Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Fjöldi ríkja í Vestur-Evrópu sem viðurkenna Palestínu tvöfaldast

Nor­eg­ur, Spánn og Ír­land til­kynntu í dag að þau ætl­uðu að við­ur­kenna sjálf­stæði Palestínu. Með því verða þau ríki í Vest­ur-Evr­ópu sem við­ur­kenna Palestínu orð­in fimm. Ís­land var fyrst þeirra til að gera það ár­ið 2011.

Fjöldi ríkja í Vestur-Evrópu sem viðurkenna Palestínu tvöfaldast
Mótmæli Mikið hefur verið mótmælt til stuðnings Palestínu í miðborginni. Mynd: Golli

Írland, Noregur og Spánn viðurkenndu í dag sjálfstæði Palestínu. Mun ákvörðun ríkjanna þriggja taka gildi þann 28. maí næstkomandi. 

Nú hafa fimm ríki Vestur-Evrópu viðurkennt sjálfstæði. En áður höfðu Svíþjóð og Ísland verið þau einu. Alls 143 aðildarríki að Sameinuðu þjóðunum hafa viðurkennt sjálfstæði Palestínu, þar af níu ríki Evrópusambandsins.  Norræn ríki utan Íslands og Svíþjóðar hafa þó átt í stjórnmálasambandi við stjórnvöld í Palestínu þrátt fyrir að viðurkenna ekki sjálfstæði landsins. 

Israel Katz, utanríkisráðherra Ísraels, hefur gagnrýnt þróunina harðlega. Hann hefur lýst því yfir að ákvörðun ríkjanna að viðurkenna sjálfstæði Palstínu sendi þau skilaboð að hryðjuverk borgi sig. 

Bæði Slóvenía og Malta hafa tilkynnt að löndin íhugi að viðurkenna Palestínu formlega að því er segir í umfjöllun BBC um málið.

Alþingi viðurkenndi sjálfstæði Palestínu mótatkvæðalaust

Árið 1988 lýsti Palestína yfir sjálfstæði sínu. Í kjölfarið viðurkenndu 82 ríki stjálfstæðisyfirlýsinguna, flest múslimaríki. Árið 1998 voru þau orðin 102. 

Ísland viðurkenndi …

Kjósa
23
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ólafur Garðarsson skrifaði
    Það merkilega er að ummæli utanríkisráðherra Ísrael eru algjör öfugmæli. Viðurkenning á sjálfstæði Palestínu eru einmitt skilaboð til Ísrael um að hryðjuverk þeirra borgi sig ekki. Gott dæmi er loftárás Ísrael á sendiráð Íran í Damaskus. Það var hrein hryðjuverkaaðgerð, hugsuð til að koma á stríði milli Írans og USA (sem hvorugt ríkið hafði nokkurn áhuga á að láta eftir). Það hefur svo ekki liðið dagur síðan 7. október sem Ísrael hefur ekki framið hryðjuverk gegn íbúum Gaza en einnig gegn palestínumönnum á vesturbakkanum. Hryðjuverkaaðgerðir Ísrael gegn palestínumönnum hafa reyndar verið stöðugt prógram í yfir 75 ár. Vonandi eru vesturlönd að vakna til vitundar um að grenjuskjóðan þarf aðhald í stað meðvirkni og að hún lýgur 99% tímans.
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
5
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár