Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Domino's-þjóðin Íslendingar

Guð­fað­ir og stofn­andi Dom­ino´s á Ís­landi, Birg­ir Bielt­vedt, hef­ur enn og aft­ur selt hluta­bréf í fyr­ir­tæk­inu og er út­gerð­ar­kon­an Guð­björg Matth­ías­dótt­ir nú orð­inn stærsti hlut­haf­inn. Birg­ir er rauði þráð­ur­inn í æv­in­týra­legri sögu pitsu­fyr­ir­tæk­is­ins á Ís­landi sem hef­ur kom­ið sér í ein­staka mark­aðs­stöðu á skyndi­bita­mark­að­in­um á Ís­landi.

Domino's-þjóðin Íslendingar
Þriðjudagstilboð Domino´s Þriðjudagstilboð Domino´s er orðið þjóðþekkt og hefur verið hluti af rekstri pítsafyrirtækisins í rúman áratug. Hér sjást viðskiptavinir sækja pítsur á Domino´s-stað í Reykjavík þriðjudaginn 7. maí. Mynd: Golli

Á Íslandi eru þrisvar sinnum fleiri Domino´s-pitsustaðir miðað við höfðatölu en í heimalandi keðjunnar, Bandaríkjunum. Hér á landi eru 22 Domino´s-staðir og er engin önnur veitingakeðja með eins marga staði. Meðal-Íslendingurinn eyðir tæplega 43 sinnum meiri peningum í Domino´s-pitsur en Bandaríkjamaðurinn. Á Íslandi nema árlegar tekjur Domino´s fyrir hvern landsmann sömuleiðis rúmlega 17.400 krónum á meðan sambærileg upphæð í Bandaríkjunum nemur tæplega 400 krónum.

Ísland er einfaldlega í sérflokki hvað varðar neyslu og eyðslu landsmanna í Domino's-pitsur miðað við höfðatölu. Af hverju er þetta?

„Domino’s á Íslandi á fjölmörg met innan Domino’s keðjunnar“
Magnús Hafliðason,
forstjóri Domino´s á Íslandi
Met Domino´s á ÍslandiMagnús Hafliðason, forstjóri Domino´s, segir að fyrirtækið eigi fjölmörg met innan Domino´s-samstæðunnar.

Heimildin leitaði til Magnúsar Hafliðasonar, forstjóra Domino´s, eftir svörum við þessari sérstöðu Domino´s hér á landi. „Domino’s á Íslandi á fjölmörg met innan Domino’s keðjunnar, hvort sem það snýr að fjölda staða m.v. höfðatölu eða …

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sveinn Nikulásson skrifaði
    Það er eðlilegt að Domino's sé með þrisvar sinnum fleiri staði hlutfallslega á Íslandi en í USA. Kaninn gerir talsvert meiri kröfur til skyndibita en Íslendingar...
    0
  • EGT
    Einar G Torfason skrifaði
    Dulin auglýsing? Hver skrifar?
    -1
    • GK
      Gísli Kristjánsson skrifaði
      Það er algjör skömm að svona 'fréttaskrifum'.
      -1
    • Jón Trausti Reynisson skrifaði
      Þetta er langt frá því að vera auglýsing. Höfundur greinarinnar er merktur.
      2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Til Grænlands á gamalli eikarskútu
4
Vettvangur

Til Græn­lands á gam­alli eik­ar­skútu

Ittoqqortoormiit á aust­ur­strönd Græn­lands er eitt af­skekkt­asta þorp í heimi. Þang­að liggja eng­ir veg­ir og til að kom­ast í þorp­ið þarf að fljúga með þyrlu eða fara á snjó- eða hunda­sleð­um frá flug­vell­in­um sem er í 60 kíló­metra fjar­lægð. Yf­ir há­sumar­ið er hægt að sigla þang­að en Ittoqqortoormiit er við mynni Scor­es­bysunds sem er stærsta fjarða­kerfi í heim­in­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu