Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Þingið rannsaki framgöngu ráðherra í gjafagjörningi Haraldar

Þing­mað­ur Pírata sagði í um­ræð­um á Al­þingi í morg­un að ný tíð­indi af að­komu og fram­göngu tveggja ráð­herra að hálfs millj­arðs króna eft­ir­launa­hneyksli fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóra, væri nauð­syn­legt að rann­saka. Þing­inu bæri í raun skylda til þess.

Þingið rannsaki framgöngu ráðherra í gjafagjörningi Haraldar
Vill viðbrögð Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, tók málið upp á þingi í dag. Mynd: Heimildin

„Við verðum að kveikja ljósin og lofta út úr því reykfyllta bakherbergi sem málið hefur fengið að þróast í,“ sagði  Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, á alþingi í morgun og fór fram á að þingið rannsakaði framgöngu tveggja ráðherra, í tengslum við samkomulag Haraldar Johannessen, þáverandi ríkislögreglustjóra, við níu undirmenn sína. Þeir fólu í sér stórbætt lífeyrisréttindi.

„Í ljósi niðurstöðu hæstaréttar frá í mars síðastliðnum þar sem samkomulag þáverandi ríkislögreglustjóra var sagt ólögmætur gjafagjörningur, hlýtur þingið að þurfa að bregðast við.“

Að lágmarki 500 milljón króna kostnaður mun falla á ríkissjóð vegna þess, jafnvel þó Hæstiréttur hafi talið gjörning Haraldar ólögmætan örlætisgjörnings sem gerður hafi verið við útvalda undirmenn ríkislögreglustjórans.

„Í ljósi niðurstöðu hæstaréttar frá í mars síðastliðnum þar sem samkomulag þáverandi ríkislögreglustjóra var sagt ólögmætur gjafagjörningur, hlýtur þingið að þurfa að bregðast við,“ sagði Björn Leví.

Hann vísaði í ræðu sinni sérstaklega til þess hvernig Hæstiréttur tiltekur hlut tveggja ráðherra, sem ástæðu þess að samningar ríkislögreglustjóra skyldu standa, þrátt fyrir að þá hefði Haraldur Johannessen gert í heimildarleysi án samráðs. 

„Í niðurstöðu dómsins kemur skýrt fram að afstaða ráðherra, sem var þvert á mat ráðuneytisins, til heimildar þáverandi ríkislögreglustjóra, hafi verið til styrkja trú þeirra sem nutu ólögmæta gjafagjörningsins,“ sagði Björn og vitnaði orðrétt í dóm Hæstaréttar um yfirlýsingar ráðherrana sem hafi orðið til að „skuldbinda“ ríkið til að standa við samkomulagið. 

Í nýjasta tölublaði Heimildarinnar kemur fram að ráðherrunum var ítrekað bent á að samningarnir væru óeðlilegir, myndu hafa í för með sér gríðarlegan aukin kostnað fyrir ríkissjóð og væru ekki í samræmi við heimildir ríkislögreglustjóra. Yfirlýsingar fjármálaráðherrans þáverandi í umræðum um málið á Alþingi, þar sem hann sagði ráðuneyti hans hafa metið samningagerð Haraldar, innan heimilda.

Fjármálaráðherra fullyrti í ræðu sinni 24. febrúar 2020 að niðurstaða ráðuneytisins væri Haraldi Johannessen hafi verið heimilt að gera samning eins og þann sem hann gerði við níu undirmenn sína. Þremur vikum fyrr hafði þó embættismaður í ráðuneytinu komist að þveröfugri niðurstöðu og beint því til dómsmálaráðuneytis að skoða hvort afturkalla ætti samkomulagið.

Ekkert í þeim gögnum sem Heimildin fékk afhent úr fjármálaráðuneytinu, bendir til þess að ráðuneytið hafi gefið grænt ljós á heimildir Haraldar.

„En ég ætla að gefa mér að stjórnarmeirihlutinn hafi engan áhuga á því og gerist því samsekur í verkleysi sínu gagnvart því verkefni sínu að rannsaka þetta mál á heiðarlegan hátt.“

Hæstiréttur gerði athugasemdir við seinagang, ónákvæmar og ótímabærar yfirlýsingar Bjarna Benediktssonar, þáverandi fjármálaráðherra, og Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, þáverandi dómsmálaráðherra, um réttmæti samninganna, sem gerðir voru haustið 2019.

Björn Leví sagði að þetta mætti auðveldlega túlka þannig að ráðherrarnir hafi í raun tekið til sín ábyrgðina með því að leggja blessun sína yfir samkomulagið, sem embættismenn beggja ráðuneytanna komust að niðurstöðu um að væri þvert á móti, gert í heimildarleysi.

„Það tók ráðuneytið hálft ár að ríkislögreglustjóra var ekki heimilt að taka þessa ákvörðun, sem var svo gert að engu tæpum mánuði síðar af ráðherra sem blessaði þennan gjörning í ræðustól þingsins,“ sagði Björn Leví sem ræddi einnig þátt þáverandi dómsmálaráðherra í málinu, sem þrátt fyrir ábendingar og varnaðarorð um lögmæti samkomulagsins, fullyrt að Haraldur hefði verið með allt á þurru í málinu.

Í samtali við Heimildina hefur ráðherrann viðurkennt að það hafi ekki verið heppilegt að hún færi fram með slíka fullyrðingu, hafandi einungis orð Haraldar sjálfs fyrir henni. Hæstiréttur gagnrýnir það atriði og segir Áslaugu hafa verið í lófa lagið að leita annað eftir áliti, enda hafi hún haft til þess hátt í mánuð.

„Já ég hefði átt að gera það. Það er niðurstaða Hæstaréttar,“ sagði Áslaug í nýjasta tölublaði Heimildarinnar.

Björn Leví sagði framgöngu ráðherrana beggja annað af tvennu; dómgreindarskort eða spillingu.

„Og sá sem sér það ekki þarf að kynna sér hugtakið spilling betur, því að rökin fyrir því ættu að vera augljós öllum sem skoða málið," sagði Björn Leví og endurtók kröfu sína um að þingið tæki málið til rannsóknar; það væri þingsins að hafa eftirlit með framkvæmdavaldinu. Það væri beinlínis skylda þingsins.

„En ég ætla að gefa mér að stjórnarmeirihlutinn hafi engan áhuga á því og gerist því samsekur í verkleysi sínu gagnvart því verkefni sínu að rannsaka þetta mál á heiðarlegan hátt,“ sagði þingmaðurinn sem taldi ráðherrana hafa haft mörg ár til að sinna sínum skyldum en „klúðrað því ærlega."

Þetta er í annað sinn sem Píratar taka málið upp á Alþingi en fyrir tveimur vikum ræddi Þórhildur Sunna Ævarsdóttir málið við núverandi dómsmálaráðherra, og spurði hana hvort ekki væri ástæða til þess að rannsókn fari fram á embættisfærslum Haraldar, með tilliti til ákvæða laga um réttindi og skyldur embættismanna og ákvæða laga um brot í opinberu starfi.

Ráðherra sagði það ekki sitt að gera það og vísaði málinu á Héraðssaksóknara. Það hafa fleiri embætti og stofnanir raunar gert í samtali við Heimildina. Síðast þegar fréttist hafði þó Héraðssaksóknari málið ekki á sínu borði og á honum var að skilja að það yrði ekki rannsakað nema að fram kæmi beiðni eða kæra í málinu.

Kjósa
21
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Alltaf sama sagan; xD mafían gerir það sem henni sýnist og ver sína. Þjónustan er fyrst og fremst við mafíuna og meðlimi hennar ekki við þjóðina.
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Dýr skyldi Haraldur allur

Ráðherrum ítrekað bent á að gjöf Haraldar stæðist ekki skoðun
AfhjúpunDýr skyldi Haraldur allur

Ráð­herr­um ít­rek­að bent á að gjöf Har­ald­ar stæð­ist ekki skoð­un

Upp­lýs­ing­ar úr fjár­mála­ráðu­neyt­inu styðja ekki þá full­yrð­ingu Bjarna Bene­dikts­son­ar að ráðu­neyt­ið teldi rík­is­lög­reglu­stjóra hafa haft heim­ild til „út­færslu samn­inga“ sem sagð­ir eru gjafa­gjörn­ing­ar. Í ráðu­neyt­inu voru þvert á móti veru­leg­ar efa­semd­ir um að sam­komu­lag­ið stæð­ist. Ráðu­neyt­is­stjóri í dóms­mála­ráðu­neyt­inu og lög­reglu­stjór­ar töldu rétt að skoða hvort Har­ald­ur hefði brot­ið lög.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
AfhjúpunDýr skyldi Haraldur allur

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
5
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár