Öryggisráðstafanir æðstu stjórnenda landsins byggjast á áhættumati embættis ríkislögreglustjóra. Spurður hvort hann sé með „lífverði“ segir Bjarni Benediktsson forsætisráðherra að hann sé með „öryggisverði“. Þessir verðir, sem skipta með sér vöktum, hafa sést í návígi Bjarna en hann segir ekkert sérstakt tilefni þess að þeir fylgi honum nú: „Ekki svo ég viti til.“ Þá segist hann heldur ekkert hafa með þá ákvörðun að gera að öryggis hans sé gætt sérstaklega.
„Ég reyni að leiða þetta hjá mér“
Áhættumat embættis ríkislögreglustjóra byggir á „fyrirliggjandi upplýsingum sem koma víða að; af opnum miðlum, stjórnsýslu, lögreglu og einstaklingum. Út frá greiningu á þeim upplýsingum eru öryggisráðstafanir vegna öryggis ráðherra ríkisstjórnar Íslands ákveðnar og er vert að nefna að áhættumatið er í sífelldri endurskoðun“, segir í svari frá embættinu.
Með öryggisverði á köflum
Bjarni segist hafa „verið með öryggisverði á köflum“ og um hvort þessi gæsla veiti honum aukna öryggistilfinningu segir hann: „Ég reyni …
Merkilegt hvernig glimmermálið er notað til að réttlæta varnir gegn banvænum árásum. Ekkert nýtt gerðist samt með glimmerinu annað en það sem vitað varð að hægt væri að komast nægilega nærri ráðherra til dreifa yfir hann fullkomlega saklausu glimmeri. Það hefur alltaf verið hægt og augljóst frá því Helgi Hóseasson skvetti skyri á ráðherra og þingmenn á göngu frá dómkirkjunni í Alþingishúsið við þingsetningu. — Spurningin er hinsvegar hvort einhver hefði hug á að komast nærri ráðherra með eitthvað hættilegra en skyr eða glimmer. Aðeins þá væri tilefni til breyttra öryggisráðstafanna. Einhver óttast bersýnilega að svo sé.