Þorleifur Ágústsson, sem ráðinn var í starf sviðsstjóra samhæfingar fiskeldis og fleiri mála hjá Matvælastofnun (MAST), hefur hætt við að þiggja starfið. Þetta segir Hrönn Jörundsdóttir, forstjóri stofnunarinnar, aðspurð við Heimildina. „Hann hefur dregið umsókn sína til baka,“ segir Hrönn.
Blaðið fjallaði um ráðningu Þorleifs í þarsíðustu og síðustu viku og greindi frá því að hún hafi vakið athygli innan MAST þar sem Þorleifur hefur fjallað talsvert um laxeldi í sjókvíum og lýst yfir velþóknun á því. Starfsmönnum MAST var tilkynnt um þessa ákvörðun á innri vef stofnunarinnar á miðvikudaginn í síðustu viku, segir Hrönn.
Athugasemdir