Blessing, Mary og Esther sem eru þolendur mansals, sóttu um dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum á árunum 2018 til 2020. Blessing kom fyrst og hefur því dvalið hér á landi í sex ár. Síðastliðinn föstudag voru þær handteknar og um kvöldið úrskurðaðar í gæsluvarðhald. Síðan þá hafa þær verið í fangelsinu á Hólmsheiði.
Heimildin hitti Þorgerði Jörundsdóttur og Guðrúnu Árnadóttur síðdegis en þær hafa um árabil kennt útlendingum, íslensku. Blessing, Mary og Esther höfðu verið nemendur þeirra í nokkur ár og tókst með konunum fimm góður vinskapur.
Þegar Heimildin hitti Þorgerði og Guðrúnu á kaffihúsi síðdegis voru þær að bíða eftir símtali frá Blessing, Mary og Esther.
„Við erum mjög slegnar, það á að senda þær úr landi í kvöld. Við fáum ekki einu sinni að kveðja þær almennilega,“ sagði Guðrún …
https://heimildin.is/frett/adallogfraedingur-logreglunnar-sakadur-um-dreifing/