Alma Möller, landlæknir segir að hér ríki ójöfnuður í heilsu. Afleiðingarnar séu grafalvarlegar og því þurfi stjórnvöld og samfélagið allt að horfast í augu við þessa staðreynd. „Fólk sem býr við efnahagslegan skort glímir frekar við langvinna sjúkdóma sem geta dregið verulega úr lífsgæðum og stytt líf þeirra.“ Sú staðreynd að heilsa þeirra sem eru fátæk sé verri en annarra sé ekki aðeins úrlausnarefni heilbrigðiskerfisins. „Stjórnvöld verða að setja það á oddinn að ná fram jöfnuði og allt samfélagið þarf að leggjast á árarnar. Því ójöfnuður kemur okkur öllum við.“
„Fátæktin erfist nefnilega eins og áföll“
Alma segir að ef ekkert sé að gert muni sífellt fleiri börn alast upp við ójöfnuð. Fátækt í bernsku geti haft skaðleg áhrif á heilsu fólks út allt lífið. Það geti þýtt að í nálægri framtíð fjölgi ótímabærum dauðsföllum af völdum langvinnra sjúkdóma. Því sé mikilvægast að hlúa að …
Athugasemdir (1)