„Finnst ég vera að heyja dauðastríð“

Níg­er­ísku kon­urn­ar þrjár sem flúðu til Ís­lands und­an man­sali fyr­ir nokkr­um ár­um verða send­ar úr landi í kvöld. Þær eru í fang­els­inu á Hólms­heiði og ræddu við Heim­ild­ina í síma síð­deg­is. Ein kvenn­anna er al­var­lega veik og seg­ist líða eins og hún sé að heyja dauða­stríð. Þær segja að lækn­ir verði með í för þeg­ar þær verða flutt­ar úr landi. „Lækn­ir á að sjá til þess að hún andi út fyr­ir loft­helgi Ís­lands,“ seg­ir ís­lensk vin­kona kvenn­anna þriggja.

„Finnst ég vera að heyja dauðastríð“
Esther, Blessing og Mary verða að óbreyttu sendar úr landi í kvöld. Blessing hefur verið á Íslandi í sex ár. Mynd: Margrét Marteinsdóttir

Blessing, Mary og Esther sem eru þolendur mansals, sóttu um dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum á árunum 2018 til 2020. Blessing kom fyrst og hefur því dvalið hér á landi í sex ár. Síðastliðinn föstudag voru þær handteknar og um kvöldið úrskurðaðar í gæsluvarðhald. Síðan þá hafa þær verið í fangelsinu á Hólmsheiði. 

Heimildin hitti Þorgerði Jörundsdóttur og Guðrúnu Árnadóttur síðdegis en þær hafa um árabil kennt útlendingum, íslensku. Blessing, Mary og Esther höfðu verið nemendur þeirra í nokkur ár og tókst með konunum fimm góður vinskapur.

Fáum ekki að kveðja þær almennilega segja Þorgerður og Guðrún sem kvöddu Mary, Blessing og Esther í síma síðdegis.


Þegar Heimildin hitti Þorgerði og Guðrúnu á kaffihúsi síðdegis voru þær að bíða eftir símtali frá Blessing, Mary og Esther. 
„Við erum mjög slegnar, það á að senda þær úr landi í kvöld. Við fáum ekki einu sinni að kveðja þær almennilega,“ sagði Guðrún …

Kjósa
21
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Gígja Svavarsdóttir skrifaði
    Manneskjan sem sá um að henda þessum konum úr landi er sk. sérfræðingur í mansalsmálum og ráðin til þess til lögreglunnar. Lesið og dreifið!
    https://heimildin.is/frett/adallogfraedingur-logreglunnar-sakadur-um-dreifing/
    1
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Illmennska!
    3
    • Gígja Svavarsdóttir skrifaði
      https://heimildin.is/frett/adallogfraedingur-logreglunnar-sakadur-um-dreifing/
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Vilja einfalda lífið
6
Viðtal

Vilja ein­falda líf­ið

Þrjár vin­kon­ur norð­an heiða eru vel á veg komn­ar með hug­mynd um að hanna flík­ur sem gagn­ast börn­um og fólki með skynúr­vinnslu­vanda. Þær hafa stofn­að fyr­ir­tæk­ið Skyn­ró og fengu ný­lega styrk sem hjálp­ar þeim að hefjast handa hvað hönn­un­ina varð­ar. Hug­mynd þeirra hef­ur vak­ið mikla at­hygli í sam­fé­lag­inu norð­an heiða og segj­ast þær stöll­ur vilja ein­falda líf­ið fyr­ir fólk því það sé nú þeg­ar nógu flók­ið.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár