Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Landsvirkjun hækkar arðgreiðslu sína um tíu milljarða eftir umleitan ráðherra

Fyrr­ver­andi odd­viti Fram­sókn­ar­flokks­ins í Fjarð­ar­byggð er nú orð­inn stjórn­ar­formað­ur Lands­virkj­unn­ar. Formað­ur þess flokks tók við fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu, sem held­ur á eign­ar­hlut rík­is­ins í fyr­ir­tæk­inu, fyrr í þess­um mán­uði.

Landsvirkjun hækkar arðgreiðslu sína um tíu milljarða eftir umleitan ráðherra
Meira fé í sjóðinn Sigurður Ingi Jóhannsson er fjármála- og efnahagsráðherra. Stjórn Landsvirkjunar ákvað að hækka arðgreiðslu til ríkissjóðs úr 20 í 30 milljarða króna eftir að ráðherrann bað um það. Mynd: Golli

Stjórn Landsvirkjunar hefur ákveðið að hækka arðgreiðslu sína til ríkissjóðs vegna síðasta árs úr 20 í 30 milljarða króna. Í tilkynningu kemur fram að stjórnin hafi tekið þessa ákvörðun eftir umleitan Sigurðar Inga Jóhannssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, í „ljósi þess að árið 2023 var besta rekstrarár í tæplega 60 ára sögu Landsvirkjunar. Fjárhagsstaða fyrirtækisins er því góð, auk þess sem hækkunin rúmast innan arðgreiðslustefnu Landsvirkjunar. 

Þar kemur einnig fram að breytingar hafi orðið á stjórn Landsvirkjunar, en Jónas Þór Guðmundsson, sem verið hefur stjórnarformaður fyrirtækisins í áratug, er nú farinn úr stjórn. Í hans stað kemur Jens Garðar Helgason, aðstoðarforstjóri Fiskeldis Austfjarða hf. og Laxa fiskeldis hf., og fyrrverandi formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, inn í stjórnina og Jón Björn Hákonarson, fyrrverandi varaformaður stjórnar, tekur við sem stjórnarformaður. Jón Björn var áður bæjarstjóri Fjarðarbyggðar en hann var oddviti Framsóknarflokksins í sveitarfélaginu. 

Fráfarandi formaður, Jónas Þór, hefur verið náinn samstarfsmaður Bjarna Benediktssonar á meðan að hann sat í fjármála- og efnahagsráðuneytinu í áratug. Hann var einnig formaður Kjararáðs á sínum tíma og sat þar sem fulltrúi Sjálfstæðisflokks. Breytingin á stjórnarformennsku, þar sem fulltrúi Framsóknarflokks tekur við af fulltrúa Sjálfstæðisflokks, á sér stað í kjölfar þess að Sigurður Ingi, formaður Framsóknarflokksins, settist í fjármála- og efnahagsráðuneytið. Aðrir stjórnarmenn í Landsvirkjun eru Álfheiður Ingadóttir, Soffía Björk Guðmundsdóttir og Gunnar Tryggvason.

Hagnaðist um 52 milljarða í fyrra

Landsvirkjun hagnaðist um 52 milljarða króna í fyrra sem var aukning upp á 19 prósent frá fyrra ári. Eiginfjárhlutfall fyrirtækisins, sem er í eigu íslenska ríkisins, stóð í 65,4 prósent um síðustu áramót og vaxtaberandi skuldir að frádregnu handbæru fé lækkuðu um 21 milljarð króna á árinu 2023. Skuldsetning Landsvirkjunar er nú komin niður í 1,4 sinnum rekstrarhagnað fyrir afskriftir og hefur aldrei verið heilbrigðari. Í tilkynningu vegna ársuppgjörsins, sem birt var fyrr á árinu, sagði að Rekstrarárin 2022-23 hafi verið einstök í sögu fyrirtækisins, einkum vegna endursamninga síðustu ára, hagstæðra aðstæðna á mörkuðum „og raforkusamnings við stórnotanda sem tengdur var verðþróun á Nordpool  og reyndist Landsvirkjun mjög hagstæður en er nú runninn út. Áfram eru horfur á góðri afkomu Landsvirkjunar á árinu 2024, en ekki eru líkur á því að afkoman verði  jafn góð og þessi tvö ár fyrr en að endursamningum við Alcoa lýkur og nýjar aflstöðvar hefja rekstur.“

Í nýbirtri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára kom fram að reiknað sé með arðgreiðslum upp á 22 til 26 milljarða króna á ári á þeim árum sem áætlunin nær til.

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Óskar Þór Árnason skrifaði
    Nú er allt komið í skrúfuna hjá ríkisstjórninni. Verða ekki brátt endurnýjaðar hugmyndir um að einkavæða Landsvirkjun ?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
2
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár