Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Vinnslustöðin seldi makrílkvóta frá Eyjum

Vinnslu­stöð­in í Vest­manna­eyj­um seldi mak­ríl­kvóta í fyrra til að fjár­magna kaup á tveim­ur út­gerð­ar- og fisk­vinnslu­fyr­ir­tækj­um. Hluti kvót­ans fór til Brims í Reykja­vík. Deil­ur um yf­ir­ráð­in yf­ir VInnslu­stöð­inni hafa snú­ist um að halda eign­ar­hald­inu og kvót­an­um í Eyj­um.

Vinnslustöðin seldi makrílkvóta frá Eyjum
Staðfestir sölu á kvóta Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, eða Binni eins og hann er alltaf kallaður, staðfestir að Vinnslustöðin hafi selt makrílkvóta í fyrra. Salan var til að fjármagna kaupin á tveimur útvegs- og fiskvinnslufyrirtækjum. Mynd: mbl / Óskar Pétur Friðriksson

Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum seldi makrílkvóta frá Eyjum á fyrri helmingi síðasta árs í fyrra til að fjármagna kaupin á útvegs- og fiskvinnslufyrirtækjunum Ósi ehf. og Leo Seafood ehf. Um var að ræða meira en 2.000 tonna makrílkvóta sem seldur var til útgerðarfélaganna Brims í Reykjavík og Ísfélagsins í Vestmannaeyjum. Forstjóri Vinnslustöðvarinnar, Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, eða Binni eins og hann er ávallt kallaður, staðfestir að félagið hafi selt makrílkvóta í fyrra til að fjármagna kaup á öðrum útgerðarfélögum. „Jú. Við seldum makrílkvóta til að ráða við kaupin á Ós og Leó,“ segir hann í sms-skilaboðum. 

Sigurgeir Brynjar vill ekki greina frá nákvæmu magni þess kvóta sem Vinnslustöðin seldi en segir aðspurður að um hafi verið minna en þau 2.600 tonn sem Heimildin spurði hann um. Blaðið spurði hann einnig að því hvort kaupverðið hafi verið 2,5 milljarðar króna en forstjórinn segir þær upplýsingar háðar trúnaði. „Magnið var minna en verð …

Kjósa
15
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kári Jónsson skrifaði
    Allt vitiborið fólk sér og skilur að helsta fjöregg þjóðarinnar sjávar-auðlind og nýtingarréttur getur ekki gengið kaupum og sölum á milli nokkurra fjölskyldna. Stjórnmálafólk allra flokka verður að leysa þessa bullþvælu, það er best gert með nýrri fiskveiðistjórn sem tryggir nýliðun í útgerð, tryggir hæstaverð á fiski upp úr sjó á hverjum degi. Í núverandi lögum um stjórn fiskveiða er ENGINN skaðabótarréttur, enda lögin skýr aflaheimildir mynda ekki eignarrétt, óbreyttur almenningur myndi ekki taka eftir því þó skipt væri úr kvótakerfi yfir í DAGA-kerfi fyrir hvern skipa/bátaflokk 1.sept. 2024, viðmiðið væri sóknargeta flotans í kvótakerfinu síðastliðin 30ár-frjálsar-handfæraveiðar óháð annarri fiskveiðistjórn og allur fiskur seldur á fiskmarkaði. Til að stækka fiskistofna þarf að veiða meira, hvar er humarinn,innfjarðarækjan,skötuselurinn eftir kvótasetningu þessara fiskistofna ? Þeir eru útrýmdir að mestu leyti eftir 40ára kvótakerfi. Með DAGA-kerfi er hvatanum til brottkasts snúið við útgerð/sjómenn verða að hámarka verðmæti hvers sóknardags. framhjálöndun og ísprufusvindl heyrir sögunni til og smábáta-útgerð verður lífæð fyrir sjávarbyggðir sem hafa glatað nýtingarrétti sínum síðastliðin 30ár til nokkurra fjölskyldna. Ég er félagi í Sósíalistaflokknum.
    1
  • Kristbjörn Árnason skrifaði
    Eg held að þessum aðilum séu innst sama um þessa heimabyggð sína. Þeirra hugur er fastur í allt öðru. En það er auðvitað gott til heimabrúks að halda heimahags-kærleikanum á lofti við hvert tækifæri. Séerstaklega á sólardögum.
    5
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ungfrú Ísland Teen, útlitsstaðlar og tíðarandi fegurðarsamkeppna
5
Samantekt

Ung­frú Ís­land Teen, út­lits­staðl­ar og tíð­ar­andi feg­urð­ar­sam­keppna

Feg­urð­ar­sam­keppn­in Ung­frú Ís­land Teen hef­ur hlot­ið um­deilda at­hygli ný­lega. En í ár er í fyrsta sinn keppt í ung­linga­flokki. Sól­rún Ósk Lár­us­dótt­ir sál­fræð­ing­ur tel­ur mik­il­vægt að ýta und­ir aðra þætti fólks en út­lit. Nanna Hlín Hall­dórs­dótt­ir heim­spek­ing­ur seg­ir feg­urð­ar­sam­keppn­ina mögu­lega birt­ing­ar­mynd um bak­slag í jafn­rétt­is­mál­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
1
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár