Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Landsvirkjun hækkar arðgreiðslu sína um tíu milljarða eftir umleitan ráðherra

Fyrr­ver­andi odd­viti Fram­sókn­ar­flokks­ins í Fjarð­ar­byggð er nú orð­inn stjórn­ar­formað­ur Lands­virkj­unn­ar. Formað­ur þess flokks tók við fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu, sem held­ur á eign­ar­hlut rík­is­ins í fyr­ir­tæk­inu, fyrr í þess­um mán­uði.

Landsvirkjun hækkar arðgreiðslu sína um tíu milljarða eftir umleitan ráðherra
Meira fé í sjóðinn Sigurður Ingi Jóhannsson er fjármála- og efnahagsráðherra. Stjórn Landsvirkjunar ákvað að hækka arðgreiðslu til ríkissjóðs úr 20 í 30 milljarða króna eftir að ráðherrann bað um það. Mynd: Golli

Stjórn Landsvirkjunar hefur ákveðið að hækka arðgreiðslu sína til ríkissjóðs vegna síðasta árs úr 20 í 30 milljarða króna. Í tilkynningu kemur fram að stjórnin hafi tekið þessa ákvörðun eftir umleitan Sigurðar Inga Jóhannssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, í „ljósi þess að árið 2023 var besta rekstrarár í tæplega 60 ára sögu Landsvirkjunar. Fjárhagsstaða fyrirtækisins er því góð, auk þess sem hækkunin rúmast innan arðgreiðslustefnu Landsvirkjunar. 

Þar kemur einnig fram að breytingar hafi orðið á stjórn Landsvirkjunar, en Jónas Þór Guðmundsson, sem verið hefur stjórnarformaður fyrirtækisins í áratug, er nú farinn úr stjórn. Í hans stað kemur Jens Garðar Helgason, aðstoðarforstjóri Fiskeldis Austfjarða hf. og Laxa fiskeldis hf., og fyrrverandi formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, inn í stjórnina og Jón Björn Hákonarson, fyrrverandi varaformaður stjórnar, tekur við sem stjórnarformaður. Jón Björn var áður bæjarstjóri Fjarðarbyggðar en hann var oddviti Framsóknarflokksins í sveitarfélaginu. 

Fráfarandi formaður, Jónas Þór, hefur verið náinn samstarfsmaður Bjarna Benediktssonar á meðan að hann sat í fjármála- og efnahagsráðuneytinu í áratug. Hann var einnig formaður Kjararáðs á sínum tíma og sat þar sem fulltrúi Sjálfstæðisflokks. Breytingin á stjórnarformennsku, þar sem fulltrúi Framsóknarflokks tekur við af fulltrúa Sjálfstæðisflokks, á sér stað í kjölfar þess að Sigurður Ingi, formaður Framsóknarflokksins, settist í fjármála- og efnahagsráðuneytið. Aðrir stjórnarmenn í Landsvirkjun eru Álfheiður Ingadóttir, Soffía Björk Guðmundsdóttir og Gunnar Tryggvason.

Hagnaðist um 52 milljarða í fyrra

Landsvirkjun hagnaðist um 52 milljarða króna í fyrra sem var aukning upp á 19 prósent frá fyrra ári. Eiginfjárhlutfall fyrirtækisins, sem er í eigu íslenska ríkisins, stóð í 65,4 prósent um síðustu áramót og vaxtaberandi skuldir að frádregnu handbæru fé lækkuðu um 21 milljarð króna á árinu 2023. Skuldsetning Landsvirkjunar er nú komin niður í 1,4 sinnum rekstrarhagnað fyrir afskriftir og hefur aldrei verið heilbrigðari. Í tilkynningu vegna ársuppgjörsins, sem birt var fyrr á árinu, sagði að Rekstrarárin 2022-23 hafi verið einstök í sögu fyrirtækisins, einkum vegna endursamninga síðustu ára, hagstæðra aðstæðna á mörkuðum „og raforkusamnings við stórnotanda sem tengdur var verðþróun á Nordpool  og reyndist Landsvirkjun mjög hagstæður en er nú runninn út. Áfram eru horfur á góðri afkomu Landsvirkjunar á árinu 2024, en ekki eru líkur á því að afkoman verði  jafn góð og þessi tvö ár fyrr en að endursamningum við Alcoa lýkur og nýjar aflstöðvar hefja rekstur.“

Í nýbirtri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára kom fram að reiknað sé með arðgreiðslum upp á 22 til 26 milljarða króna á ári á þeim árum sem áætlunin nær til.

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Óskar Þór Árnason skrifaði
    Nú er allt komið í skrúfuna hjá ríkisstjórninni. Verða ekki brátt endurnýjaðar hugmyndir um að einkavæða Landsvirkjun ?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár