Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Jón Gunnarsson segir Vinstri græn senda Sjálfstæðisflokki og Framsókn puttann

Þrem­ur dög­um eft­ir að ný rík­is­stjórn, und­ir for­sæti Bjarna Bene­dikts­son­ar, var kynnt er frið­ur­inn á stjórn­ar­heim­il­inu úti. Ástæð­an er, enn og aft­ur, hval­veið­ar. Þing­mað­ur, og fyrr­ver­andi ráð­herra, úr flokki Bjarna ef­ast um að til séu rök til að verja Svandísi Svavars­dótt­ur van­trausti.

Jón Gunnarsson segir Vinstri græn senda Sjálfstæðisflokki og Framsókn puttann
Var í stjórninni Jón Gunnarsson sat í ríkisstjórninni fram á síðasta sumar þegar honum var skipt út fyrir Guðrúnu Hafsteinsdóttur. Mynd: Heiða Helgadóttir

Jón Gunnarsson, fyrrverandi ráðherra í ríkisstjórn sitjandi valdaflokka og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir Vinstri græn harðlega í færslu sem hann birti á Facebook í dag, þremur dögum eftir að ríkisstjórnarstarf flokks hans, Vinstri grænna og Framsóknarflokks var endurnýjað undir forsæti Bjarna Benediktssonar. Þar skrifar skrifar Jón: „Jæja það fer vel af stað samstarfið í nýrri ríkisstjórn. Forysta VG sendir samstarfsmönnum sínum í Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki puttann.“

Tilefnið er forsíðufrétt Morgunblaðsins í morgun þar sem Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals, segir útséð með hvalveiðar í sumar þar sem matvælaráðuneytið, undir stjórn Vinstri grænna, svari ekki umsóknum fyrirtækisins um veiðar á langreyðum. Þar er haft eftir Kristjáni að hann telji aug­ljóst „að mat­vælaráðuneytið, und­ir for­ystu ráðherra Vinstri-grænna, skeyt­ir engu um niður­stöðu umboðsmanns Alþing­is og held­ur skipu­lega áfram í sinni veg­ferð að reyna að leggja at­vinnu­starf­sem­ina af, þótt hún bygg­ist á lög­um.“

Jón hefur alla tíð verið afar gagnrýnin á ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur, þáverandi matvælaráðherra, um að fresta hvalveiðum rétt áður en þær áttu að hefjast í fyrrasumar. Ákvörðun sem umboðsmaður Alþingis komst síðar að þeirri niðurstöðu um að væri ólögleg. Allt stefndi í kosið yrði um vantraust á Svandísi 22. janúar síðastliðinn vegna málsins og óljóst var um stuðning ýmissa þingmanna Sjálfstæðisflokks, meðal annars Jóns. Áður en atkvæðagreiðslan fór fram fór Svandís hins vegar í veikindaleyfi eftir að hafa greinst með krabbamein. Hún sneri aftur til starfa í byrjun mánaðar, rétt áður en Katrín Jakobsdóttir tilkynnti forsetaframboð.

Í uppstokkaðri ríkisstjórn færði Svandís sig til í innviðaráðuneytið og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, flokksfélagi hennar, tók við matvælaráðuneytinu. Enn hefur ekki verið gefið út leyfi til hvalveiða og vitað er að vilji er til þess innan ráðuneytisins að gefa slíkt einungis út til eins árs í senn, verði það yfir höfuð gefið út. Svo lítill fyrirsjáanleiki gerir starfsemina, að mati Hvals, í raun óstarf­hæfa.

Hótar að verja Svandísi ekki vantrausti

Jón vitnar í upphafi færslu sinnar í orð sem faðir hans sagði einu sinni við sig. „Hann sagði, „mundu það Nonni minn að þegar lýðræðið og sósíalisminn mætast verður lýðræðið að víkja".   

Hann gagnrýnir svo fyrstu daga endurnýjaðs samstarfs og segir Vinstri græn vera að senda hinum stjórnarflokkunum puttann. „Það er eins gott fyrir fólk í þessu landi að láta sér ekki detta í hug að starfa við atvinnugreinar sem eru ekki þóknanlegar stjórnmálafólki úr þessum flokki og öðrum sem hafa lýst vilja til að banna starfsemi sem ekki er þóknanleg þeirra hugmyndafræði. Það eru margir sem enn og aftur missa tækifæri til að fara á vertíð og afla uppgrips tekna fyrir sig og sína. Venjulegt fólk sem var búið að reikna með þessum tekjum til að borga af íbúðinni, safna í útborgun og greiða fyrir námið sitt hérlendis og erlendis, svo eitthvað sé nefnt.“

Auk þess sé þetta ólögmæt ákvörðun og framkvæmd stjórnvalds. „En það skiptir þetta fólk engu máli, allt víkur fyrir þeirra sjónarmiðum og pólitískum skoðunum þess. Hvaða rök eru til staðar til að þingmenn verji ráðherra vantrausti sem fer fram með slíka valdníðslu?“

Bjarni í forsæti svo hann gæti „smalað villiköttum“

Fyrir liggur að Flokkur fólksins ætlar að leggja fram vantrauststillögu á Svandísi að nýju og vitað er að margir þingmenn Sjálfstæðisflokks vilja ekki verja hana gagnvart því. Í nýjasta tölublaði Heimildarinnar er ítarleg greining á því sem gekk á bakvið luktar dyr í þeim skammvinnu stjórnarmyndunarviðræður sem fóru fram um síðustu helgi, og á fyrstu dögum liðinnar viku. Þær sneru ekki um málefnavinnu, heldur því að tryggja að það næðist stjórnfesta til að klára kjörtímabilið. Til þess þyrfti að lægja óánægjuöldur innan stjórnarinnar og falla flokkanna sem að henni standa til að toga alla í sömu átt. Sú óánægja hefur fyrst og síðast verið innan Sjálfstæðisflokksins, hjá Jóni og fleirum. 

Viðmælendur Heimildarinnar innan ríkisstjórnarinnar gripu til lýsingar Jóhönnu Sigurðardóttur, sem var forsætisráðherra í ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna, á árunum 2009 til 2013, þegar þeir hafa lýst stöðunni gagnvart Sjálfstæðisflokknum. Jóhanna sagði á þeim tíma að samstarfið við Vinstri græn væri eins og að smala villiköttum. Nú væru villikettirnir hins vegar í Sjálfstæðisflokknum. Bjarni yrði að ná að smala þeim saman. „Það getur ekki liðist að forsætisráðherra hafi ekki hemil á sínu fólki,“ sagði einn viðmælenda Heimildarinnar innan ríkisstjórnarinnar. 

Endurnýjað ríkisstjórnarsamstarf myndi ekki halda nema að Sjálfstæðisflokkurinn gengi í takt við ríkisstjórnina. Það myndi ekki gerast nema að formaður flokksins, Bjarni Benediktsson, yrði verkstjóri. Forsætisráðherra. Erfiðara væri fyrir sjálfstæðismenn að gagnrýna stjórn eigin formanns en stjórn sem flokkurinn sæti í undir forsæti annars leiðtoga. Því voru ekki mikil átök um það að Bjarni tæki, öðru sinni á sínum ferli, við forsætisráðuneytinu.

Engin eining innan þingflokks um samstarf

Því fór þó fjarri að eining væri innan þingflokks Sjálfstæðisflokks um hið endurnýjaða samstarf.

