Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Landsvirkjun hækkar arðgreiðslu sína um tíu milljarða eftir umleitan ráðherra

Fyrr­ver­andi odd­viti Fram­sókn­ar­flokks­ins í Fjarð­ar­byggð er nú orð­inn stjórn­ar­formað­ur Lands­virkj­unn­ar. Formað­ur þess flokks tók við fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu, sem held­ur á eign­ar­hlut rík­is­ins í fyr­ir­tæk­inu, fyrr í þess­um mán­uði.

Landsvirkjun hækkar arðgreiðslu sína um tíu milljarða eftir umleitan ráðherra
Meira fé í sjóðinn Sigurður Ingi Jóhannsson er fjármála- og efnahagsráðherra. Stjórn Landsvirkjunar ákvað að hækka arðgreiðslu til ríkissjóðs úr 20 í 30 milljarða króna eftir að ráðherrann bað um það. Mynd: Golli

Stjórn Landsvirkjunar hefur ákveðið að hækka arðgreiðslu sína til ríkissjóðs vegna síðasta árs úr 20 í 30 milljarða króna. Í tilkynningu kemur fram að stjórnin hafi tekið þessa ákvörðun eftir umleitan Sigurðar Inga Jóhannssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, í „ljósi þess að árið 2023 var besta rekstrarár í tæplega 60 ára sögu Landsvirkjunar. Fjárhagsstaða fyrirtækisins er því góð, auk þess sem hækkunin rúmast innan arðgreiðslustefnu Landsvirkjunar. 

Þar kemur einnig fram að breytingar hafi orðið á stjórn Landsvirkjunar, en Jónas Þór Guðmundsson, sem verið hefur stjórnarformaður fyrirtækisins í áratug, er nú farinn úr stjórn. Í hans stað kemur Jens Garðar Helgason, aðstoðarforstjóri Fiskeldis Austfjarða hf. og Laxa fiskeldis hf., og fyrrverandi formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, inn í stjórnina og Jón Björn Hákonarson, fyrrverandi varaformaður stjórnar, tekur við sem stjórnarformaður. Jón Björn var áður bæjarstjóri Fjarðarbyggðar en hann var oddviti Framsóknarflokksins í sveitarfélaginu. 

Fráfarandi formaður, Jónas Þór, hefur verið náinn samstarfsmaður Bjarna Benediktssonar á meðan að hann sat í fjármála- og efnahagsráðuneytinu í áratug. Hann var einnig formaður Kjararáðs á sínum tíma og sat þar sem fulltrúi Sjálfstæðisflokks. Breytingin á stjórnarformennsku, þar sem fulltrúi Framsóknarflokks tekur við af fulltrúa Sjálfstæðisflokks, á sér stað í kjölfar þess að Sigurður Ingi, formaður Framsóknarflokksins, settist í fjármála- og efnahagsráðuneytið. Aðrir stjórnarmenn í Landsvirkjun eru Álfheiður Ingadóttir, Soffía Björk Guðmundsdóttir og Gunnar Tryggvason.

Hagnaðist um 52 milljarða í fyrra

Landsvirkjun hagnaðist um 52 milljarða króna í fyrra sem var aukning upp á 19 prósent frá fyrra ári. Eiginfjárhlutfall fyrirtækisins, sem er í eigu íslenska ríkisins, stóð í 65,4 prósent um síðustu áramót og vaxtaberandi skuldir að frádregnu handbæru fé lækkuðu um 21 milljarð króna á árinu 2023. Skuldsetning Landsvirkjunar er nú komin niður í 1,4 sinnum rekstrarhagnað fyrir afskriftir og hefur aldrei verið heilbrigðari. Í tilkynningu vegna ársuppgjörsins, sem birt var fyrr á árinu, sagði að Rekstrarárin 2022-23 hafi verið einstök í sögu fyrirtækisins, einkum vegna endursamninga síðustu ára, hagstæðra aðstæðna á mörkuðum „og raforkusamnings við stórnotanda sem tengdur var verðþróun á Nordpool  og reyndist Landsvirkjun mjög hagstæður en er nú runninn út. Áfram eru horfur á góðri afkomu Landsvirkjunar á árinu 2024, en ekki eru líkur á því að afkoman verði  jafn góð og þessi tvö ár fyrr en að endursamningum við Alcoa lýkur og nýjar aflstöðvar hefja rekstur.“

Í nýbirtri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára kom fram að reiknað sé með arðgreiðslum upp á 22 til 26 milljarða króna á ári á þeim árum sem áætlunin nær til.

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Óskar Þór Árnason skrifaði
    Nú er allt komið í skrúfuna hjá ríkisstjórninni. Verða ekki brátt endurnýjaðar hugmyndir um að einkavæða Landsvirkjun ?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
Viðtal

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
Viðtal

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
Viðtal

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
4
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
5
Viðtal

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu