Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Landsvirkjun hækkar arðgreiðslu sína um tíu milljarða eftir umleitan ráðherra

Fyrr­ver­andi odd­viti Fram­sókn­ar­flokks­ins í Fjarð­ar­byggð er nú orð­inn stjórn­ar­formað­ur Lands­virkj­unn­ar. Formað­ur þess flokks tók við fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu, sem held­ur á eign­ar­hlut rík­is­ins í fyr­ir­tæk­inu, fyrr í þess­um mán­uði.

Landsvirkjun hækkar arðgreiðslu sína um tíu milljarða eftir umleitan ráðherra
Meira fé í sjóðinn Sigurður Ingi Jóhannsson er fjármála- og efnahagsráðherra. Stjórn Landsvirkjunar ákvað að hækka arðgreiðslu til ríkissjóðs úr 20 í 30 milljarða króna eftir að ráðherrann bað um það. Mynd: Golli

Stjórn Landsvirkjunar hefur ákveðið að hækka arðgreiðslu sína til ríkissjóðs vegna síðasta árs úr 20 í 30 milljarða króna. Í tilkynningu kemur fram að stjórnin hafi tekið þessa ákvörðun eftir umleitan Sigurðar Inga Jóhannssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, í „ljósi þess að árið 2023 var besta rekstrarár í tæplega 60 ára sögu Landsvirkjunar. Fjárhagsstaða fyrirtækisins er því góð, auk þess sem hækkunin rúmast innan arðgreiðslustefnu Landsvirkjunar. 

Þar kemur einnig fram að breytingar hafi orðið á stjórn Landsvirkjunar, en Jónas Þór Guðmundsson, sem verið hefur stjórnarformaður fyrirtækisins í áratug, er nú farinn úr stjórn. Í hans stað kemur Jens Garðar Helgason, aðstoðarforstjóri Fiskeldis Austfjarða hf. og Laxa fiskeldis hf., og fyrrverandi formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, inn í stjórnina og Jón Björn Hákonarson, fyrrverandi varaformaður stjórnar, tekur við sem stjórnarformaður. Jón Björn var áður bæjarstjóri Fjarðarbyggðar en hann var oddviti Framsóknarflokksins í sveitarfélaginu. 

Fráfarandi formaður, Jónas Þór, hefur verið náinn samstarfsmaður Bjarna Benediktssonar á meðan að hann sat í fjármála- og efnahagsráðuneytinu í áratug. Hann var einnig formaður Kjararáðs á sínum tíma og sat þar sem fulltrúi Sjálfstæðisflokks. Breytingin á stjórnarformennsku, þar sem fulltrúi Framsóknarflokks tekur við af fulltrúa Sjálfstæðisflokks, á sér stað í kjölfar þess að Sigurður Ingi, formaður Framsóknarflokksins, settist í fjármála- og efnahagsráðuneytið. Aðrir stjórnarmenn í Landsvirkjun eru Álfheiður Ingadóttir, Soffía Björk Guðmundsdóttir og Gunnar Tryggvason.

Hagnaðist um 52 milljarða í fyrra

Landsvirkjun hagnaðist um 52 milljarða króna í fyrra sem var aukning upp á 19 prósent frá fyrra ári. Eiginfjárhlutfall fyrirtækisins, sem er í eigu íslenska ríkisins, stóð í 65,4 prósent um síðustu áramót og vaxtaberandi skuldir að frádregnu handbæru fé lækkuðu um 21 milljarð króna á árinu 2023. Skuldsetning Landsvirkjunar er nú komin niður í 1,4 sinnum rekstrarhagnað fyrir afskriftir og hefur aldrei verið heilbrigðari. Í tilkynningu vegna ársuppgjörsins, sem birt var fyrr á árinu, sagði að Rekstrarárin 2022-23 hafi verið einstök í sögu fyrirtækisins, einkum vegna endursamninga síðustu ára, hagstæðra aðstæðna á mörkuðum „og raforkusamnings við stórnotanda sem tengdur var verðþróun á Nordpool  og reyndist Landsvirkjun mjög hagstæður en er nú runninn út. Áfram eru horfur á góðri afkomu Landsvirkjunar á árinu 2024, en ekki eru líkur á því að afkoman verði  jafn góð og þessi tvö ár fyrr en að endursamningum við Alcoa lýkur og nýjar aflstöðvar hefja rekstur.“

Í nýbirtri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára kom fram að reiknað sé með arðgreiðslum upp á 22 til 26 milljarða króna á ári á þeim árum sem áætlunin nær til.

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Óskar Þór Árnason skrifaði
    Nú er allt komið í skrúfuna hjá ríkisstjórninni. Verða ekki brátt endurnýjaðar hugmyndir um að einkavæða Landsvirkjun ?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Öld „kellingabókanna“
5
Greining

Öld „kell­inga­bók­anna“

„Síð­asta ára­tug­inn hafa bæk­ur nokk­urra kvenna sem fara á til­finn­inga­legt dýpi sem lít­ið hef­ur ver­ið kann­að hér áð­ur flot­ið upp á yf­ir­borð­ið,“ skrif­ar Sal­vör Gull­brá Þór­ar­ins­dótt­ir og nefn­ir að í ár eigi það sér­stak­lega við um bæk­ur Guð­rún­ar Evu og Evu Rún­ar: Í skugga trjánna og Eldri kon­ur. Hún seg­ir skáld­kon­urn­ar tvær fara á dýpt­ina inn í sjálf­ar sig, al­gjör­lega óhrædd­ar við að vera gagn­rýn­ar á það sem þær sjá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
3
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
5
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
6
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár