Hópur um 300 bandarískra nemenda hélt mótmæli á skólalóð háskóla síns og kröfðust þess að endir yrði bundinn á ógeðfellt árásarstríð. Þungvopnuð fylking þjóðvarðliða var kölluð út til að leysa upp mótmælin, enda voru nemendurnir sekir um óbandaríska hegðun, skemmdarverk og að trufla gang menntastofnunarinnar að mati ríkisstjórans Jim Rhodes. Táragasi var beint að nemendum sem fleygðu steinum til baka. Þegar ekki tókst að leysa mótmælin upp hófu þjóðvarðliðarnir skipulagt að hörfa, en í töluverðri fjarlægð frá mótmælendum snéru þeir sér skyndilega við sem ein fylking, munduðu skotvopn sín og miðuðu þeim á nemendurna.
Einhverjir nemendurnir hlógu þar sem þeir trúðu því ekki að hermenn myndu skjóta á sig vegna mótmæla, slíkt væri jú yfirgengileg aðför að þeirra lýðræðislega rétti til tjáningar. Það gæti einfaldlega ekki gerst. Alls 67 byssuskotum síðar, kúlnahríð sem stóð yfir í 13 sekúndur, lágu fjórir nemendur látnir á skólalóðinni. Níu aðrir voru særðir og einn …
Athugasemdir (1)