Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

11 ára stúlka fann stærsta sæskrímsli sögunnar

Ru­by Reynolds og pabbi henn­ar voru að vappa í fjör­unni við Somer­set á Bretlandi þeg­ar hún kom auga á nokk­uð sem hafði ver­ið graf­ið í fjöru­borð­inu í 205 millj­ón­ir ára.

11 ára stúlka fann stærsta sæskrímsli sögunnar
Hvaleðlan í Somerset áður en hún grófst í sandinn sem varðveitti leifar hennar í 205 milljón ár. Myndina gerði Sergey Krasovskiy.

Stærsta hvaleðla sem fundist hefur er nú komin fram í dagsljósið, um það bil 205 milljónum ára eftir að hún drapst við ósa ár einnar sem féll út í heldur þröngt úthaf.

Úthafið heitir núna Norður-Atlantshaf og er ansi miklu breiðara en það var þá, áin hefur fengið nafnið Severn og rennur um Bretland, nánar tiltekið héraðið Somerset.

Og eðlan?

Jú, árið 2020 voru feðgin á rölti í fjörunni við ósa Severn og hin 11 ára Ruby Reynolds rakst á eitthvað sem henni fannst óvenjulegt. Hún kallaði í Justin föður sinn og eftir að hafa skoðað hlutinn hátt og lágt töldu þau líklegt að þarna væri um steingerving að ræða.

Steingerving af neðri kjálka úr einhverju dularfullu dýri.

Þau sáu móta fyrir stórum tönnum. Já, engum smáræðis tönnum.

Feðginin höfðu samband við Dean Lomax steingervingafræðing við háskólann í Bristol og í gær birti vefritið Plos One ritgerð eftir Lomax og nokkra félaga um þennan beinafund. Athygli vekur að bæði Justin Reynolds og Ruby dóttir hans eru skráðir meðhöfundar ritgerðarinnar.

Ekki á hverjum degi sem 14 ára gömul stúlka er meðal höfunda að alvarlegri vísindagrein í alvarlegu vísindariti.

Dean Lomax (lengst til vinstri), Ruby Reynolds og Justin faðir hennar, og Paul de la Salle.De la Salle fann árið 2018 bein af svipaðri eðlu í fjöru við Bretland og tók þátt í að rannsaka beinin sem Reynolds-feðginin fundu. Fyrir framan eru steingervingarnir.

Niðurstaðan er sú að um sé að ræða áður óþekkta tegund af hvaleðlu (ichthyosaurus) en þær lifðu í sjónum kringum risaheimsálfuna Pangeu og síðan í innhöfum og fjörðum og flóum og sundum þegar Pangea tók að klofna í sundur.

Og það var engin smá eðla. 

Grundvallarmunur var á útliti og líkamsbyggingu hvaleðla (efri mynd) og svaneðla (neðri mynd).Hvorug dýrin voru af kyni risaeðla. Hvaleðlur þróuðust fyrst, líklega fyrir um 250 milljón árum, en svaneðlur „ekki fyrr“ en fyrir rétt tæplega 200 milljón árum, enda var þá pláss í sjónum eftir að margar tegundir hvaleðla höfðu dáið út.

Út frá þeim steingervingum sem fundist hafa hefur verið reiknað út að hún hafi verið sannkallað skrímsli — 25 metra löng og raunar kannski lengri.

Það sem meira er, skrímslið virðist hafa verið fremur ungt að árum og enn að stækka eins og títt er að eðlur geri nær alla ævina. Enginn veit því hve löng eðlan hefði getað orðið.

Þarna er ótvírætt um að ræða lengsta og eflaust líka þyngsta sjávarskriðdýr sem vitað er um. Engin hvaleðla af þessari lengd hefur áður fundist og heldur ekki svaneðla (plesiosaurus). 

Langreyðar á vorum dögum geta náð 25 metra lengd og steypireyðar 30 metrum, hugsanlega 32 metrum. En hvaleðlan hennar Ruby er þá altént þriðja stærsta sjávardýr sögunnar.

Aðeins fáeinum milljónum ára eftir að hvaleðlan drapst af ókunnum ástæðum við ósa Severn fljóts — eða fyrir 201 milljón árum — urðu miklar hamfarir á jörðinni og þá dóu margar hvaleðlutegundir út.

Ástæðurnar eru ekki að fullu ljósar en marga vísindamenn grunar að gríðarleg eldvirkni á mótum Norður- og Suður-Ameríku annars vegar og Evrópu og Afríku hins vegar sé helsti sökudólgurinn, en tvístrun Pangeu var þá í fullum gangi.

Hvaleðlur við leik skammt frá ströndum Bretlands.Gabriel Ugueto teiknaði myndina.

Kjósa
24
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár