Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Gagnrýnir eiganda ríkisstyrktrar kvikmyndahátíðar í bréfi til Reykjavíkurborgar

Starfs­mað­ur kvik­mynda­há­tíð­ar­inn­ar RIFF hef­ur sent bréf til Reykja­vík­ur­borg­ar og Kvik­mynda­mið­stöðv­ar Ís­lands þar sem eig­andi og fram­kvæmda­stjóri henn­ar, Hrönn Marinós­dótt­ir er gagn­rýnd. Í svari frá Hrönn seg­ir með­al ann­ars að ásak­an­ir um að RIFF greiði laun und­ir lág­mark­s­töxt­um séu ekki rétt­ar.

Gagnrýnir eiganda ríkisstyrktrar kvikmyndahátíðar í bréfi til Reykjavíkurborgar
Hefur átt og stýrt RIFF í 20 ár Hrönn Marinósdóttir hefur átt og stýrt RIFF-kvikmyndahátíðinni, sem er að stóru leyti fjármögnuð með opinberu fé, í 20 ár. Fjölþætt gagnrýni hefur komið fram á Hrönn frá starfsmönnum, bæði fyrir rúmum áratug og einnig nú.

Fyrrverandi starfsmaður kvikmyndahátíðarinnar Reykjavík International Film Festival (RIFF) hefur sent bréf til Kvikmyndamiðstöðvar Íslands og Menningarsviðs Reykjavíkurborgar þar sem kvartað er yfir eiganda og framkvæmdastjóra hátíðarinnar, Hrönn Marinósdóttur. Hátíðin er haldin í Reykjavík á hverju ári. Kvartanirnar snúast meðal annars um „misnotkun á starfsfólki“, „óheiðarleika“ og „léleg gæði hátíðarinnar“. Með bréfinu fylgja vitnisburðir frá öðrum starfsmönnum þar sem eigandi hátíðarinnar er gagnrýndur. 

RIFF er rekin í gegnum eignarhaldsfélagið Alþjóðlega kvikmyndahátíð RVK ehf. og er alfarið í eigu Hrannar Marinósdóttur, sem jafnframt er stjórnarmaður og framkvæmdastjóri hátíðarinnar. Hún hefur átt og haldið utan um hátíðina í 20 ár. 

Hrönn Marinósdóttir, eigandi og framkvæmdastjóri RIFF, segir í svari við fyrirspurn Heimildarinnar um gagnrýnina að starfsfólk sé ekki hlunnfarið með því að greiða laun undir lágmarkstöxtum. „Við reynum eftir fremsta megni að tryggja vellíðan starfsfólks og ánægju í krefjandi starfsumhverfi [...] Ekki hafa borist athugasemdir til mín frá starfsfólki um að það telji sig hafa verið hlunnfarið. Ekki er rétt að laun hafi verið undir lágmarkstaxta.“ Svar Hrannar er birt í heild sinni neðar í fréttinni.

„Ég bara get ekki þagað yfir þessu og verð að stíga fram“
Fyrrverandi starfsmaður RIFF

Segist verða að stíga fram og láta vita

Hátíðin er alfarið fjármögnuð af Reykjavíkurborg, Kvikmyndamiðstöð Íslands, íslenska ríkinu og öðrum styrktaraðilum. Rekstrartekjur hennar í fyrra voru rúmlega 82 milljónir króna samkvæmt ársreikningi félagsins 2022. Hátíðin fær meðal annars 20 milljónir króna frá íslenska ríkinu, 7,5 milljónir á árinu 2023 og 2024 og 15 frá Kvikmyndamiðstöð Íslands árið 2022. Afar litlar upplýsingar eru í ársreikningum um eðli rekstrarins, meðal annars starfsmannakostnað, og er einungis rætt um heildarrekstrartekjur og svo rekstrargjöld án nokkurrar sundurgreiningar. 

Starfsmaðurinn, sem vill ekki koma fram undir nafni af ótta við Hrönn, segir að hann hafi aldrei upplifað annað eins á sinni ævi og talar um að hann hafi lent í „andlegu ofbeldi“. Hann segist verða að stíga fram, meðal annars vegna þess að hátíðin sé fjármögnuð með opinberu fé: „Ég bara get ekki þagað yfir þessu og verð að stíga fram,“ segir hann við Heimildina. 

Hann segist einungis hafa unnið eitt ár fyrir RIFF og að því miður staðfesti upplifun hans þær sögur af stjórnun hátíðarinnar sem hann hafði heyrt áður en hann vann við hana.

Fólk sagt fá greitt undir lágmarkslaunum

Í bréfi starfsmannsins segir meðal annars að starfsmenn fái laun sem eru undir lágmarkslaunum og sumir séu á verktakasamningum þar sem launin séu mjög lág: „Launin eru skammarleg og langt undir lágmarkslaunum. Þeir sem fá verktakalaun, eru að fá 260.000 kr. í vasann á mánuði eftir skatta og gjöld fyrir nánast ótakmarkaða vinnu, þeir sem eru launþegar eru á 520.000 kr. lágmarkslaunum sem eru niðurgreidd að langmestu leyti af Vinnumálastofnun. Stjórnandi borgar launþegum engin launatengd gjöld eins og orlof, orlofsuppbót og desemberuppbót og hefur aldrei gert. Yfir þessu var kvartað 2013 til BHM og eigandinn áminntur, en ekkert hefur breyst og eigandinn líklega sparað sér margar milljónir með því að borga ekki gjöld sem starfsfólk hennar á rétt á.

Þá vænir starfsmaðurinn eiganda hátíðarinnar um „óheiðarleika“ gagnvart styrktaraðilum hátíðarinnar þar sem reynt sé að láta líta út fyrir að minna fjármagn sé til staðar til að reka hátíðina en raun ber vitni. „Stjórnandi hátíðarinnar lætur eins og það sé ekkert fjármagn í verkefninu og hlutverk starfsmanna er að reyna að fá allt frítt með öllum leiðum. Oft snýst það um að vera óheiðarleg gagnvart styrktaraðilum hátíðarinnar og hún lætur fólk skrifa undir samninga sem gerðir eru eftir á, til að sýna fram á að einhver hafi starfað að einhverju sem viðkomandi gerði ekki. Reikning um er breytt og starfsfólk fær það reglulega á tilfinninguna að það sé að svindla á styrktaraðilum hátíðarinnar“, stendur í bréfinu.

Sams konar kvartanir og fyrir áratug

Kvartanirnar gegn RIFF og Hrönn eru sams konar eðlis og fyrir rúmum áratug síðan þegar eftirlitsnefnd gerði „svarta skýrslu“ um starfsemi hátíðarinnar sem leiddi til þess að Reykjavíkurborg vildi ekki styrkja hátíðina um hríð, líkt og fjallað var um í fjölmiðlum á þeim tíma. Þessi skýrsla var aldrei gerð opinber á sínum tíma vegna þess að upplýsingarnar í henni voru „erfiðar, óvægnar og viðkvæmar“, eins og einn aðili innan úr stjórnkerfinu sagði í fjölmiðlum, en þær byggðu meðal annars á viðtölum við starfsfólk RIFF. Hrönn Marinósdóttir svaraði gagnrýninni ekki opinberlega.

Eva Baldursdóttir, lögfræðingur og meðlimur eftirlitsnefndarinnar, sagði um skýrsluna á sínum tíma að menningar- og ferðamálaráð Reykjavíkurborgar hefði ákveðið að hún ætti að að vera trúnaðarmál vegna þess að upplýsingarnar í henni væru „viðkvæmar“. Í umfjöllun fjölmiðla var meðal annars talað um „samstarfserfiðleika“ milli Hrannar og starfsmanna RIFF.

Reykjavíkurborg byrjaði svo að styrkja hátíðina aftur eftir að þessi umræða hafði farið fram. Umræðan um RIFF fyrir rúmum áratug og skýrsla eftirlitsnefndarinnar hafði því engin eftirmál. 

Furðar sig á styrktaraðilum RIFF

Starfsmaðurinn furðar sig á því í bréfinu að styrktaraðilar RIFF haldi áfram að veita peningum í hátíðina og krefjist ekki úrbóta þrátt fyrir þá umræðu sem verið hefur um RIFF og hátterni eigandans opinberlega áður. „Það sem kemur mér mest á óvart er hvernig styrktaraðilar hafa leyft RIFF hátíðinni að valsa um með peningana sína í ljósi þess orðspors sem fer af henni. Ég trúði ekki öllum þessum sögusögnum af hátíðinni fyrr en ég fór að vinna fyrir hana sjálf og sjá þetta með mínum eigin augum. Það eru svo margir með hræðilegar sögur af hátíðinni, fyrirtæki, kvikmyndagerðarfólk, sjálfboðaliðar, listamenn, starfsfólk og fl. Það að enginn þori svo að segja neitt opinberlega um hátíðina segir mjög sterka og ákveðna sögu“, segir í bréfinu.

Vitnisburðir frá öðrum starfsmönnum

Starfsmaðurinn sendi Reykjavíkurborg einnig vitnisburði frá þremur öðrum starfsmönnum hátíðarinnar þar sem sams konar ásakanir og hann setur fram eru tilgreindar. 

Í einum þeirra segir meðal annars: „Mig hafði langað lengi til að vinna fyrir RIFF og hafði sótt um þónokkrum sinnum í gegnum tíðina sem sjálfboðaliði. Loksins fékk ég tækifæri til þess og ég hafði líka átt í samskiptum við hátíðarstjóra áður og kunni vel við hana. Ég hafði samt heyrt sögur í kringum mig í langan tíma um að það væri ekki frábært að vinna á hátíðinni. Ég trúði ekki að þetta gæti verið satt.

Þessi starfsmaður segir að hann hafi á endanum fengið að reyna það á eigin skinni að sögurnar um hátíðina væru sannar og nefnir meðal annars að launin hafi verið 520 þúsund króna verktakagreiðsla. „Það sem virtist skipta aðalmáli í öllu sem við gerðum var að eyða engum peningum í neitt, fá allt frítt. [...] Það eru gríðarlegir peningar sem koma inn í þessa hátíð á ári hverju, frá ríki og borg og erlendis frá. Hvert fara þessir peningar? Allavega ekki í hátíðina og starfsfólkið. Ég hef upplifað ýmislegt og mikið gengið á en aldrei hef ég upplifað annan eins skrípaleik sem þessi RIFF hátíð er í raun og veru. Almenningur þarf og verður að vita hvað er í gangi, það er ekki hægt að láta svona viðgangast og af öllu þá vil ég ekki að neinn þurfi að ganga í gegnum framkomuna sem hún sýndi teyminu sínu á þessari RIFF hátíð 2023,“ segir hann um Hrönn. 

Í vitnisburði annars starfsmanns segir að hann voni að hátíðin geti starfað áfram en að opinberir aðilar þurfi að kanna bókhald RIFF vel og rýna í það hvert peningarnir fara: „Ég vona að hátíðin geti haldið áfram en ég tel að nauðsynlegt sé að skoða ítarlega hvernig hún er rekin og að styrktaraðilar ættu að gera mun ríkari kröfur til hátíðarinnar. Að það fé sem henni er veitt sé raunverulega rétt með farið og fari í þá hluti sem þeir eru eyrnamerktir fyrir“, segir í vitnisburðinum.

Í þriðja vitnisburðinum segir svo: „Þessir 6 mánuðir hjá RIFF og framkoma yfirmanns gefa mér mjög neikvæða sýn á kvikmyndahátíðina. Þegar ég er ráðinn inn er ég mjög spenntur fyrir því að fara að vinna hjá kvikmyndahátíð. Hafði ég heyrt að þetta gæti verið eitt mest spennandi og skemmtilegasta verkefni sem verkefnastjórar komast í. Þegar upp er staðið var upplifun mín af hátíðinni mjög neikvæð og langaði mig að hætta oftar en einu sinni, þá aðallega vegna framkomu yfirmanns við mig og samstarfsfólkið.

Starfsmaðurinn fyrrverandi segir að hann hafi sent bréfið til Reykjavíkurborgar í vikunni og bíði nú svara frá borginni. 

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Slökkviliðið kærir forstöðumann Betra lífs til lögreglu
4
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

Slökkvi­lið­ið kær­ir for­stöðu­mann Betra lífs til lög­reglu

Slökkvi­lið­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hef­ur kært Arn­ar Gunn­ar Hjálm­týs­son, for­stöðu­mann áfanga­heim­il­is­ins Betra líf til lög­reglu fyr­ir að stofna lífi og heilsu fólks í hættu í gróða­skyni eft­ir brun­ann í Vatna­görð­um 18 í fe­brú­ar 2023. Slökkvi­lið­ið hef­ur gert marg­ar til­raun­ir til að loka hús­næð­um Betra lífs án ár­ang­urs. Slökkvi­lið­ið vildi skoða Betra líf á Kópa­vogs­braut 69 en þar sem um íbúð­ar­hús­næði var að ræða þurfti leyfi eig­anda eða for­ráða­manns, sem fékkst ekki.
„Þetta er brot sem ég hef á minni ferilskrá, ég get ekkert gert í því“
5
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

„Þetta er brot sem ég hef á minni fer­il­skrá, ég get ekk­ert gert í því“

Bald­ur Sig­urð­ar­son hef­ur bú­ið á þrem­ur áfanga­heim­il­um Betra lífs. Hann seg­ir það hafa ver­ið „ósann­gjarnt“ þeg­ar hann var dæmd­ur fyr­ir kyn­ferð­is­brot. Bald­ur ját­ar fús­lega að selja ávana­bind­andi lyf, seg­ist gera það til að geta séð fyr­ir börn­un­um sín­um. Hann þver­tek­ur hins veg­ar fyr­ir að hafa mis­not­að sér neyð kvenna sem eru langt leidd­ir fíkl­ar, og slík­ar ásak­an­ir séu „kjaftæði“.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Auður Jónsdóttir
1
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
Saga af áralangri vanrækslu og vonleysi: „Þetta heitir Betra líf sko“
2
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

Saga af ára­langri van­rækslu og von­leysi: „Þetta heit­ir Betra líf sko“

Slökkvi­lið­ið hef­ur sent kæru til lög­reglu á hend­ur Arn­ari Gunn­ari Hjálm­týs­syni fyr­ir að hafa stefnt lífi og heilsu íbúa áfanga­heim­il­is­ins Betra líf í Vatna­görð­um í hættu eft­ir að eld­ur kvikn­aði þar í fe­brú­ar í fyrra. Áfanga­heim­il­ið flutti þá upp í Kópa­vog. Í styrk­umsókn til Reykja­vík­ur fór Arn­ar með rang­færsl­ur en fékk engu að síð­ur rúm­ar 24 millj­ón­ir fyr­ir rekst­ur­inn. Full­trúi fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins lýsti áhyggj­um af eit­ur­lyfja­sölu og vændi á einu áfanga­heim­il­inu.
Fékk milljónir frá Reykjavíkurborg þrátt fyrir rangfærslur í umsókn
3
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

Fékk millj­ón­ir frá Reykja­vík­ur­borg þrátt fyr­ir rang­færsl­ur í um­sókn

Í um­sókn til Reykja­vík­ur­borg­ar um styrk sagði Arn­ar Gunn­ar Hjálm­týs­son, rekstr­ar­að­ili áfanga­heim­ila Betra lífs, að þau væru í sam­starfi við Berg­ið headspace og Pieta, sam­tök sem kann­ast ekki við að vera eða hafa ver­ið í sam­starfi við Betra líf. Ekk­ert virð­ist hafa ver­ið gert hjá borg­inni til að sann­reyna það sem stóð í um­sókn­inni.
Heidelberg reyndi að beita Hafró þrýstingi fyrir opinn íbúafund í Ölfusi
5
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Heidel­berg reyndi að beita Hafró þrýst­ingi fyr­ir op­inn íbúa­fund í Ölfusi

Lög­manns­stof­an Logos sendi tölvu­póst fyr­ir hönd Heidel­berg með beiðni um að starfs­mað­ur Haf­rann­sókn­ar­stofn­un­ar tæki ekki þátt í opn­um íbúa­fundi í Ölfusi. Starfs­mað­ur­inn hafði unn­ið rann­sókn um áhrif námu­vinnslu fyr­ir­tæk­is­ins á fiski­mið og hrygn­ing­ar­svæði nytja­stofna úti fyr­ir strönd Ölfuss. Skylda Hafró að upp­lýsa al­menn­ing seg­ir for­stjór­inn.
Aníta var send heim með dóttur sína og „ekki einu sinni hálfum sólarhringi seinna er Winter farin“
8
Fréttir

Aníta var send heim með dótt­ur sína og „ekki einu sinni hálf­um sól­ar­hringi seinna er Win­ter far­in“

Aníta Björt Berkeley deil­ir frá­sögn sinni af með­ferð heil­brigðis­kerf­is­ins á veikri dótt­ur sinni, Win­ter. Win­ter dó í nóv­em­ber á síð­asta ári, tæp­lega sjö vikna göm­ul. Aníta seg­ist hafa þurft að berj­ast fyr­ir rann­sókn­um á dótt­ur sinni og að henni hafi ver­ið mætt með ásök­un­um af hálfu lækna og hjúkr­un­ar­fræð­inga. Dótt­ir henn­ar var út­skrif­uð af spít­al­an­um þrátt fyr­ir mót­bár­ur Anítu og tæp­lega hálf­um sól­ar­hring síð­ar lést hún.

Mest lesið í mánuðinum

Auður Jónsdóttir
2
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
3
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Saga af áralangri vanrækslu og vonleysi: „Þetta heitir Betra líf sko“
10
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

Saga af ára­langri van­rækslu og von­leysi: „Þetta heit­ir Betra líf sko“

Slökkvi­lið­ið hef­ur sent kæru til lög­reglu á hend­ur Arn­ari Gunn­ari Hjálm­týs­syni fyr­ir að hafa stefnt lífi og heilsu íbúa áfanga­heim­il­is­ins Betra líf í Vatna­görð­um í hættu eft­ir að eld­ur kvikn­aði þar í fe­brú­ar í fyrra. Áfanga­heim­il­ið flutti þá upp í Kópa­vog. Í styrk­umsókn til Reykja­vík­ur fór Arn­ar með rang­færsl­ur en fékk engu að síð­ur rúm­ar 24 millj­ón­ir fyr­ir rekst­ur­inn. Full­trúi fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins lýsti áhyggj­um af eit­ur­lyfja­sölu og vændi á einu áfanga­heim­il­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár