfir að ákvörðun ríkjanna að viðurkenna sjálfstæði Palstínu sendi þau skilaboð að hryðjuverk borgi sig.
Bæði Slóvenía og Malta hafa tilkynnt að löndin íhugi að viðurkenna Palestínu formlega að því er segir í umfjöllun BBC um málið.
Alþingi viðurkenndi sjálfstæði Palestínu mótatkvæðalaust
Árið 1988 lýsti Palestína yfir sjálfstæði sínu. Í kjölfarið viðurkenndu 82 ríki stjálfstæðisyfirlýsinguna, flest múslimaríki. Árið 1998 voru þau orðin 102.
Ísland viðurkenndi …
Athugasemdir (1)