Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Ójöfnuður kemur okkur öllum við

Alma Möller land­lækn­ir seg­ir að stjórn­völd og sam­fé­lag­ið allt þurfi að horf­ast í augu við að hér ríki ójöfn­uð­ur í heilsu. Rann­sókn­ir sýna að lífs­gæði og lífs­lík­ur þeirra sem búa við efna­hags­leg­an skort eru minni en þeirra sem ná vel end­um sam­an. Alma seg­ir mik­il­væg­ast að hlúa að börn­um sem al­ist upp í fá­tækt. „Því ef fólk fær vont start í líf­inu þá á það sér kannski ekki við­reisn­ar von.“

Ójöfnuður kemur okkur öllum við

Við höldum kannski að það sé jöfnuður í heilsu á Íslandi, segir Alma Dagbjört Möller landlæknir en svo er því miður ekki, bætir hún við. Yfirvöld og samfélagið allt þurfi að hjálpast að við að bæta aðstæður þeirra sem minnst beri úr býtum því afleiðingar ójöfnuðar séu grafalvarlegar. „Fólk sem býr við efnahagslegan skort glímir frekar við langvinna sjúkdóma sem geta dregið verulega úr lífsgæðum og stytt líf þeirra.“ 

Sú staðreynd að heilsa þeirra sem eru fátæk sé verri en annarra sé ekki aðeins úrlausnarefni heilbrigðiskerfisins. „Stjórnvöld verða að setja það á oddinn að ná fram jöfnuði og allt samfélagið þarf að leggjast á árarnar. Því ójöfnuður kemur okkur öllum við.“    

Ef ekkert sé að gert muni sífellt fleiri börn alast upp við ójöfnuð. Fátækt í bernsku geti haft skaðleg áhrif á heilsu fólks út allt lífið. Það geti þýtt að í nálægri framtíð fjölgi ótímabærum dauðsföllum af völdum …

Kjósa
22
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sveinn Ingólfsson skrifaði
    Mjög góð grein og gott viðtal. Það sem fram kemur í greininni um fátækt og heilsu (og hamingju í lífinu) hljóta allir að vita en því miður virðast stjórnmálamenn ekki vita það. Auðvita vita þeir það en þeim er bara alveg sama. Þeir virðast margir hugsa eingöngu um eigin hag og einhverja vildarvina sem þá gjalda þeim til baka. Ísland er mikið ríkara af náttúruauðlindum en t.d. Danmörk en samt er hagur neðsta tekjuhópins þar mun betri en hér. Þetta vita auðvita stjórnmálamenn en eins og Styrmir ritstjóri sagði er þetta (að ýmsu leyti) ógeðslegt þjóðfélag og Styrmir þekkti þjóðfélagið betur en flestir aðrir. Hér er mikilla breytinga þörf en ég sé ekki fram á að neitt muni breytast. Því miður verður þetta svona áfram.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár