Um 300 Venesúelabúar sem hafa samþykkt að fara úr landi bíða nú eftir textaskilaboðum frá Útlendingastofnun um fyrirhugaða brottför. Dæmi eru um að fólk úr hópnum hafi beðið í fjóra mánuði eftir að það samþykkir að fara þangað til það loksins fær flugmiða úr landi, með tilheyrandi kostnaði fyrir íslenska ríkið sem heldur fólkinu uppi á meðan það bíður heimfarar.
Hver hælisleitandi í þjónustu kostar ríkið um 11 þúsund krónur á dag að meðaltali, samkvæmt minnisblaði félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins. Því fara samtals tæpar 100 milljónir mánaðarlega í að halda fólkinu uppi á meðan það bíður heimfarar.
Isaac Rodriguez, þrítugur karlmaður frá Venesúela, kom hingað í ágústmánuði og sótti um hæli en fékk endanlega neitun í febrúar, er einn af þeim sem hefur samþykkt að fara heim og hrekkur í kút í hvert sinn sem hann fær textaskilaboð, viss …
Getur verið að þetta sé einungis sýndarmennska og við séum að bjóða hingað mun fleiri en við getum tekið við?
Hvaða ráðamanni datt í hug að við, okkar litla Ísland gæti tekið við ótilteknum fjölda frá Venesúela á sama tíma og vitað var að mikill fjöldi gæti þurft aðstoð frá Úkraínu?
Getur verið að ráðamenn hugsi ekki og telji sjálfsagt að nær samfélagið sjái um þessa gesti okkar og þeir því ekki ábyrgir?
Hvað sem er, þá vekur það furðu hvernig samfélagið tekur á þessum málum, OG ÞÁ ER ÉG AÐ TALA UM RÁÐHERRA LANDSSINS, ekki bæjarfélög sem oftar en ekki eru þvinguð til að leysa rugl ráðamanna!