Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Reynsluboltarnir í kosningateymi Katrínar

Fyrr­ver­andi að­stoð­ar­mað­ur Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur úr for­sæt­is­ráðu­neyt­inu er kosn­inga­stjóri for­setafram­boðs henn­ar og At­on JL sér um út­lit og hönn­un fyr­ir fram­boð­ið. Tengi­lið­ur fyr­ir­tæk­is­ins við for­setafram­boð­ið er einn eig­enda þess sem enn frem­ur er stjórn­ar­formað­ur Gallup.

Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, náði á aðeins 54 mínútum að fá þann lág­marks­fjölda und­ir­skrifta sem þarf til að bjóða sig fram til embætt­is for­seta Íslands. Það þótti tíðindum sæta þegar það tók Baldur Þórhallsson klukkustund og 43 mínútur að ná lágmarksfjölda undirskrifta og einnig stuttu síðar þegar það tók Jón Gnarr tveimur mínútum skemur. En Katrín var því fljótust allra frambjóðenda til að ná þessu lágmarki.

Kunnugleg nöfn

Bergþóra Benediktsdóttir hefur verið ráðin kosningastjóri framboðs Katrínar en Bergþóra var aðstoðarmaður hennar sem forsætisráðherra. „Við erum að leggja af stað með baráttuna og enn á byrjunarstigum,“ segir hún. 

Auk Bergþóru er búið að ráða Unni Eggertsdóttur sem mun sjá um samskiptamál fyrir framboð Katrínar. Unnur hefur um árabil verið vinsæl leikkona en hún hefur einnig starfað sem kosningastjóri Vinstri grænna í Reykjavík og verið á framboðslista fyrir flokkinn. Hún er búsett bæði á Íslandi og New York en verður hér á …

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ingibjörg Ottesen skrifaði
    Hverjum dettur í hug að verðlauna Katrínu Jakobsdóttur fyrir að hafa verið límið í ríkisstjórn síðustu 7 árin? og endað svo með því að færa Bjarna Benediktssyni forsætisráðherrastólinn🤬🤬🤬🤬🤬
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2024

Viktor Traustason tekur lítið mark á skoðanakönnunum
Fréttir

Vikt­or Trausta­son tek­ur lít­ið mark á skoð­ana­könn­un­um

Vikt­or Trausta­son for­setafram­bjóð­andi seg­ist taka lít­ið mark skoð­ana­könn­un­um enn sem kom­ið er. Í síð­asta þætti Pressu mætti Vikt­or ásamt öðr­um fram­bjóð­end­um til þess að ræða fram­boð sitt og helstu stefnu­mál sín. Vikt­or tel­ur sig geta náð kjöri og benti á að flest­ar kann­an­ir hafi ver­ið fram­kvæmd­ar áð­ur en hon­um gafst tæki­færi á að kynna sig fyr­ir kjós­end­um.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár