Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Samtökin '78 kæra grunnskólakennara fyrir hatursorðræðu

Sam­tök­in '78, hags­muna­fé­lag hinseg­in fólks á Ís­landi, hafa kært Helgu Dögg Sverr­is­dótt­ur grunn­skóla­kenn­ara til lög­reglu fyr­ir hat­ursorð­ræðu í garð hinseg­in fólks. Helga hef­ur skrif­að mik­ið um skoð­an­ir sín­ar á mál­efn­um trans fólks á blogg­síðu sinni.

Samtökin '78 kæra grunnskólakennara fyrir hatursorðræðu
Hatursorðræða „Það hefur ekkert reynt á þessi lög um hatursorðræðu gagnvart hinsegin fólki á þennan hátt,“ segir formaður Samtakanna '78. Mynd: Golli

Samtökin '78 hafa kært Helgu Dögg Sverrisdóttur, grunnskólakennara á Akureyri, til lögreglunnar á Norðurlandi eystra fyrir hatursorðræðu gegn hinsegin fólki. Þetta staðfestir Bjarndís Helga Tómasdóttir, formaður samtakanna, í samtali við Heimildina.

Bjarndís segir að Samtökin '78 telji þetta mikilvægt í ljósi þess að Helga gegnir trúnaðarstöðu fyrir börn. Staða hennar gefi orðum hennar þannig meira vægi. En Bjarndís nefnir einnig hve oft Helga tjáir sig með tilteknum hætti – en Helga tjáir sig óspart um málefni trans fólks á bloggsíðu sinni.

„Það hefur ekkert reynt á þessi lög um hatursorðræðu gagnvart hinsegin fólki á þennan hátt,“ segir Bjarndís. „Við viljum láta reyna á að sjá hvar línan liggur.“ Hún bætir því við að samtökin standi vörð um rétt alls hinsegin fólks. „Þetta er okkar hlutverk að gæta þeirra hagsmuna – að gæta til að mynda hagsmuna barnanna sem hún gegnir trúnarstöðu gagnvart.“

Segir Samtökin reyna að þagga niður lýðræðislega umræðu …

Kjósa
35
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Elín Kona Eddudóttir skrifaði
    Takk fyrir það Samtökin 78 🙂
    0
  • TM
    Tómas Maríuson skrifaði
    Að henni finnst flöggun transfána vera "áróður" segir líklega allt um þessa manneskju.
    1
  • ETK
    Eysteinn T. Kristinsson skrifaði
    Er þetta ekki svona SLAPP ákæra sem hefur verið fjallað um nýlega á heimildini? Eða svona kærur sem snúast um að kæfa málfrelsi?
    2
    • Martin Swift skrifaði
      Nei, varla. Helga sinnir trúnaðarstörfum gagnvart börnum og ungmennum, og háalvarlegt að hún skuli viðhafa viðlíka orðræðu um trans fólk.

      Kennarar eru ennfremur opinberir starfsmenn og bera ákveðnar skyldur sem setja hegðun þeirra skorður.
      https://www.althingi.is/lagas/nuna/1996070.html
      7
    • Ólafur Garðarsson skrifaði
      Fann ekki hatursorðræðuna í greinum Helgu. Þetta var að sögn kært til lögreglu sem hatursorðræða. Hafi hún brotið reglur gagnvart skólanum er eðlilegra að samtökin ræði við skólann og færi rök fyrir sjónarmiðum samtakanna. Sýnist skýrt verið að ógna konunni svo hún tjái ekki skoðanir sínar um þessi mál. Virðist vera slaufunartaktík. Samtökin koma manni fyrir sjónir sem hrædd og þau þurfi að vera með þessi mál í felum þegar þau geta ekki unað fólki gagnrýni á þróunina. Opin umræða mundi hjálpa þeim meira jafnvel þó sumt sé sárt að heyra eða lesa. Slaufunartaktíkin er byggð á ótta og fælni sem hægir bara á þroska samfélagsins.
      2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
3
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
6
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár