Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

„Þessi ríkisstjórn er ekkert annað en skaðræði“

Í dag­skrárliðn­um störf þings­ins mætti fjöl­breytt­ur hóp­ur þing­manna stjórn­ar­and­stöð­unn­ar í ræðu­púlt og sögðu nýtt rík­is­stjórn­ar­sam­starf strax vera að lið­ast í sund­ur. Bentu þing­menn­irn­ir á óein­ingu væri strax far­ið að gæta með­al stjórn­ar­flokk­anna gagn­vart þeim mála­flokk­um sem rík­is­stjórn­in hef­ur lagt áherslu á að ljúka á þessu kjör­tíma­bili. Þá þótti mörg­um stjórn­ar­and­stöðulið­um ný fjár­mála­áætl­un vera þunn­ur þrett­ándi.

„Þessi ríkisstjórn er ekkert annað en skaðræði“
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins sagði nýja ríkisstjórn undir forsæti Bjarna Benediktssonar vera skaðræði fyrir íslenska þjóð og hvatti þingheim til styðja vantrauststillögu sína á ríkisstjórnina. Mynd: Golli

Þingmenn úr röðum stjórnarandstöðuflokkanna voru ómyrkir í máli á dagskrárliðnum störfum þingsins í dag. Töldu flestir að endurnýjað stjórnarsamstarf stæði á veikum grunni. Ríkisstjórnin væri óstarfshæf til þess að leiða ýmis mikilvæg mál til lykta á kjörtímabilinu.

Þá þótti mörgum nýútgefin fjármálaáætluns, sem gildir til 2029, vera til marks um stefnuleysi stjórnvalda. Áætlunin væri hvorki sannfærandi né til þess fallin að stuðla að draga úr verðbólgu og stuðla jafnvægi í efnahagsmálum. 

Ágreiningur um þrjú megin stefnumál ríkisstjórnarinnar 

Í ræðu sinni vakti Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, athygli á grein sem Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, birti á Vísi í gær. Sagði Bergþór að þar hefði formaður Vinstri grænna komið á framfæri sýn á orkumálum sem væri gjörólík þeirri sem hinir tveir stjórnarflokkarnir hefðu til málaflokksins. 

Hið sama ætti við um stefnu ríkisstjórnarinnar í útlendingamálum og ríkisfjármálum. Nýleg fjármálaætlun ríkisstjórnarinnar sé óljós að hans mati og þótti Bergþóri greinilegt að verið væri að fela Seðlabankanum einum það hlutverk að kveða niður verðbólgu. 

„Það er auðvitað ekki boðleg staða að þingmenn stjórnarflokkanna og ráðherrarnir sérstaklega, sem eru svona rétt búnir að ná sér upp úr gleðiföðmum síðustu viku, finni sig í þeirri stöðu að þrjú megináhersluatriði ríkisstjórnarinnar, þrjú í raun einu áhersluatriði ríkisstjórnarinnar eins og mál eru lögð fram, eru öll í uppnámi, hvert og eitt einasta. Við hverju er að búast þegar svona er um hnútana búið?“ spurði Bergþór. 

Í ræðu sinni tók Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, í sama streng og sagði ágreining stjórnarflokkanna vera öllum ljós. Í ræðu sinni lýsti hann stjórnarsamstarfinu sem einum langdregnasta skilnaði Íslandssögunnar.

„Flokkarnir þrír eru því ekki samstiga um þrjú helstu áhersluatriði sín núna þegar heitin voru endurnýjuð á dögunum. Það kallar á að ný ríkisstjórn verði mynduð í landinu hið fyrsta,“ sagði Sigmar. 

Fjármálaætlunin ósannfærandi  

Formaður Samfylkingarinnar, Kristrún Frostadóttir, lagði áherslu á nýbirta fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Taldi hún áætlanir ríkisstjórnarinnar um fjármögnun útgjalda meðal annars vegna kjarasamninga duga skammt. 

Sagði hún einu aðhaldsaðgerðirnar sem boðaðar eru í áætluninni vera árs frestun á upptöku nýs örorkubótakerfis og endurmat á forsendum um hve margir verða á örorku.  

Þá nefndi hún einnig áætlanir ríkisstjórnarinnar um að draga úr heimildum í varasjóðum og fjárfestingum. Sjóðum sem Kristrún segir að hafi ekki staðið til að nýta.

„Að kalla slíkt aðhald er ekkert annað en bókhaldsbrella, hvað þá að tala um pólitíska ákvörðun. Þetta skiptir máli upp á efnahagsmálin því að mótvægisaðgerðir telja ekki gagnvart verðbólgu ef þær fela ekki í sér raunverulega ákvarðanatöku,“ sagði Kristrún.

„Þessi ríkisstjórn er ekkert annað en skaðræði“

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, var á sama máli og sagði að þrátt fyrir fögur fyrirheit og stofnun ýmis konar stýri- og starfshópa, hafi ríkisstjórnin ekki náð neinum af sínum markmiðum. 

„Staðan hefur aldrei verið verri í heilbrigðismálum og fasteignamarkaðurinn er gjörsamlega í rúst. Samt er komið hér upp ítrekað og talað um hvað hér drjúpi smjör af hverju strái og allt sé frábært. Það eru ósannindi og það veit fólkið í landinu,“ sagði Inga. 

Þá nefndi Inga einnig viðbrögð Ingu við neyð Grindvíkina og sagði ríkisstjórnina hafa dregið lappirnar við að koma bæjarbúum til aðstoðar.  

„Er það furða þó að við viljum losna við þessa ríkisstjórn? Þessi ríkisstjórn er ekkert annað en skaðræði fyrir íslenskt samfélag og ég skora á alla sem vettlingi geta valdið að mæta á þingpallana á morgun þegar ég mæli fyrir þessu vantrausti gagnvart ríkisstjórn Íslands.“

Flokkur fólksins ásamt þingflokki Pírata hafa mælt fyrir um þingsályktunartillögu um vantraust á ríkisstjórnina. Þar sem lagt er til að þing verði rofið í lok júlí og boðað til nýrra kosninga í september. 

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jon Sveinsson skrifaði
    Herslisstjórnin - er stífnuð upp og sýnir engin viðbrögð
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár