Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

„Þessi ríkisstjórn er ekkert annað en skaðræði“

Í dag­skrárliðn­um störf þings­ins mætti fjöl­breytt­ur hóp­ur þing­manna stjórn­ar­and­stöð­unn­ar í ræðu­púlt og sögðu nýtt rík­is­stjórn­ar­sam­starf strax vera að lið­ast í sund­ur. Bentu þing­menn­irn­ir á óein­ingu væri strax far­ið að gæta með­al stjórn­ar­flokk­anna gagn­vart þeim mála­flokk­um sem rík­is­stjórn­in hef­ur lagt áherslu á að ljúka á þessu kjör­tíma­bili. Þá þótti mörg­um stjórn­ar­and­stöðulið­um ný fjár­mála­áætl­un vera þunn­ur þrett­ándi.

„Þessi ríkisstjórn er ekkert annað en skaðræði“
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins sagði nýja ríkisstjórn undir forsæti Bjarna Benediktssonar vera skaðræði fyrir íslenska þjóð og hvatti þingheim til styðja vantrauststillögu sína á ríkisstjórnina. Mynd: Golli

Þingmenn úr röðum stjórnarandstöðuflokkanna voru ómyrkir í máli á dagskrárliðnum störfum þingsins í dag. Töldu flestir að endurnýjað stjórnarsamstarf stæði á veikum grunni. Ríkisstjórnin væri óstarfshæf til þess að leiða ýmis mikilvæg mál til lykta á kjörtímabilinu.

Þá þótti mörgum nýútgefin fjármálaáætluns, sem gildir til 2029, vera til marks um stefnuleysi stjórnvalda. Áætlunin væri hvorki sannfærandi né til þess fallin að stuðla að draga úr verðbólgu og stuðla jafnvægi í efnahagsmálum. 

Ágreiningur um þrjú megin stefnumál ríkisstjórnarinnar 

Í ræðu sinni vakti Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, athygli á grein sem Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, birti á Vísi í gær. Sagði Bergþór að þar hefði formaður Vinstri grænna komið á framfæri sýn á orkumálum sem væri gjörólík þeirri sem hinir tveir stjórnarflokkarnir hefðu til málaflokksins. 

Hið sama ætti við um stefnu ríkisstjórnarinnar í útlendingamálum og ríkisfjármálum. Nýleg fjármálaætlun ríkisstjórnarinnar sé óljós að hans mati og þótti Bergþóri greinilegt að verið væri að fela Seðlabankanum einum það hlutverk að kveða niður verðbólgu. 

„Það er auðvitað ekki boðleg staða að þingmenn stjórnarflokkanna og ráðherrarnir sérstaklega, sem eru svona rétt búnir að ná sér upp úr gleðiföðmum síðustu viku, finni sig í þeirri stöðu að þrjú megináhersluatriði ríkisstjórnarinnar, þrjú í raun einu áhersluatriði ríkisstjórnarinnar eins og mál eru lögð fram, eru öll í uppnámi, hvert og eitt einasta. Við hverju er að búast þegar svona er um hnútana búið?“ spurði Bergþór. 

Í ræðu sinni tók Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, í sama streng og sagði ágreining stjórnarflokkanna vera öllum ljós. Í ræðu sinni lýsti hann stjórnarsamstarfinu sem einum langdregnasta skilnaði Íslandssögunnar.

„Flokkarnir þrír eru því ekki samstiga um þrjú helstu áhersluatriði sín núna þegar heitin voru endurnýjuð á dögunum. Það kallar á að ný ríkisstjórn verði mynduð í landinu hið fyrsta,“ sagði Sigmar. 

Fjármálaætlunin ósannfærandi  

Formaður Samfylkingarinnar, Kristrún Frostadóttir, lagði áherslu á nýbirta fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Taldi hún áætlanir ríkisstjórnarinnar um fjármögnun útgjalda meðal annars vegna kjarasamninga duga skammt. 

Sagði hún einu aðhaldsaðgerðirnar sem boðaðar eru í áætluninni vera árs frestun á upptöku nýs örorkubótakerfis og endurmat á forsendum um hve margir verða á örorku.  

Þá nefndi hún einnig áætlanir ríkisstjórnarinnar um að draga úr heimildum í varasjóðum og fjárfestingum. Sjóðum sem Kristrún segir að hafi ekki staðið til að nýta.

„Að kalla slíkt aðhald er ekkert annað en bókhaldsbrella, hvað þá að tala um pólitíska ákvörðun. Þetta skiptir máli upp á efnahagsmálin því að mótvægisaðgerðir telja ekki gagnvart verðbólgu ef þær fela ekki í sér raunverulega ákvarðanatöku,“ sagði Kristrún.

„Þessi ríkisstjórn er ekkert annað en skaðræði“

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, var á sama máli og sagði að þrátt fyrir fögur fyrirheit og stofnun ýmis konar stýri- og starfshópa, hafi ríkisstjórnin ekki náð neinum af sínum markmiðum. 

„Staðan hefur aldrei verið verri í heilbrigðismálum og fasteignamarkaðurinn er gjörsamlega í rúst. Samt er komið hér upp ítrekað og talað um hvað hér drjúpi smjör af hverju strái og allt sé frábært. Það eru ósannindi og það veit fólkið í landinu,“ sagði Inga. 

Þá nefndi Inga einnig viðbrögð Ingu við neyð Grindvíkina og sagði ríkisstjórnina hafa dregið lappirnar við að koma bæjarbúum til aðstoðar.  

„Er það furða þó að við viljum losna við þessa ríkisstjórn? Þessi ríkisstjórn er ekkert annað en skaðræði fyrir íslenskt samfélag og ég skora á alla sem vettlingi geta valdið að mæta á þingpallana á morgun þegar ég mæli fyrir þessu vantrausti gagnvart ríkisstjórn Íslands.“

Flokkur fólksins ásamt þingflokki Pírata hafa mælt fyrir um þingsályktunartillögu um vantraust á ríkisstjórnina. Þar sem lagt er til að þing verði rofið í lok júlí og boðað til nýrra kosninga í september. 

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jon Sveinsson skrifaði
    Herslisstjórnin - er stífnuð upp og sýnir engin viðbrögð
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
9
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár