Alþingi greiddi fyrir skömmu atkvæði um þingsályktunartillögu stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis um rannsókn vegna snjóflóðsins sem féll í Súðavík árið 1995 fór fram í dag.
Tillagan var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Þingmenn stjórnar og stjórnarandstöðu lýstu í ræðum sínum sjaldgæfri sátt sem náðst hefði um málið. En hörmuðu um leið þann langa tíma sem tekið hefur að koma málinu í þennan farveg.
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, tók fyrst til máls og gerði grein fyrir atkvæði sínu. Sagðist hún fagna því að málið hafi náð að rata til atkvæðagreiðslu. Þá vakti hún sérstaka athygli á þeirri góðu sátt sem tekist hafi við myndun rannsóknarnefndarinnar, sér í lagi þeirri niðurstöðu að skipa þrjá nefndarmenn.
„Það var ekki sjálfgefið en það er ótrúlega mikilvægt til þess að viðeigandi sérfræðiþekking geti verið í nefndinni,“ sagði Þórhildur Sunna.
Þá vakti Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, athygli á því að þetta mun …
Athugasemdir