Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Silfurskottur sorgarinnar

Leik­hús­gagn­rýn­and­inn Sig­ríð­ur Jóns­dótt­ir sá leik­verk­ið Fé­lags­skap­ur með sjálf­um mér. Leik­verk­ið sprett­ur upp úr sorg en Gunn­ar Smári Johann­es­son missti báða for­eldra sína á barns­aldri og seg­ir gagn­rýn­andi verk­ið vera til­raun til að tak­ast á við eft­ir­leik harm­leiks.

Silfurskottur sorgarinnar
Leikhús

Fé­lags­skap­ur með sjálf­um mér

Niðurstaða:

Hugljúf og á köflum bráðfyndin kvöldstund með Unnari, fólkinu í lífi hans, sorginni og silfurskottu.

Leikhús: Tjarnarbíó

Leikari og handritshöfundur: Gunnar Smári Jóhannesson

Leikstjóri: Tómas Helgi Baldursson

Tónlist: Íris Rós Ragnhildar

Leikmynd og grafík: Auður Katrín Víðisdóttir

Ljós: Jóhann Friðrik Ágústsson

Gefðu umsögn

Að tala um áföll krefst hugrekkis en að kafa ofan í afleiðingar áfalla krefst annars konar einurðar. Gunnar Smári Jóhannesson missti báða foreldra sína barnungur, fyrst föður sinn og síðar móður sína á voveiflegan hátt. Annað fráfall nákomins ættingja beið hans síðan í náinni framtíð. Félagsskapur með sjálfum mér er leikverk sem sprettur upp úr þessari sorg en er einnig tilraun til að takast á við eftirleik harmleiks.

Til að gæta gagnsæis skal koma fram að pistlahöfundur sleit barnsskónum í sama litla bæjarfélaginu á Vestfjörðum og Gunnar Smári en flutti suður áður en harmurinn skall á fjölskyldu hans. Pistlahöfundur þekkir til og þekkir flest fólkið sem kemur við sögu en aðallega úr fjarska.

Skapar lokaða kvíðaveröld

Eins og titillinn gefur til kynna er Félagsskapur með sjálfum mér einleikur. Gunnar umbreytist í Unnar sem berst við afleiðingar missis og mikillar sorgar. Til að verjast frekari harmi einangrar hann sig en skapar í kjölfarið sína eigin örsmáu og lokuðu kvíðaveröld. Eini fjölskyldumeðlimurinn sem birtist í samtíðinni er systir hans, Dísa, en yfirvofandi heimsókn hennar með nýja kærastann kveikir kvíðabál innra með Unnari.

Gunnar bregður sér í hlutverk ýmissa einstaklinga sem verða á vegi hans, þar á meðal foreldra sinna, en móðir hans birtist eftirminnilega í hans túlkun með sígarettu í hendi. Áhorfendur hitta fjöldann allan af karakterum úr þorpinu og höfuðborginni sem sumir þekkja, aðrir ekki en allir kannast við týpurnar. Konurnar sem vilja ólmar koma með mat til að gera sorgina bærilegri, maðurinn í sundlauginni sem getur ekki hætt að tala og eldra fólk sem keppist við að deila visku sinni.

„Öll sem hafa misst einhvern nákominn vita að ekki er hægt að skila sorginni eða lækna heldur eingöngu að læra að lifa með henni, lifa með sjálfum sér, ekki bara í einrúmi heldur sem þátttakandi í samfélaginu“

Gunnar leysir krefjandi verkefni vel af hendi

Unnar finnur huggun í ákveðnum og föstum faðmi kvenna sem hafa allt séð, þá helst ömmu sinni og hjúkrunarfræðingi á Grund. En Unnar leitar líka í faðm hugaróra til að vernda sig gegn umhverfinu og gera skil á sínum eigin tilfinningum, þar eru hasarferð í sundlaugina og samtal við silfurskottu eftirminnilegust enda stutt vegalengd frá harmi til húmors. Gunnar leysir krefjandi verkefni vel af hendi, þá sérstaklega í ljósi þess að saga Unnars er hans saga og kómísk tímasetning hans smellhittir oft í mark. Sumar senur dragast þó á langinn, aðrar mætti endurskoða og stundum mætti Gunnar leyfa sér að kafa dýpra, fara lengra í sínum innri átökum. En slíkt er hægara skrifað en gert.

Hugljúf og á köflum bráðfyndin

Listræn umgjörð sýningarinnar er lágstemmd sem setur sviðsljósið laglega á Unnar. Listræna teymið er ungt að árum og verður spennandi að fylgjast með þeim í framtíðinni. Tómas Helgi Baldursson leikstýrir af næmni og gefur Gunnari frelsi til að vera hann sjálfur en uppbrot sýningarinnar mættu vera fleiri. Leikmynd Auðar Katrínar Víðisdóttur er að sama skapi stílhrein í einfaldleika sínum en í einleik verður að velja leikmuni af kostgæfni, beddinn er góð lausn sem miðpunktur en aðrir leikmunir lítið notaðir. Að lokum styður áferðarfögur tónlist Írisar Rósar Ragnhildar vel við frásögnina.

Öll sem hafa misst einhvern nákominn vita að ekki er hægt að skila sorginni eða lækna heldur eingöngu að læra að lifa með henni, lifa með sjálfum sér, ekki bara í einrúmi heldur sem þátttakandi í samfélaginu og taka ábyrgð á því að vera til. Félagsskapur með sjálfum mér opnar fallega á þessa baráttu án þess að höfundur velti sér of mikið upp úr þeim skelfilegu atburðum sem áttu sér stað í lífi hans. Niðurstaðan er hugljúf og á köflum bráðfyndin kvöldstund með Unnari, fólkinu í lífi hans, sorginni og silfurskottu.

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
3
HlaðvarpÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
4
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
Glamúrvæðing áfengis í íslensku raunveruleikasjónvarpi: „Freyðivínið alltaf við höndina“
5
Viðtal

Glamúr­væð­ing áfeng­is í ís­lensku raun­veru­leika­sjón­varpi: „Freyði­vín­ið alltaf við hönd­ina“

Guð­björg Hild­ur Kol­beins byrj­aði að horfa á raun­veru­leika­þætt­ina Æði og LXS eins og hverja aðra af­þrey­ingu en blöskr­aði áfeng­isneysla í þátt­un­um. Hún setti upp gler­augu fjöl­miðla­fræð­ings­ins og úr varð rann­sókn sem sýn­ir að þætt­irn­ir geta hugs­an­lega haft skað­leg áhrif á við­horf ung­menna til áfeng­isneyslu enda neysl­an sett í sam­hengi við hið ljúfa líf og lúx­us hjá ungu og fal­legu fólki.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár