Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Flakkaði milli fjölskyldumeðlima á meðan hún var í menntaskóla

Það er þing­kon­unni Lilju Rann­veigu Sig­ur­geirs­dótt­ur hjart­ans mál að koma upp heima­vist á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Hún var sjálf nem­andi sem flutti í bæ­inn til að stunda nám við Verzl­un­ar­skóla Ís­lands og þekk­ir það því af eig­in raun að geta ekki kom­ið sér al­menni­lega fyr­ir á með­an nám­inu stend­ur. Hún seg­ir það skipta máli að það sé heima­vist á höf­uð­borg­ar­svæð­inu til að tryggja jafn­rétti fyr­ir alla á land­inu þeg­ar kem­ur að námi.

Flakkaði milli fjölskyldumeðlima á meðan hún var í menntaskóla
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir „Allar mömmurnar í bekknum náttúrulega vorkenndu mér þannig ég gat gist á sófanum alls staðar.“ Mynd: Golli

Sem unglingur vissi Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir nákvæmlega í hvaða menntaskóla hún ætlaði. Hún vildi fara í Verzlunarskólann þar sem hún vildi taka þátt í söngleikjunum. Þar sem Lilja Rannveig bjó úti á landi, og foreldrar hennar einnig, þurfti hún að finna sér einhvern samastað á meðan náminu stóð. Verandi eingöngu 15 ára voru möguleikarnir takmarkaðir. Á öðru árið leigði hún á almennum leigumarkaði en hin árin bjó hún hjá ættingjum. 

Lilja Rannveig telur að hún hafi verið heppin miðað við marga aðra í svipuðum sporum. Hún bjó meðal annars hjá afa sínum og hjá fjölskyldumeðlimum. Stundum þurfti hún að fara út af heimilunum og neyddist hún í nokkur skipti til að leigja sér hótelherbergi.

„Allar mömmurnar í bekknum náttúrulega vorkenndu mér þannig að ég gat gist á sófanum alls staðar. Þetta voru náttúrlega algjör forréttindi,“ segir Lilja Rannveig. 

Ekki voru allir jafn heppnir og Lilja Rannveig en hún þekkir til …

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár