Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Katrín afsalar sér biðlaunum fram yfir forsetakosningar

Bæði fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra og kosn­inga­stjóri for­setafram­boðs henn­ar, sem var áð­ur að­stoð­ar­mað­ur Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, hafa af­sal­að sér bið­laun­um fram yf­ir for­seta­kosn­ing­ar, eða til 1.júní.

Katrín afsalar sér biðlaunum fram yfir forsetakosningar
Í framboði Katrín Jakobsdóttir tilkynnti framboð til forseta fyrir viku síðan og veitti fjölmiðlum viðtöl í Hörpu í kjölfarið. Með henni á myndinni eru Bergþóra Benediktsdóttir og Lára Björg Björnsdóttir, sem verið hafa aðstoðarmenn hennar í forsætisráðuneytinu um árabil. Bergþóra er nú kosningastjóri forsetaframboðs Katrínar. Mynd: Golli

Katrín Jakobsdóttir, sem sagði af sér embætti forsætisráðherra til að fara í forsetaframboð um síðustu helgi, hefur ákveðið að afsala sér biðlaunum á meðan að kosningabaráttan stendur yfir, eða til 1.júní, þegar kosið verður. Kosningastjóri Katrínar greindi Heimildinni frá þessu seint á fimmtudagskvöld.

Þegar Katrín kynnti framboð sitt til forseta fyrir viku síðan spurði blaðamaður Heimildarinnar hvort hún ætlaði að þiggja biðlaun og sagðist hún gera ráð fyrir því. „Ég er að segja af mér þingmennsku. Væntanlega eru einhver biðlaun eða eitthvað slíkt. Ég hef eiginlega ekki velt því fyrir mér enn þá. En segi af mér þingmennsku og þá væntanlega nýt ég sömu réttinda og aðrir þingmenn sem hætta.“ 

Bergþóra Benediktsdóttir, sem hefur verið aðstoðarmaður Katrínar í forsætisráðuneytinu um árabil, en er nú orðinn kosningastjóri hennar í forsetakosningunum, hefur einnig afsalað sér biðlaunum til 1. júní en hún á rétt á slíkum í þrjá mánuði.

Bæði Katrín og Bergþóra afsöluðu sér laununum frá og með síðasta þriðjudegi, þegar þær hættu störfum. Hvorki frambjóðandinn né kosningastjórinn hennar verða því á launum frá ríkinu á meðan að á kosningabaráttunni stendur, en munu þiggja þau þegar henni lýkur ef þau verða ekki komin í annað starf. Næsti forseti Íslands tekur við af Guðna Th. Jóhannessyni í ágúst næstkomandi. 

Vel á þriðju milljón á mánuði

Í lögum um þingafarakaup alþingismanna kemur fram að ráðherra eigi „rétt á biðlaunum úr ríkissjóði er hann lætur af embætti. Biðlaun jafnhá ráðherralaunum eru þá greidd í þrjá mánuði. Eftir ráðherrastörf í samfellt eitt ár eða lengur eru greidd biðlaun í sex mánuði.“

Katrín er búin að vera forsætisráðherra síðan árið 2017 og á því rétt á biðlaunum í sex mánuði frá og með þeim degi sem hún lét af störfum sem forsætisráðherra. Hún frestaði því að hefja meðmælendasöfnun þangað til að hún var formlega búin að afhenda lyklana að stjórnarráðinu til Bjarna Benediktssonar en náði tilskildum 1.500 manna fjölda á skömmum tíma.

Samkvæmt upplýsingum sem birtar eru á vef Alþingis nema mánaðarlegar launagreiðslur forsætisráðherra um 2.680.000 króna á mánuði. Mánaðarlegar greiðslur sem Katrín á rétt á gætu þó verið ívið hærri en opinber gögn gefa til kynna. Lög um laun forseta og annarra háttsettra embætti eru í uppnámi eftir að Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að ríkið þyrfti að halda sig við upphaflega launaútreikninga, útreikninga sem þáverandi fjármálaráðherra reyndi að breyta eftir að Fjársýsla ríkisins tilkynnti að launin höfðu verið reiknuð út frá röngum viðmiðum. 

Í kjölfarið fengu þingmenn, ráðherrar, dómarar og aðrir embættismenn leiðréttingu launum sínum og endurgreiðslu á fjármunum sem fjármálaráðherra krafði þá um að endurgreiða á sínum tíma. 

Enn sem komið er liggur ekki fyrir hver kostnaður ríkissjóðs vegna launaleiðréttingarinnar muni verða. Í frétt Heimildarinnar frá síðasta mánuði tilkynnti talsmaður fjármála- og efnahagsráðuneytisins að ráðherra væri búinn að skipa starfshóp um breytingar á gildandi fyrirkomulagi æðstu embættismanna. 

Eitt af verkefnum hópsins er leggja mat á kostnaðinn við leiðréttinguna og birta matið í samantekt um greiðslur ríkisins vegna leiðréttingar í launaviðmiðunum. Þessi skýrsla hefur enn ekki verið birt.    

Dýrt að fara í framboð

Það er kostnaðarsamt að fara í forsetaframboð. Heimildin greindi nýverið frá því að í kosningunum ári 2016 – þeim síðustu þar sem sitjandi forseti var ekki í framboði – hafi fjórir frambjóðendur sem fengu flest atkvæði samanlagt eytt 109 milljónum króna á núvirði í framboð sín.

Guðni Th. Jóhannesson eyddi um 35 milljónum króna í sitt framboð að núvirði. Framboð Höllu Tómasdóttur, sem fékk næstflest atkvæði á eftir Guðna, kostaði rúmlega 13 milljónir króna og Andri Snær Magnason eyddi 21 milljónum króna í sitt framboð.

Dýrasta framboðið var þó rekið af Davíð Oddssyni sem varði samtals um 40 milljónum króna í sína kosningabaráttu. Þar af lagði Davíð sjálfur til um 15,4 milljónir króna. Þá styrkti eiginkona hans framboðið einnig um 560 þúsund krónur að núvirði.  

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
 • GI
  Guðrún Ingimundardóttir skrifaði
  Ég frussuhló :)
  0
 • Thordis Arnadottir skrifaði
  Já blessuð, þó hún kunni töfrabrögð þá platar hún mig ekki. Ég heyrði í gær að hún hefði “afþakkað” ísraelskar snyrtivörur sem nota átti á hana í einhverju stúdíói. Og svo biðlaunin á bið. Hún er hrædd við okkur það er augljóst. En það er ansi seint að finna samviskuna núna. Augljós PR trix
  1
 • SSS
  Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
  Sannið þið til.
  Þetta plot að koma svika tuðruni katrínu jakopsdóttur í embætti forseta Íslands var með ráðnum hug gert og gert með því eina markmiði að hún muni skrifa undir og samþykkja allan þann flaum af samskonar og svipuðum viðurstyggilegum frumvörpum og hér að neðan.
  Sem munu án nokkurns vafa rigna yfir þjóðina sem síðasti naglinn í líkkistu lýðræði íslensku þjóðarinnar.
  Markið þið orð mín!

  „Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.“

  ☻g því miður munu meðvirku heilalausu kvartvitarnir veita þessara fölsku lyga tuðru katrínu jakopsdóttur brautargengi í forsetastólinn á berrassaðastöðum.
  -3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2024

Katrín niðurstaða flestra í Kosningaprófi Heimildarinnar
FréttirForsetakosningar 2024

Katrín nið­ur­staða flestra í Kosn­inga­prófi Heim­ild­ar­inn­ar

Katrín Jak­obs­dótt­ir lenti oft­ast í fyrsta sæti hjá þeim sem þreyttu Kosn­inga­próf Heim­ild­ar­inn­ar fyr­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar 2024. Um fjórð­ung­ur þátt­tak­enda var oft­ast sam­mála fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herr­an­um. Yf­ir 8.000 tóku próf­ið en svör bár­ust ekki frá Vikt­ori Trausta­syni eða Ást­þóri Magnús­syni.
Halla Tómasdóttir verður sjöundi forseti lýðveldisins
GreiningForsetakosningar 2024

Halla Tóm­as­dótt­ir verð­ur sjö­undi for­seti lýð­veld­is­ins

Kjarna­fylgi tveggja efstu fram­bjóð­enda til for­seta var hníf­jafnt dag­inn fyr­ir kosn­ing­ar. Fjöldi kjós­enda valdi að velja á milli þeirra á kjör­dag og lang­flest­ir þeirra völdu Höllu Tóm­as­dótt­ur, sem vann af­ger­andi sig­ur. Þrjár kon­ur fengu þrjú af hverj­um fjór­um at­kvæð­um, kjós­end­ur Jóns Gn­arr kusu „með hjart­anu“ og fjöldi fram­bjóð­enda fékk mun færri at­kvæði en með­mæli með fram­boði sínu.

Mest lesið

Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
1
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
„Takk fyrir að gefa stað sem er nú rannsakaður fyrir mansal svona góð ummæli“
5
Fréttir

„Takk fyr­ir að gefa stað sem er nú rann­sak­að­ur fyr­ir man­sal svona góð um­mæli“

At­hygl­is­verð um­mæli hafa birst und­ir net­gagn­rýni um Gríska hús­ið á Google. Þar virð­ist veit­inga­stað­ur­inn, sem var lok­að­ur af lög­reglu í gær vegna gruns um man­sal, þakka ánægð­um við­skipta­vin­um fyr­ir að veita staðn­um já­kvæð um­mæli þrátt fyr­ir man­sal­ið. Gríska hús­ið hef­ur al­mennt ver­ið dug­legt að svara gagn­rýn­end­um sín­um full­um hálsi á net­inu.
„Áhyggjuefni hvað langtímaveikindi innan blaðamannastéttarinnar hafa aukist mikið“
8
Fréttir

„Áhyggju­efni hvað lang­tíma­veik­indi inn­an blaða­manna­stétt­ar­inn­ar hafa auk­ist mik­ið“

Til þess að rétta af bága fjár­hags­stöðu Styrkt­ar­sjóðs blaða­manna hef­ur Blaða­manna­fé­lag­ið ákveð­ið að breyta út­hlut­un­ar­regl­um sjóðs­ins. Halla­rekst­ur­inn er rak­inn til fjölg­un­ar um­sókna um sjúkra­daga­pen­inga. Í til­kynn­ingu seg­ir að fé­lag­ið hafi mikl­ar áhyggj­ur af aukn­um lang­tíma­veik­ind­um með­al blaða­manna sem rekja megi til óvið­un­andi starfs­að­stæðna.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
1
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
Bankarnir búnir með alla sénsa - peningaþvættisvarnir í ólestri
6
FréttirPeningaþvætti

Bank­arn­ir bún­ir með alla sénsa - pen­inga­þvættis­varn­ir í ólestri

Tæp­lega 600 millj­ón króna sátt Ís­lands­banka við yf­ir­völd vegna ónógra pen­inga­þvættis­varna er til marks um að bæði séu séns­ar eft­ir­lits­að­ila á þrot­um og að mun hærri sekt­ir verði lagð­ar á fyr­ir­tæki en áð­ur. Ari­on banki er næst­ur, en óljóst er hversu há sú sekt verð­ur. Fyr­ir tveim­ur ár­um greiddi Salt­Pay rúm­lega tíu sinn­um lægri sekt fyr­ir mun al­var­legri brot.

Mest lesið í mánuðinum

Auður Jónsdóttir
1
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
4
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
Saga af áralangri vanrækslu og vonleysi: „Þetta heitir Betra líf sko“
8
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

Saga af ára­langri van­rækslu og von­leysi: „Þetta heit­ir Betra líf sko“

Slökkvi­lið­ið hef­ur sent kæru til lög­reglu á hend­ur Arn­ari Gunn­ari Hjálm­týs­syni fyr­ir að hafa stefnt lífi og heilsu íbúa áfanga­heim­il­is­ins Betra líf í Vatna­görð­um í hættu eft­ir að eld­ur kvikn­aði þar í fe­brú­ar í fyrra. Áfanga­heim­il­ið flutti þá upp í Kópa­vog. Í styrk­umsókn til Reykja­vík­ur fór Arn­ar með rang­færsl­ur en fékk engu að síð­ur rúm­ar 24 millj­ón­ir fyr­ir rekst­ur­inn. Full­trúi fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins lýsti áhyggj­um af eit­ur­lyfja­sölu og vændi á einu áfanga­heim­il­inu.
„Hann sagði við mig að ef mér mislíkaði þetta gæti ég bara flutt út“
9
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

„Hann sagði við mig að ef mér mis­lík­aði þetta gæti ég bara flutt út“

Sylwia Burzy­kowska leigði 12 fer­metra her­bergi á áfanga­heim­ili Betra lífs á Kópa­vogs­braut á 140 þús­und krón­ur á mán­uði sem hún þurfti að greiða í reiðu­fé. Hún skrif­aði und­ir ótíma­bund­inn leigu­samn­ing en hafði að­eins bú­ið þar í þrjá mán­uði þeg­ar hús­ið var rif­ið í byrj­un mán­að­ar­ins. Sylwia býr nú í tjaldi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu