Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Um 100 manns nýta yfirgefið fiskvinnsluhús til nýsköpunar

Eft­ir að fisk­vinnsla lagð­ist af á Breið­inni á Akra­nesi þurfti að finna nýtt hlut­verk fyr­ir stórt hús­næði sem þar er stað­sett. Fyr­ir þrem­ur ár­um var því breytt í ný­sköp­un­ar­set­ur og ið­ar nú af lifi og hug­mynd­um.

Um 100 manns nýta yfirgefið fiskvinnsluhús til nýsköpunar
Margskonar aðstaða Í húsnæðinu eru samvinnurými í takt við störf án staðsetningar þar sem einstaklingar leigja sér skrifborð, auk sameiginlegra fundarherbergja og svokölluð fljótandi skrifborð fyrir þá sem eru í rannsóknarvinnu. Mynd: Aðsend

Það iðar allt af lífi og fjöri í nýsköpunarsetri sem staðsett er á svæði sem nefnt er Breiðin á Akranesi. Þar stunda á annað hundrað einstaklingar rannsóknir og vinnu sína og sýna heimamönnum að lífið getur snúist um meira en fiskvinnslu. Það var Breið þróunarfélag sem kom setrinu á fót, en þróunarfélagið var stofnað sumarið 2020 af Brim hf. og Akraneskaupstað. Brim hf., sem hét áður HB Grandi, hafði verið með mikla starfsemi á Breiðinni á Akranesi, var með fiskvinnsluhúsnæði og töluverða vinnslu sem lagðist af árið 2018. Eftir stóð stórt húsnæði og miklar lóðir og fannst forsvarsfólki Brim hf. þau bera ábyrgð á að skilja ekki of stórt skarð eftir sig í samfélaginu, en á þriðja hundrað störf töpuðust er vinnslan var lögð niður. 

Að sögn Valdísar Fjölnisdóttur, framkvæmdastjóra Breiðar þróunarfélags, var farið í hugmyndasamkeppni um hvað hægt væri að gera við svæðið ásamt því að breyta fiskvinnsluhúsnæðinu í nýsköpunarsetur. „Það gekk ótrúlega vel, og á um þremur árum vorum við komin með um 100 manns í húsið. Þar er mjög fjölbreytt starfsemi, þetta eru helst frumkvöðlar og ýmis nýsköpunarstarfsemi en svo er einnig hefðbundin starfsemi hjá okkur, KPMG er til dæmis hér hjá okkur. Svo erum við með samvinnurými í takt við störf án staðsetningar þar sem einstaklingar leigja sér skrifborð, auk sameiginlegra fundarherbergja og svokölluð fljótandi skrifborð fyrir þá sem eru í rannsóknarvinnu. Hér er líka eldhúsaðstaða og það myndast ákveðinn kjarni, félagslega er þetta mjög sterk og skemmtileg blanda því það er svo fjölbreytt flóra af starfsemi í húsinu,“ segir Valdís. 

Ekki of langt frá höfuðborgarsvæðinu

Valdís segir að fyrir tveimur árum hafi svo aftur verið farið í hugmyndasamkeppni og þar vann tillaga frá Nordic arkitektum og er í undirbúningi nú að vinna deiliskipulag varðandi þá hugmynd. Um er að ræða blandaða byggð, íbúðir, atvinnustarfsemi og hótel og lögð er áhersla á sjálfbærni, umhverfismál og nýsköpun hvað varðar atvinnustarfsemina.

Valdís segir að rýmið í nýsköpunarsetrinu sé nánast fullbókað, en það sé þó smá pláss í viðbót fyrir þá sem hafa áhuga. „Viðtökurnar hafa verið frábærar og við fundum að það var mikil eftirspurn eftir svona vettvangi. Við erum ekki of langt frá höfuðborgarsvæðinu, sem getur verið kostir og gallar, en við sáum að marga vantaði stað fyrir sína vinnu. Við stofnuðum líka Breið líftæknismiðju, fyrir aðila sem þurfa rými fyrir plássfrekari rannsóknir og vinnslusvæði fyrir sína starfsemi. Þangað geta aðilar komið í styttri eða lengri tíma og fengið afnot af tækjum hjá okkur og þurfa þá ekki sjálf að fjárfesta í stærri tækjum upp á rannsókn sem þeir vita ekki hvort fari lengra eða ekki,“ segir Valdís. 

Ný nýtingGísli Gíslason, stjórnarformaður Breið þróunarfélags, og Valdís Fjölnisdóttir framkvæmdastjóri.

Að sögn Valdísar eru þeir sem vinna í samvinnurýmunum fyrst og fremst heimamenn sem vinna fjarvinnu frá fyrirtækjum úr Reykjavík. „Svo eru fyrirtæki sem vinna að rannsóknum eins og Running Tide, sem eru með loftslags- og þararannsóknir. Þeir keyra oft frá bænum, en það er ekki mikið úrval af rýmum eins og þau þurfa á höfuðborgarsvæðinu. Það eru svokölluð blautrými, sem eru rými þar sem þú getur spúlað á eftir þér, þar sem þú ert t.d. að vinna með sjávarþang, þara, ensím og í alls kyns rannsóknum,“ segir Valdís.

Mikil áhrif á nærsamfélagið

Valdís segir að svona aðstaða hafi gríðarleg áhrif á nærsamfélagið og segir hún að þau hjá Breið fái margar heimsóknir alls staðar að, fólk sem leiti ráða hjá þeim og hafi áhuga á að sjá hvað sé að virka og hvað ekki. 

„það var erfitt þegar fjöldi manns missti vinnuna skyndilega þegar fiskvinnslan var lögð niður á sínum tíma. Það var áfall fyrir bæjarfélagið og fólk horfir til gamalla tíma og vill fá aftur sinn sjávarútveg“
Valdís Fjölnisdóttir

Hún segir að það sé gaman að sjá að sams konar nýsköpunarsetur hafi sprottið upp víða um land og að upplagt væri að hefja eitthvert samstarf milli landshluta. „Við erum líka með FabLab smiðju hér sem er mikið sótt af heimafólki, þá bæði eldra fólk og börn úr skólunum. Fólki finnst gaman að sjá starfsemina og kraftinn hér, en það var erfitt þegar fjöldi manns missti vinnuna skyndilega þegar fiskvinnslan var lögð niður á sínum tíma. Það var áfall fyrir bæjarfélagið og fólk horfir til gamalla tíma og vill fá aftur sinn sjávarútveg. En við finnum samt að það er breytt hljóð í heimamönnum, þau sjá að það er fullt annað hægt að gera en að vera með fiskvinnslu og við höfum náð að snúa við viðhorfi fólks og fengið það til að horfa til framtíðarinnar. Við berum auðvitað virðingu fyrir sögunni og við breyttum húsinu eins lítið og við gátum, við héldum til að mynda í gömlu flísarnar hér í húsinu. Við vorum með opið hús síðastliðinn föstudag þar sem við vorum með svokallað minningarhorn, þar  hengdum við upp myndir frá gamla tímanum og það fylltist húsið af gömlu starfsfólki sem var að skoða starfsemina. Ef við gerum þetta með þessum hætti þá eru meiri líkur á að maður fái fólk með sér í lið, sem skiptir auðvitað miklu máli,“ segir Valdís að lokum.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Veiktist í kjölfar morðhótana:„Ekki lengur óttalausa stúlkan með sterku röddina“
4
Viðtal

Veikt­ist í kjöl­far morð­hót­ana:„Ekki leng­ur ótta­lausa stúlk­an með sterku rödd­ina“

Najmo Fiya­sko Finn­boga­dótt­ir, ís­lensk-sómölsk bar­áttu­kona og fyrr­ver­andi sam­fé­lags­miðla­stjarna, hef­ur í kjöl­far ótal morð­hót­ana dreg­ið sig í hlé frá bar­átt­unni fyr­ir bætt­um rétt­ind­um stúlkna og kvenna í Sómal­íu. Najmo býr nú í Sómal­íu það­an sem hún flúði 13 ára göm­ul. Hún seg­ir að langvar­andi streita af völd­um ótta við hót­an­irn­ar hafi á end­an­um brot­ið hana nið­ur. „Ég tap­aði átt­um og vildi bara kom­ast heim til mömmu.“
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
5
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
2
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
4
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Júlía Margrét Alexandersdóttir
6
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár