Sem unglingur vissi Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir nákvæmlega í hvaða menntaskóla hún ætlaði. Hún vildi fara í Verzlunarskólann þar sem hún vildi taka þátt í söngleikjunum. Þar sem Lilja Rannveig bjó úti á landi, og foreldrar hennar einnig, þurfti hún að finna sér einhvern samastað á meðan náminu stóð. Verandi eingöngu 15 ára voru möguleikarnir takmarkaðir. Á öðru árið leigði hún á almennum leigumarkaði en hin árin bjó hún hjá ættingjum.
Lilja Rannveig telur að hún hafi verið heppin miðað við marga aðra í svipuðum sporum. Hún bjó meðal annars hjá afa sínum og hjá fjölskyldumeðlimum. Stundum þurfti hún að fara út af heimilunum og neyddist hún í nokkur skipti til að leigja sér hótelherbergi.
„Allar mömmurnar í bekknum náttúrulega vorkenndu mér þannig að ég gat gist á sófanum alls staðar. Þetta voru náttúrlega algjör forréttindi,“ segir Lilja Rannveig.
Ekki voru allir jafn heppnir og Lilja Rannveig en hún þekkir til …
Athugasemdir