Ó
háð úttekt verður gerð á starfsemi ríkisstyrktu kvikmyndahátíðarinnar RIFF. Þetta kemur fram í svari frá menningar- og viðskiptaráðuneyti Lilju Alfreðsdóttur. Ráðherra hefur ákveðið að ráðast í úttektina eftir að fram hafa komið upplýsingar í Heimildinni frá starfsmönnum hennar um stjórnunarstíl eiganda og framkvæmdastjóra RIFF, Hrannar Marinósdóttur.
„Úttekt sem þessi er hluti af því að bera ábyrgð á almannafé“
Auk þess kemur fram í svarinu að RIFF hefur fengið samtals 84 milljóna króna styrki frá íslenska ríkinu síðan árið 2018.
Í svari ráðuneytisins segir orðrétt um þetta: „Ráðuneytið telur mikilvægt að skoða styrkjaumgjörðina reglulega með það að leiðarljósi að bæta gagnsæi og gæði [...] Ráðherra hefur því kallað eftir óháðri úttekt á RIFF með það að leiðarljósi að gera grein fyrir stöðu hátíðarinnar bæði sem verðmætasköpun fyrir ferðaþjónustu og listgreinar og sem menningarviðburður.“
Um …
Athugasemdir