Af og til greina sjúklingar og aðstandendur sjúklinga opinberlega frá atvikum sem koma upp innan heilbrigðiskerfisins og eru sum alvarleg. Alma Möller, landlæknir segir að mönnunarskortur innan heilbrigðiskerfisins orsaki vítahring sem geti komið niður á gæðum meðferðar og öryggi sjúklinga. Engum blöðum sé um að fletta að mannekla komi niður á upplifun sjúklinga og hafi áhrif á starfsfólk sem sé alltaf að gera sitt besta. „En það er erfitt að vera settur í aðstæður þar sem of fátt fólk er að störfum og álag því alltof mikið.“
Ölmu þykir umræðan í samfélaginu stundum afar óvægin. „Læknar hafa kvartað undan henni. En þeir eru bundnir þagnarskyldu og geta því ekki mætt gagnrýni í einstökum málum. Þetta eru stundum mál sem við hjá embætti landlæknis gjörþekkjum. Þannig sjáum við að umræðan er oft mjög óvægin því að …
Athugasemdir