Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

OK til bjargar Coop

Danska versl­ana­sam­steyp­an Coop hef­ur um langa hríð glímt við rekstr­ar­erf­ið­leika. Margs kon­ar hag­ræð­ing­ar hafa ekki dug­að til að koma rekstr­in­um í við­un­andi horf. Nú hef­ur orku­fyr­ir­tæk­ið OK ákveð­ið að koma Coop til bjarg­ar og legg­ur til veru­legt fjár­magn.

Á allmörgum undanförnum árum hafa af og til birst í dönskum fjölmiðlum fréttir af erfiðleikum í rekstri Coop. Ástæðurnar eru margar, meðal annars þær að Coop hefur um áratuga skeið rekið verslanir í smábæjum og byggðarkjörnum víða um land sem hafa ekki getað keppt við stærri verslanir, sem bjóða lægra verð. Bættar samgöngur og aukin bílaeign valda því að viðskiptavinirnir setja ekki fyrir sig að keyra drjúgan spöl til að komast í stærri verslanir þar sem úrvalið er meira en hjá „kaupmanninum á horninu“ og verðið hagstæðara. Samkeppnin er hörð enda verslanir í landinu allt of margar miðað við íbúafjöldann að mati sérfræðinga í verslunarrekstri. 

Rekstur Salling group, sem rekur fjölmargar verslanir undir ýmsum nöfnum, m.a. Netto, Føtex og Bilka, hefur gengið vel og auk þess hafa komið til sögunnar ný fyrirtæki sem róa á sömu mið ef svo mætti að orði komast. Þar má nefna Rema 1000 sem rekur nú um það bil 400 verslanir og þýska fyrirtækið Lidl með um það bil 160 verslanir. 

Coop-samsteypan rekur samtals tæplega eitt þúsund verslanir og starfsmenn eru um það bil 40 þúsund.

Löng saga

Í ársbyrjun 1896 urðu til, undir forystu nokkurra kaupmanna á Jótlandi, samtök sem fengu nafnið „Fællesforeningen for Danmarks Brugsforeninger“, sem allar götur síðan hefur gengið undir skammstöfuninni FDB.

Jósku kaupmennirnir höfðu um nokkurra ára skeið sameinast um kaup á ýmsum vörutegundum. Ári eftir stofnunina komu fyrstu vörurnar sem framleiddar voru undir merkjum FDB á markaðinn. Það var kaffi, hét einfaldlega FDB kaffi, fyrstu árin voru tvær tegundir í boði en þeim fjölgaði fljótlega og kaffið fékk annað heiti, Cirkel. Þetta kaffi er enn á markaðnum og auglýsingaplakat fyrir kaffið er eitt þekktasta sinnar gerðar í Danmörku. 

Auglýsingin frægaCirkel kaffe er enn framleitt og hið gamla auglýsingaspjald er fyrir löngu orðið klassík.

Á næstu árum og áratugum voru fjölmargar vörur framleiddar undir merkjum FDB, stærstur hluti framleiddur í verksmiðjum samtakanna í Viby hverfinu í Árósum, verksmiðjusvæðið var 55 þúsund fermetrar. Eftir miðja síðustu öld fór smám saman að draga úr þessari framleiðslu og henni var að mestu hætt fyrir síðustu aldamót. Sumar vörurnar, til dæmis kaffið, eru þó enn framleiddar.

Neytendablað og húsgögn

Fyrir rúmu ári skrifaði höfundur þessa pistils grein í Heimildina um sögu Coop og þau dökku ský sem þá voru að hrannast upp í rekstrinum. Þar var meðal annars sagt frá tímariti samtakanna og framleiðslu húsgagna og þessi umfjöllun er endurbirt hér.

Fyrir fólkiðFDB-húsgögnin voru mjög vinsæl en halla fór undan fæti þegar verslanir á borð við IKEA komu á markaðinn og buðu betur.

Árið 1928 hóf FDB útgáfu tímarits um neytendamál. Það hét Brugsforenings-Bladet en nafninu var síðar breytt og heitir nú Samvirke. Í blaðinu er fjallað um neytendamál á breiðum grunni og Samvirke er, samkvæmt könnunum Gallup, eitt mest lesna og trúverðugasta tímarit landsins.

Árið 1940 var hinn þekkti arkitekt Børge Mogensen ráðinn til að veita forstöðu teiknistofu sem FDB ákvað að setja á laggirnar. Þar átti að hanna húsgögn handa dönskum fjölskyldum, húsgögnin áttu að vera einföld og á viðráðanlegu verði en jafnframt sterk og endingargóð. Framleiðsla hófst árið 1945 og húsgögnin nutu strax mikilla vinsælda. Um sama leyti og sala húsgagnanna hófst lét FDB gera 25 mínútna langa auglýsingamynd sem sýnd var í kvikmyndahúsum, hún hét „En lys og lykkelig fremtid“.

Aðalpersónurnar eru ungt par sem er að byrja búskap en er í vandræðum með að velja húsgögn í íbúðina. Þegar unga fólkið sér FDB húsgögnin er vandinn leystur og parið er sannfært um að þess bíði „björt og gæfurík framtíð“. Børge Mogensen lét af störfum yfirmanns teiknistofunnar árið 1950 en í kjölfar hans komu aðrir þekktir danskir húsgagnahönnuðir, þar á meðal Poul Volther. 

Auglýsing FDB

Teiknistofunni var lokað árið 1968 en húsgögnin voru framleidd til ársins 1980. Þá voru breyttir tímar, úrval ódýrra húsgagna hafði aukist til muna, ekki síst eftir að IKEA opnaði verslanir í Danmörku, þá fyrstu árið 1969.

Árið 2013 ákvað FDB að setja á markaðinn nokkur þeirra húsgagna sem áður voru framleidd á verkstæðum fyrirtækisins. Og það var eins og við manninn mælt, húsgögnin rokseldust og nú rekur FDB fleiri en 10 verslanir í Danmörku og húsgögnin auk þess seld í mörgum öðrum húsgagnaverslunum. Auk húsgagna „gömlu meistaranna“ framleiðir FDB nú líka húsgögn yngri hönnuða.

Þess má geta að fyrir fáum árum kom út bók um sögu FDB-húsgagnanna, hún ber sama nafn og auglýsingamyndin frá 1945, „En lys og lykkelig fremtid“.

Blikur á lofti

Eins og nefnt var í upphafi þessa pistils hefur Coop um árabil glímt við erfiðleika í rekstrinum. Í byrjun febrúar á síðasta ári var tilkynnt að 17 af 65 Irmu-verslunum yrði lokað en hinar 48 framvegis reknar undir öðrum nöfnum Coop en Irmu-verslanirnar keypti Coop árið 1982. Skýringin á þessari breytingu var sögð sú að Irma væri of lítil rekstrareining.

KjörbúðVerslanir sem nú eru kallaðar 365discount hétu áður Fakta. Þetta er ekki eina nafnabreytingin sem farið hefur verið í.

Þá lá einnig fyrir að verslanir sem reknar voru undir nafninu Fakta hyrfu af sjónarsviðinu, í staðinn kæmu verslanir sem nefndust 365discount. Ætlunin var að Coop ræki framvegis þrjár verslanakeðjur, Kvickly, SuperBrugsen og 365discount, DagligBrugsen-verslanirnar myndu hverfa. Um líkt leyti var greint frá því að Coop hefði selt húseignir víða um land fyrir um einn milljarð danskra króna og í lok mars á síðasta ári var svo greint frá því að Coop hefði selt eignir og landspildu í Albertslund, skammt frá Kaupmannahöfn, fyrir einn milljarð danskra króna.

Nafnabreytingasirkusinn

Á síðasta ári kom í ljós að fjárhagsvandræði Coop-samstæðunnar væru meiri og alvarlegri en flestum var kunnugt um. Danir höfðu varla áttað sig á „nýju“ nöfnunum á verslunum þegar tilkynnt var um enn eina breytinguna. Nú skyldu allar verslanir samstæðunnar bera nöfnin Coop. Hin gamalgrónu nöfn Kvickly og SuperBrugsen áttu að hverfa. Danirnir klóruðu sér í kollinum yfir þessum breytingum, „ný og betri rekstraráætlun“ sagði forstjórinn Kræn Østergård Nielsen. Hafi einhverjir gert sér í hugarlund að nú væri þessum sífelldu nafnabreytingum lokið reyndist það ekki alveg svo.

OK kemur til sögunnar

Hinn 12. apríl síðastliðinn bárust nýjar fréttir úr höfuðstöðvum Coop. Danskir fjölmiðlar kölluðu tilkynninguna stórfrétt. Í fyrsta lagi, og það sem mesta athygli vakti, var að orkusölufyrirtækið OK myndi koma með 2 milljarða danskra króna (40 milljarða íslenska) inn í reksturinn. Í öðru lagi yrði ekkert úr „stóru nafnabreytingunni“, eins það var kallað, nöfnin Kvickly og SuperBrugsen, ásamt gamla Brugsen-nafninu yrðu áfram á sínum stað. Og í þriðja lagi að skipt yrði um forstjóra. Mesta athygli vakti fréttin um að OK væri að ganga til liðs við Coop.

OKFélagið OK rekur m.a. bensínstöðvar. Það á nú stóran hlut í Coop-samsteypunni og mun fá að ráða miklu um framtíð verslana sem undir hana heyra.

Í tilkynningunni kom fram að OK fengi jafnframt mikil völd varðandi alla ákvarðanatöku hjá Coop, bestemmende indflydelse, eins og það var orðað. Þegar forsvarsmenn OK voru spurðir hvers vegna fyrirtækið hefði tekið ákvörðun um að koma til liðs við Coop var svar forstjórans einfalt: „OK fyrirtækið stendur vel, við höfum lengi verið í samvinnu við Coop varðandi staðsetningu bensínstöðva okkar og viljum gjarnan styrkja þessa samvinnu.“ 

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
1
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
„Takk fyrir að gefa stað sem er nú rannsakaður fyrir mansal svona góð ummæli“
4
Fréttir

„Takk fyr­ir að gefa stað sem er nú rann­sak­að­ur fyr­ir man­sal svona góð um­mæli“

At­hygl­is­verð um­mæli hafa birst und­ir net­gagn­rýni um Gríska hús­ið á Google. Þar virð­ist veit­inga­stað­ur­inn, sem var lok­að­ur af lög­reglu í gær vegna gruns um man­sal, þakka ánægð­um við­skipta­vin­um fyr­ir að veita staðn­um já­kvæð um­mæli þrátt fyr­ir man­sal­ið. Gríska hús­ið hef­ur al­mennt ver­ið dug­legt að svara gagn­rýn­end­um sín­um full­um hálsi á net­inu.
Running Tide hætt starfsemi í Bandaríkjunum
5
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide hætt starf­semi í Banda­ríkj­un­um

Marty Od­lin, stofn­andi og for­stjóri Runn­ing Tide í Banda­ríkj­un­um, hef­ur til­kynnt að starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins hafi ver­ið lögð nið­ur. Sömu sögu er að segja af dótt­ur­fé­lagi þess á Akra­nesi. Í nýj­asta tölu­blaði Heim­ild­ar­inn­ar var fjall­að um að­gerð­ir Runn­ing Tide hér á landi. Þær fólust í því að henda kanadísku timb­urk­urli í haf­ið inn­an lög­sögu Ís­lands.
Sambúðin sem sært hefur VG nánast til ólífis
8
GreiningRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Sam­búð­in sem sært hef­ur VG nán­ast til ólíf­is

Vinstri græn sungu há­stöf­um á lands­fundi sín­um fyr­ir rúmu ári: „Það gæti ver­ið verra.“ Nú hef­ur það raun­gerst. Flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um og hef­ur ekki sam­mælst um nýja for­ystu eft­ir brott­hvarf eins vin­sæl­asta stjórn­mála­manns lands­ins og flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um. Hvort flokk­ur­inn sé nægi­lega sterk­ur til að spyrna sér upp og forða sér frá út­rým­ingu á eft­ir að koma í ljós.
„Ég mun hrópa hallelúja uppi í Hallgrímskirkjuturni þegar þessi ríkisstjórn hefur lagt upp laupana“
10
Stjórnmál

„Ég mun hrópa hallelúja uppi í Hall­gríms­kirkjut­urni þeg­ar þessi rík­is­stjórn hef­ur lagt upp laup­ana“

Inga Sæ­land, formað­ur Flokks fólks­ins, ætl­ar að fara upp í Hall­gríms­kirkjut­urn og „hrópa hallelúja“ þeg­ar rík­is­stjórn Sjálf­stæð­is­flokks, Fram­sókn­ar­flokks og Vinstri grænna legg­ur upp laup­ana. Mið­flokk­ur­inn íhug­ar að leggja fram van­traust á mat­væla­ráð­herra eft­ir helgi. Þing­mað­ur Við­reisn­ar styð­ur til­lög­una.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
1
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
„Takk fyrir að gefa stað sem er nú rannsakaður fyrir mansal svona góð ummæli“
7
Fréttir

„Takk fyr­ir að gefa stað sem er nú rann­sak­að­ur fyr­ir man­sal svona góð um­mæli“

At­hygl­is­verð um­mæli hafa birst und­ir net­gagn­rýni um Gríska hús­ið á Google. Þar virð­ist veit­inga­stað­ur­inn, sem var lok­að­ur af lög­reglu í gær vegna gruns um man­sal, þakka ánægð­um við­skipta­vin­um fyr­ir að veita staðn­um já­kvæð um­mæli þrátt fyr­ir man­sal­ið. Gríska hús­ið hef­ur al­mennt ver­ið dug­legt að svara gagn­rýn­end­um sín­um full­um hálsi á net­inu.
Bankarnir búnir með alla sénsa - peningaþvættisvarnir í ólestri
8
FréttirPeningaþvætti

Bank­arn­ir bún­ir með alla sénsa - pen­inga­þvættis­varn­ir í ólestri

Tæp­lega 600 millj­ón króna sátt Ís­lands­banka við yf­ir­völd vegna ónógra pen­inga­þvættis­varna er til marks um að bæði séu séns­ar eft­ir­lits­að­ila á þrot­um og að mun hærri sekt­ir verði lagð­ar á fyr­ir­tæki en áð­ur. Ari­on banki er næst­ur, en óljóst er hversu há sú sekt verð­ur. Fyr­ir tveim­ur ár­um greiddi Salt­Pay rúm­lega tíu sinn­um lægri sekt fyr­ir mun al­var­legri brot.

Mest lesið í mánuðinum

Auður Jónsdóttir
1
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
3
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
Saga af áralangri vanrækslu og vonleysi: „Þetta heitir Betra líf sko“
8
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

Saga af ára­langri van­rækslu og von­leysi: „Þetta heit­ir Betra líf sko“

Slökkvi­lið­ið hef­ur sent kæru til lög­reglu á hend­ur Arn­ari Gunn­ari Hjálm­týs­syni fyr­ir að hafa stefnt lífi og heilsu íbúa áfanga­heim­il­is­ins Betra líf í Vatna­görð­um í hættu eft­ir að eld­ur kvikn­aði þar í fe­brú­ar í fyrra. Áfanga­heim­il­ið flutti þá upp í Kópa­vog. Í styrk­umsókn til Reykja­vík­ur fór Arn­ar með rang­færsl­ur en fékk engu að síð­ur rúm­ar 24 millj­ón­ir fyr­ir rekst­ur­inn. Full­trúi fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins lýsti áhyggj­um af eit­ur­lyfja­sölu og vændi á einu áfanga­heim­il­inu.
„Hann sagði við mig að ef mér mislíkaði þetta gæti ég bara flutt út“
9
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

„Hann sagði við mig að ef mér mis­lík­aði þetta gæti ég bara flutt út“

Sylwia Burzy­kowska leigði 12 fer­metra her­bergi á áfanga­heim­ili Betra lífs á Kópa­vogs­braut á 140 þús­und krón­ur á mán­uði sem hún þurfti að greiða í reiðu­fé. Hún skrif­aði und­ir ótíma­bund­inn leigu­samn­ing en hafði að­eins bú­ið þar í þrjá mán­uði þeg­ar hús­ið var rif­ið í byrj­un mán­að­ar­ins. Sylwia býr nú í tjaldi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu