Landskjörstjórn hefur úrskurðað að framboð Viktors Traustasonar til embættis forseta Íslands sé gild. Þetta var tilkynnt fyrir stundu.
Eftir að úrskurðarnefnd kosningamála úrskurðaði að Viktori Traustasyni bæri að fá frest til að bæta úr ágöllum á meðmælalistum sínum veitti landskjörstjórn honum 23 tíma frest til þess að bæta úr þeim og rann sá frestur út klukkan 15 í dag. .
Landskjörstjórn hefur á ný kannað þau meðmæli sem fylgdu framboði Viktors ásamt þeim lagfæringum sem gerðar voru á þeim auk þeirra meðmæla sem síðar bættust við eftir að meðmælasöfnun var opnuð að nýju á Ísland.is.
Eftir þá yfirferð hefur landskjörstjórn úrskurðað framboð Viktors Traustasonar til kjörs forseta Íslands gilt. Hann bætist því við hóp þeirra ellefu sem áður var tilkynnt um að væru með gilt framboð
Í kjöri til forsetaembættisins eru:
-
Arnar Þór Jónsson, Hegranesi 31, Garðabæ,
-
Ásdís Rán Gunnarsdóttir, Trönuhjalla 17, Kópavogi,
-
Ástþór Magnússon Wium, Bretlandi, dvalarstaður Vogaseli 1, Reykjavík,
-
Baldur Þórhallsson, Starhaga 5, Reykjavík,
-
Eiríkur Ingi Jóhannsson, Hraunbæ 82, Reykjavík,
-
Halla Hrund Logadóttir, Snælandi 4, Reykjavík,
-
Halla Tómasdóttir, Klapparstíg 17, Reykjavík,
-
Helga Þórisdóttir, Grundarlandi 22, Reykjavík,
-
Jón Gnarr, Marargötu 4, Reykjavík,
-
Katrín Jakobsdóttir, Dunhaga 17, Reykjavík,
-
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Suðurgötu 4, Reykjavík,
-
Viktor Traustason, Markarflöt 2, Garðabæ.
Athugasemdir