Á þingflokksfundi í Sjálfstæðisflokknum síðastliðinn þriðjudag þar sem afgreidd var tillaga um stjórnarsamstarf „í breiðu samhengi“ urðu átök og heitar umræður. Þar kom skýrt fram að sumir þingmenn flokksins vildu alls ekki halda áfram samstarfi við Vinstri græn og þeir komu þeirri óánægju á framfæri. Varaformaður flokksins, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ekki síst. En líka þingmenn sem hingað til hafa fylgt formanninum „eins og skugginn“ – til að mynda ofangreindur Jón Gunnarsson.

Kjósa
45
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • K Hulda Guðmundsdóttir skrifaði
    Eftirfarandi tilvitnun í „Nonna minn“ er leikhús fáránleikans, því orð hans gætu átt við útdeilingu á fiskveiðiauðlindinni með örlítilli textabreytingu (innan hornklofa):

    „Það er eins gott fyrir fólk í þessu landi að láta sér ekki detta í hug að starfa við atvinnugreinar sem eru ekki þóknanlegar stjórnmálafólki úr þessum flokki [Sjálfstæðisflokki] og öðrum sem hafa lýst vilja til að banna starfsemi [þjóðareign kvóta] sem ekki er þóknanleg þeirra hugmyndafræði. Það eru margir sem enn og aftur missa tækifæri til að fara á vertíð og afla uppgrips tekna fyrir sig og sína. Venjulegt fólk sem var búið að reikna með þessum tekjum til að borga af íbúðinni, safna í útborgun og greiða fyrir námið sitt hérlendis og erlendis, svo eitthvað sé nefnt.“

    „Nonni minn“ og faðir hans skrumskæla hornsstein okkar samfélags: lýðræðið.
    0
  • Helgi Hauksson skrifaði
    Varðandi „atvinnufrelsi“ til hvalaveiða, þá er það einvörðungu meint frelsi og leyfi til eins manns, Kristjáns Loftssonar til að stunda hvalveiðar — í landi þar sem nánast öll störf eru háð leyfum, réttindum og skilyrðum. Enginn annar en Hvalur hf og Kristján Loftsson á minnsta möguleika til að fá leyfi til veiða á stórhvölum.

    — Á Íslandi mega menn ekki hefja atvinnurekstur um að klippa hár, taka ljósmyndir eða baka bollur nema hafa iðnréttindi til þess, hvað þá að drepa dýr í atvinnurekstri.

    Jafnvel meindýra-eyðar þurfa leyfi og réttindi.

    Eða hvaða sláturhús er ekki háð leyfum? — Má einu sinni reka mjólkurbú nema með réttum leyfum og réttum prófum? — OG jafnvel ekki þá?

    Mestur fjöldi sérhæfðra starfa er lögverndaður og óheimill öðrum en sárafáum.

    — Svo það að Kristján Loftsson þurfi leyfi og að uppfylla skilyrði til að hafa atvinnurekstur um að drepa hvali er ekkert nema eins og svo gott sem allir aðrir þurfa um sinn atvinnurekstur.

    Þannig einfaldlega er „atvinnufrelsið“ á Íslandi. Það er háð miklum takmörkunum fyrir alla.
    3
  • Olof Sverrisdottir skrifaði
    Ég held að Kristján ætti bara að fara á ellilífeyri í stað þess að berjast þetta ..orðin 81 s árs og fattar ekki að tímarnir breytast. Þetta er ekki atvinnugrein sem hefur arðvæn áhrif fyrir þjóðina. Heldur akkúrat öfugt. Hann gæti kannski stofan Hvalaskoðunar fyrirtæki.
    9
  • ÁH
    Ásmundur Harðarson skrifaði
    Smala köttum sagði jóhanna, ekki villiköttum. Það var svo ónefndur einstaklingur sem upp frá því kallaði þessa þingmenn villiketti á vinstrivaktin.is. Og það komst á flug og lifir enn.
    2
  • Egill Arnaldur Ásgeirsson skrifaði
    Rétt hjá Jóni og Kristjáni. Best að hafa bara kosningar og leyfa þjóðinni að ákveða þetta.
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
9
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár