Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Spurningaþraut Illuga 14. júní 2024 — Hver er fiskurinn? og 16 aðrar spurningar

Hér geta les­end­ur spreytt sig á spurn­inga­þraut Ill­uga Jök­uls­son­ar sem birt­ist í tölu­blaði Heim­ild­ar­inn­ar 14. júní.

Spurningaþraut Illuga 14. júní 2024 — Hver er fiskurinn? og 16 aðrar spurningar
Fyrri mynd: Hvaða fiskur er þetta?

Seinni mynd:

Í hvaða teiknimyndasögum kemur þessi sköruglega kona stundum við sögu?

Almennar spurningar:

  1. Hver er næststærsta reikistjarnan í sólkerfinu?
  2. Skoski lögfræðingurinn Fiona Harvey komst nýlega í sviðsljósið vegna sjónvarpsþátta þar sem hún var sögð fyrirmynd einnar persónu. Hvaða sjónvarpsþátta?
  3. Ungur að árum heillaðist Adolf Hitler sérstaklega af verkum hvaða tónskálds?
  4. Í trúarbrögðum hvaða fornþjóðar var nautið Apis mikilvægt?
  5. Leikkona ein kom fyrst fram á sjónarsviðið 1950 aðeins 15 ára gömul í leikritinu Aumingja Hanna. Hún er enn að og heitir ...?
  6. Hvaða ríki sendi fyrst konu út í geiminn?
  7. Hofið Pantheon í Rómaborg er helgað ... hvaða guði eða guðum?
  8. Fyrir mánuði vann íslenska karlalandsliðið í handbolta það afrek að skora 50 mörk í leik gegn ... hvaða þjóð?
  9. Hvað er aðalefnið í bjór?
  10. Hvað heitir stærsta fyrirtæki heims sem framleiðir matvæli af hvaða tagi sem er?
  11. Milli hvaða fjarða er Tröllaskagi?
  12. Hvað er fjölmennasta ríki heims sem hefur ekki sérstaka skráða stjórnarskrá?
  13. Hvaða íslenska alheimsfegurðardrottning lét síðar að sér kveða sem lögfræðingur?
  14. Í hvaða borg bjó rithöfundurinn Franz Kafka lengst af?
  15. Tabasco-sósa er kennd við fylki í hvaða landi?


Svör við myndaspurningum:
Fiskurinn er karfi. Konan (Vaíla Veinólína) birtist í sögunum um Tinna.

Svör við almennum spurningum:
1.  Satúrnus.  —  2.  Baby Reindeer.  —  3.  Wagners.  —  4.  Egifta.  —  5.  Kristbjörg Kjeld.  —  6.  Sovétríkin. Rússland er ekki rétt.  —  7.  Öllum guðum.  —  8.  Eistum.  —  9.  Vatn.  —  10.  Nestlé.  —  11.  Skagafjarðar og Eyjafjarðar.  —  12.  Bretland.  —  13.  Unnur Birna.  —  14.  Prag.  —  15.  Mexíkó.
Kjósa
36
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu