Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Ástir kvenna er grunnurinn

Ingi­leif Frið­riks­dótt­ir á von á fyrstu skáld­sögu sinni úr prent­un sem heit­ir Ljós­brot og kem­ur út þann 18. maí. Bók­in, sem fjall­ar um ást­ir kvenna og for­setafram­boð, er furðu for­spá varð­andi ný­lega um­ræðu um Bald­ur for­setafram­bjóð­anda.

Það er svo fyndið að gera eitthvað svona og svo verður það að veruleika og þá er maður bara: Ó, sjitt!segir Ingileif sem hefur starfað við fjölmiðla og framleiðslu en er nú að gefa út sína fyrstu skáldsögu: Ljósbrot.

 Skáldsagan hverfist um ástir kvenna og líka forsetakosningar. Ingileif hafði þó ekki hugmynd um að þær væru á næsta leiti þegar hún skrifaði bókina sem er eins grípandi og hún er fersk.

Sagan er flétta tveggja sagna en báðar sögurnar fjalla um ást á milli tveggja kvenna. Og það er bara til rosalega lítið af svona bókmenntum á íslensku. Það eru alveg til íslenskar bækur þar sem koma fyrir einhver svona sambönd. En það eru þá helst glæpasögur og þetta þá smá aukaatriði. En ég veit ekki til þess að það séu margar bækur þar sem ástir kvenna er grunnurinn í sögunni.

Úr eigin upplifunum og annarra …

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár