Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Spurningaþraut Illuga 14. júní 2024 — Hver er fiskurinn? og 16 aðrar spurningar

Hér geta les­end­ur spreytt sig á spurn­inga­þraut Ill­uga Jök­uls­son­ar sem birt­ist í tölu­blaði Heim­ild­ar­inn­ar 14. júní.

Spurningaþraut Illuga 14. júní 2024 — Hver er fiskurinn? og 16 aðrar spurningar
Fyrri mynd: Hvaða fiskur er þetta?

Seinni mynd:

Í hvaða teiknimyndasögum kemur þessi sköruglega kona stundum við sögu?

Almennar spurningar:

  1. Hver er næststærsta reikistjarnan í sólkerfinu?
  2. Skoski lögfræðingurinn Fiona Harvey komst nýlega í sviðsljósið vegna sjónvarpsþátta þar sem hún var sögð fyrirmynd einnar persónu. Hvaða sjónvarpsþátta?
  3. Ungur að árum heillaðist Adolf Hitler sérstaklega af verkum hvaða tónskálds?
  4. Í trúarbrögðum hvaða fornþjóðar var nautið Apis mikilvægt?
  5. Leikkona ein kom fyrst fram á sjónarsviðið 1950 aðeins 15 ára gömul í leikritinu Aumingja Hanna. Hún er enn að og heitir ...?
  6. Hvaða ríki sendi fyrst konu út í geiminn?
  7. Hofið Pantheon í Rómaborg er helgað ... hvaða guði eða guðum?
  8. Fyrir mánuði vann íslenska karlalandsliðið í handbolta það afrek að skora 50 mörk í leik gegn ... hvaða þjóð?
  9. Hvað er aðalefnið í bjór?
  10. Hvað heitir stærsta fyrirtæki heims sem framleiðir matvæli af hvaða tagi sem er?
  11. Milli hvaða fjarða er Tröllaskagi?
  12. Hvað er fjölmennasta ríki heims sem hefur ekki sérstaka skráða stjórnarskrá?
  13. Hvaða íslenska alheimsfegurðardrottning lét síðar að sér kveða sem lögfræðingur?
  14. Í hvaða borg bjó rithöfundurinn Franz Kafka lengst af?
  15. Tabasco-sósa er kennd við fylki í hvaða landi?


Svör við myndaspurningum:
Fiskurinn er karfi. Konan (Vaíla Veinólína) birtist í sögunum um Tinna.

Svör við almennum spurningum:
1.  Satúrnus.  —  2.  Baby Reindeer.  —  3.  Wagners.  —  4.  Egifta.  —  5.  Kristbjörg Kjeld.  —  6.  Sovétríkin. Rússland er ekki rétt.  —  7.  Öllum guðum.  —  8.  Eistum.  —  9.  Vatn.  —  10.  Nestlé.  —  11.  Skagafjarðar og Eyjafjarðar.  —  12.  Bretland.  —  13.  Unnur Birna.  —  14.  Prag.  —  15.  Mexíkó.
Kjósa
36
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vaxandi hætta á kreppuverðbólgu
6
GreiningHvað gerist árið 2026?

Vax­andi hætta á kreppu­verð­bólgu

Vax­andi lík­ur eru á að at­vinnu­leysi og há verð­bólga fari sam­an og þá duga hefð­bund­in tól efna­hags­stjórn­ar illa. Heims­hag­kerf­ið held­ur áfram að ger­breyt­ast og að­lag­ast nýrri, sí­breyti­legri en óljósri um­gjörð. Þjóð­ar­auð­lind­ir ná­granna okk­ar og jafn­vel okk­ar eig­in gætu ver­ið í hættu þeg­ar ris­inn í vestri ásæl­ist æ meiri auðævi á með­an um­hverf­is­mál­in verða auka­at­riði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár