Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Flakkaði milli fjölskyldumeðlima á meðan hún var í menntaskóla

Það er þing­kon­unni Lilju Rann­veigu Sig­ur­geirs­dótt­ur hjart­ans mál að koma upp heima­vist á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Hún var sjálf nem­andi sem flutti í bæ­inn til að stunda nám við Verzl­un­ar­skóla Ís­lands og þekk­ir það því af eig­in raun að geta ekki kom­ið sér al­menni­lega fyr­ir á með­an nám­inu stend­ur. Hún seg­ir það skipta máli að það sé heima­vist á höf­uð­borg­ar­svæð­inu til að tryggja jafn­rétti fyr­ir alla á land­inu þeg­ar kem­ur að námi.

Flakkaði milli fjölskyldumeðlima á meðan hún var í menntaskóla
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir „Allar mömmurnar í bekknum náttúrulega vorkenndu mér þannig ég gat gist á sófanum alls staðar.“ Mynd: Golli

Sem unglingur vissi Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir nákvæmlega í hvaða menntaskóla hún ætlaði. Hún vildi fara í Verzlunarskólann þar sem hún vildi taka þátt í söngleikjunum. Þar sem Lilja Rannveig bjó úti á landi, og foreldrar hennar einnig, þurfti hún að finna sér einhvern samastað á meðan náminu stóð. Verandi eingöngu 15 ára voru möguleikarnir takmarkaðir. Á öðru árið leigði hún á almennum leigumarkaði en hin árin bjó hún hjá ættingjum. 

Lilja Rannveig telur að hún hafi verið heppin miðað við marga aðra í svipuðum sporum. Hún bjó meðal annars hjá afa sínum og hjá fjölskyldumeðlimum. Stundum þurfti hún að fara út af heimilunum og neyddist hún í nokkur skipti til að leigja sér hótelherbergi.

„Allar mömmurnar í bekknum náttúrulega vorkenndu mér þannig að ég gat gist á sófanum alls staðar. Þetta voru náttúrlega algjör forréttindi,“ segir Lilja Rannveig. 

Ekki voru allir jafn heppnir og Lilja Rannveig en hún þekkir til …

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
6
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár