Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Endurbygging grunnskólans mun kosta milljarð

Í kjöl­far þess að mikl­ar raka­skemmd­ir og mygla fund­ust í Klepp­járns­reykja­skóla var ákveð­ið að end­ur­byggja hús­næð­ið og mun verk­ið taka um eitt og hálft ár.

Endurbygging grunnskólans mun kosta milljarð
Nýtt hús Nemdendur á Kleppjárnsreykjum höfðu sýnt heilsufarsleg einkenni sem bentu til myglu. Ákveðið var að skoða málin frekar og í ljós komu miklar rakasemmdir. Nýtt skólahús mun rísa. Mynd: Borgarbyggð

Kleppjárnsreykjaskóli í Reykholtsdal, sem tilheyrir Grunnskóla Borgarfjarðar, verður rifinn og ný bygging reist. Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur gengið til samninga við Sjamma ehf. um endurbygginguna sem hefst á niðurrifi. Áætluð verklok eru haustið 2025. Tilboð Sjamma hljóðar upp á liðlega 1 milljarð króna. 

Um er að ræða stærstu fjárfestingu Borgarbyggðar um árabil. Lagt var fram sérstakt mat á áhrifum fjárfestingarinnar á fjárhag sveitarfélagsins og var niðurstaða þess sú að Borgarbyggð ráði vel við fjárfestinguna, segir í tilkynningu frá sveitarfélaginu.

Árið 2021 komu í ljós miklar rakaskemmdir og mygla í skólahúsnæðinu að Kleppjárnsreykjum í kjölfar þess að nokkrir nemendur höfðu veikst. Verkfræðistofan Efla var fengin til að gera úttekt og var sú skýrsla „svört“ að sögn sveitarstjórnarfulltrúa. 

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • APA
    Axel Pétur Axelsson skrifaði
    háskólinn framleiðir slefandi fávita sem rukka skrilljónir fyrir ónýt fræði . . .
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
3
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár