Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Um 100 manns nýta yfirgefið fiskvinnsluhús til nýsköpunar

Eft­ir að fisk­vinnsla lagð­ist af á Breið­inni á Akra­nesi þurfti að finna nýtt hlut­verk fyr­ir stórt hús­næði sem þar er stað­sett. Fyr­ir þrem­ur ár­um var því breytt í ný­sköp­un­ar­set­ur og ið­ar nú af lifi og hug­mynd­um.

Um 100 manns nýta yfirgefið fiskvinnsluhús til nýsköpunar
Margskonar aðstaða Í húsnæðinu eru samvinnurými í takt við störf án staðsetningar þar sem einstaklingar leigja sér skrifborð, auk sameiginlegra fundarherbergja og svokölluð fljótandi skrifborð fyrir þá sem eru í rannsóknarvinnu. Mynd: Aðsend

Það iðar allt af lífi og fjöri í nýsköpunarsetri sem staðsett er á svæði sem nefnt er Breiðin á Akranesi. Þar stunda á annað hundrað einstaklingar rannsóknir og vinnu sína og sýna heimamönnum að lífið getur snúist um meira en fiskvinnslu. Það var Breið þróunarfélag sem kom setrinu á fót, en þróunarfélagið var stofnað sumarið 2020 af Brim hf. og Akraneskaupstað. Brim hf., sem hét áður HB Grandi, hafði verið með mikla starfsemi á Breiðinni á Akranesi, var með fiskvinnsluhúsnæði og töluverða vinnslu sem lagðist af árið 2018. Eftir stóð stórt húsnæði og miklar lóðir og fannst forsvarsfólki Brim hf. þau bera ábyrgð á að skilja ekki of stórt skarð eftir sig í samfélaginu, en á þriðja hundrað störf töpuðust er vinnslan var lögð niður. 

Að sögn Valdísar Fjölnisdóttur, framkvæmdastjóra Breiðar þróunarfélags, var farið í hugmyndasamkeppni um hvað hægt væri að gera við svæðið ásamt því að breyta fiskvinnsluhúsnæðinu í nýsköpunarsetur. „Það gekk ótrúlega vel, og á um þremur árum vorum við komin með um 100 manns í húsið. Þar er mjög fjölbreytt starfsemi, þetta eru helst frumkvöðlar og ýmis nýsköpunarstarfsemi en svo er einnig hefðbundin starfsemi hjá okkur, KPMG er til dæmis hér hjá okkur. Svo erum við með samvinnurými í takt við störf án staðsetningar þar sem einstaklingar leigja sér skrifborð, auk sameiginlegra fundarherbergja og svokölluð fljótandi skrifborð fyrir þá sem eru í rannsóknarvinnu. Hér er líka eldhúsaðstaða og það myndast ákveðinn kjarni, félagslega er þetta mjög sterk og skemmtileg blanda því það er svo fjölbreytt flóra af starfsemi í húsinu,“ segir Valdís. 

Ekki of langt frá höfuðborgarsvæðinu

Valdís segir að fyrir tveimur árum hafi svo aftur verið farið í hugmyndasamkeppni og þar vann tillaga frá Nordic arkitektum og er í undirbúningi nú að vinna deiliskipulag varðandi þá hugmynd. Um er að ræða blandaða byggð, íbúðir, atvinnustarfsemi og hótel og lögð er áhersla á sjálfbærni, umhverfismál og nýsköpun hvað varðar atvinnustarfsemina.

Valdís segir að rýmið í nýsköpunarsetrinu sé nánast fullbókað, en það sé þó smá pláss í viðbót fyrir þá sem hafa áhuga. „Viðtökurnar hafa verið frábærar og við fundum að það var mikil eftirspurn eftir svona vettvangi. Við erum ekki of langt frá höfuðborgarsvæðinu, sem getur verið kostir og gallar, en við sáum að marga vantaði stað fyrir sína vinnu. Við stofnuðum líka Breið líftæknismiðju, fyrir aðila sem þurfa rými fyrir plássfrekari rannsóknir og vinnslusvæði fyrir sína starfsemi. Þangað geta aðilar komið í styttri eða lengri tíma og fengið afnot af tækjum hjá okkur og þurfa þá ekki sjálf að fjárfesta í stærri tækjum upp á rannsókn sem þeir vita ekki hvort fari lengra eða ekki,“ segir Valdís. 

Ný nýtingGísli Gíslason, stjórnarformaður Breið þróunarfélags, og Valdís Fjölnisdóttir framkvæmdastjóri.

Að sögn Valdísar eru þeir sem vinna í samvinnurýmunum fyrst og fremst heimamenn sem vinna fjarvinnu frá fyrirtækjum úr Reykjavík. „Svo eru fyrirtæki sem vinna að rannsóknum eins og Running Tide, sem eru með loftslags- og þararannsóknir. Þeir keyra oft frá bænum, en það er ekki mikið úrval af rýmum eins og þau þurfa á höfuðborgarsvæðinu. Það eru svokölluð blautrými, sem eru rými þar sem þú getur spúlað á eftir þér, þar sem þú ert t.d. að vinna með sjávarþang, þara, ensím og í alls kyns rannsóknum,“ segir Valdís.

Mikil áhrif á nærsamfélagið

Valdís segir að svona aðstaða hafi gríðarleg áhrif á nærsamfélagið og segir hún að þau hjá Breið fái margar heimsóknir alls staðar að, fólk sem leiti ráða hjá þeim og hafi áhuga á að sjá hvað sé að virka og hvað ekki. 

„það var erfitt þegar fjöldi manns missti vinnuna skyndilega þegar fiskvinnslan var lögð niður á sínum tíma. Það var áfall fyrir bæjarfélagið og fólk horfir til gamalla tíma og vill fá aftur sinn sjávarútveg“
Valdís Fjölnisdóttir

Hún segir að það sé gaman að sjá að sams konar nýsköpunarsetur hafi sprottið upp víða um land og að upplagt væri að hefja eitthvert samstarf milli landshluta. „Við erum líka með FabLab smiðju hér sem er mikið sótt af heimafólki, þá bæði eldra fólk og börn úr skólunum. Fólki finnst gaman að sjá starfsemina og kraftinn hér, en það var erfitt þegar fjöldi manns missti vinnuna skyndilega þegar fiskvinnslan var lögð niður á sínum tíma. Það var áfall fyrir bæjarfélagið og fólk horfir til gamalla tíma og vill fá aftur sinn sjávarútveg. En við finnum samt að það er breytt hljóð í heimamönnum, þau sjá að það er fullt annað hægt að gera en að vera með fiskvinnslu og við höfum náð að snúa við viðhorfi fólks og fengið það til að horfa til framtíðarinnar. Við berum auðvitað virðingu fyrir sögunni og við breyttum húsinu eins lítið og við gátum, við héldum til að mynda í gömlu flísarnar hér í húsinu. Við vorum með opið hús síðastliðinn föstudag þar sem við vorum með svokallað minningarhorn, þar  hengdum við upp myndir frá gamla tímanum og það fylltist húsið af gömlu starfsfólki sem var að skoða starfsemina. Ef við gerum þetta með þessum hætti þá eru meiri líkur á að maður fái fólk með sér í lið, sem skiptir auðvitað miklu máli,“ segir Valdís að lokum.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
3
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.
Morðingi hylltur sem alþýðuhetja:  „Viðbrögðin líkjast uppreisn“
4
Greining

Morð­ingi hyllt­ur sem al­þýðu­hetja: „Við­brögð­in líkj­ast upp­reisn“

Við­brögð al­menn­ings við svip­legu morði á for­stjóra eins stærsta sjúkra­trygg­inga­fé­lags Banda­ríkj­anna hafa kom­ið mörg­um á óvart og hrund­ið af stað mik­illi um­ræðu þar í landi. Sveinn Máni Jó­hann­es­son, nýdoktor í sagn­fræði við Há­skóla Ís­lands, seg­ir árás­ina tala inn í djúp­stæða gremju sem marg­ir Banda­ríkja­menn finna til gagn­vart heil­brigðis­kerf­inu og vinnu­brögð­um einka­rek­inna sjúkra­trygg­inga­fé­laga. Óljóst er hins veg­ar hverju þessi um­ræða muni skila.
Secret Recording Exposes Political Deals Behind Iceland’s Whaling Licenses
6
English

Secret Record­ing Exposes Political Deals Behind Ice­land’s Whal­ing Licens­es

Prime Mini­ster Bjarni Bene­dikts­son has gran­ted whal­ing licens­es to two Icelandic whal­ing operati­ons. But secret record­ings of the son and bus­iness partner of a mem­ber of parlia­ment revea­led a political scheme behind the decisi­on, alle­ged­ly in­volving Bjarni tra­ding political favours that ensured that the MP’s close friend would recei­ve a whal­ing licen­se, even if political parties oppos­ing whal­ing were to take power.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
„Ég kalla þetta svítuna“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár