Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Silfurskottur sorgarinnar

Leik­hús­gagn­rýn­and­inn Sig­ríð­ur Jóns­dótt­ir sá leik­verk­ið Fé­lags­skap­ur með sjálf­um mér. Leik­verk­ið sprett­ur upp úr sorg en Gunn­ar Smári Johann­es­son missti báða for­eldra sína á barns­aldri og seg­ir gagn­rýn­andi verk­ið vera til­raun til að tak­ast á við eft­ir­leik harm­leiks.

Silfurskottur sorgarinnar
Leikhús

Fé­lags­skap­ur með sjálf­um mér

Niðurstaða:

Hugljúf og á köflum bráðfyndin kvöldstund með Unnari, fólkinu í lífi hans, sorginni og silfurskottu.

Leikhús: Tjarnarbíó

Leikari og handritshöfundur: Gunnar Smári Jóhannesson

Leikstjóri: Tómas Helgi Baldursson

Tónlist: Íris Rós Ragnhildar

Leikmynd og grafík: Auður Katrín Víðisdóttir

Ljós: Jóhann Friðrik Ágústsson

Gefðu umsögn

Að tala um áföll krefst hugrekkis en að kafa ofan í afleiðingar áfalla krefst annars konar einurðar. Gunnar Smári Jóhannesson missti báða foreldra sína barnungur, fyrst föður sinn og síðar móður sína á voveiflegan hátt. Annað fráfall nákomins ættingja beið hans síðan í náinni framtíð. Félagsskapur með sjálfum mér er leikverk sem sprettur upp úr þessari sorg en er einnig tilraun til að takast á við eftirleik harmleiks.

Til að gæta gagnsæis skal koma fram að pistlahöfundur sleit barnsskónum í sama litla bæjarfélaginu á Vestfjörðum og Gunnar Smári en flutti suður áður en harmurinn skall á fjölskyldu hans. Pistlahöfundur þekkir til og þekkir flest fólkið sem kemur við sögu en aðallega úr fjarska.

Skapar lokaða kvíðaveröld

Eins og titillinn gefur til kynna er Félagsskapur með sjálfum mér einleikur. Gunnar umbreytist í Unnar sem berst við afleiðingar missis og mikillar sorgar. Til að verjast frekari harmi einangrar hann sig en skapar í kjölfarið sína eigin örsmáu og lokuðu kvíðaveröld. Eini fjölskyldumeðlimurinn sem birtist í samtíðinni er systir hans, Dísa, en yfirvofandi heimsókn hennar með nýja kærastann kveikir kvíðabál innra með Unnari.

Gunnar bregður sér í hlutverk ýmissa einstaklinga sem verða á vegi hans, þar á meðal foreldra sinna, en móðir hans birtist eftirminnilega í hans túlkun með sígarettu í hendi. Áhorfendur hitta fjöldann allan af karakterum úr þorpinu og höfuðborginni sem sumir þekkja, aðrir ekki en allir kannast við týpurnar. Konurnar sem vilja ólmar koma með mat til að gera sorgina bærilegri, maðurinn í sundlauginni sem getur ekki hætt að tala og eldra fólk sem keppist við að deila visku sinni.

„Öll sem hafa misst einhvern nákominn vita að ekki er hægt að skila sorginni eða lækna heldur eingöngu að læra að lifa með henni, lifa með sjálfum sér, ekki bara í einrúmi heldur sem þátttakandi í samfélaginu“

Gunnar leysir krefjandi verkefni vel af hendi

Unnar finnur huggun í ákveðnum og föstum faðmi kvenna sem hafa allt séð, þá helst ömmu sinni og hjúkrunarfræðingi á Grund. En Unnar leitar líka í faðm hugaróra til að vernda sig gegn umhverfinu og gera skil á sínum eigin tilfinningum, þar eru hasarferð í sundlaugina og samtal við silfurskottu eftirminnilegust enda stutt vegalengd frá harmi til húmors. Gunnar leysir krefjandi verkefni vel af hendi, þá sérstaklega í ljósi þess að saga Unnars er hans saga og kómísk tímasetning hans smellhittir oft í mark. Sumar senur dragast þó á langinn, aðrar mætti endurskoða og stundum mætti Gunnar leyfa sér að kafa dýpra, fara lengra í sínum innri átökum. En slíkt er hægara skrifað en gert.

Hugljúf og á köflum bráðfyndin

Listræn umgjörð sýningarinnar er lágstemmd sem setur sviðsljósið laglega á Unnar. Listræna teymið er ungt að árum og verður spennandi að fylgjast með þeim í framtíðinni. Tómas Helgi Baldursson leikstýrir af næmni og gefur Gunnari frelsi til að vera hann sjálfur en uppbrot sýningarinnar mættu vera fleiri. Leikmynd Auðar Katrínar Víðisdóttur er að sama skapi stílhrein í einfaldleika sínum en í einleik verður að velja leikmuni af kostgæfni, beddinn er góð lausn sem miðpunktur en aðrir leikmunir lítið notaðir. Að lokum styður áferðarfögur tónlist Írisar Rósar Ragnhildar vel við frásögnina.

Öll sem hafa misst einhvern nákominn vita að ekki er hægt að skila sorginni eða lækna heldur eingöngu að læra að lifa með henni, lifa með sjálfum sér, ekki bara í einrúmi heldur sem þátttakandi í samfélaginu og taka ábyrgð á því að vera til. Félagsskapur með sjálfum mér opnar fallega á þessa baráttu án þess að höfundur velti sér of mikið upp úr þeim skelfilegu atburðum sem áttu sér stað í lífi hans. Niðurstaðan er hugljúf og á köflum bráðfyndin kvöldstund með Unnari, fólkinu í lífi hans, sorginni og silfurskottu.

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
8
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu