Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Endurbygging grunnskólans mun kosta milljarð

Í kjöl­far þess að mikl­ar raka­skemmd­ir og mygla fund­ust í Klepp­járns­reykja­skóla var ákveð­ið að end­ur­byggja hús­næð­ið og mun verk­ið taka um eitt og hálft ár.

Endurbygging grunnskólans mun kosta milljarð
Nýtt hús Nemdendur á Kleppjárnsreykjum höfðu sýnt heilsufarsleg einkenni sem bentu til myglu. Ákveðið var að skoða málin frekar og í ljós komu miklar rakasemmdir. Nýtt skólahús mun rísa. Mynd: Borgarbyggð

Kleppjárnsreykjaskóli í Reykholtsdal, sem tilheyrir Grunnskóla Borgarfjarðar, verður rifinn og ný bygging reist. Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur gengið til samninga við Sjamma ehf. um endurbygginguna sem hefst á niðurrifi. Áætluð verklok eru haustið 2025. Tilboð Sjamma hljóðar upp á liðlega 1 milljarð króna. 

Um er að ræða stærstu fjárfestingu Borgarbyggðar um árabil. Lagt var fram sérstakt mat á áhrifum fjárfestingarinnar á fjárhag sveitarfélagsins og var niðurstaða þess sú að Borgarbyggð ráði vel við fjárfestinguna, segir í tilkynningu frá sveitarfélaginu.

Árið 2021 komu í ljós miklar rakaskemmdir og mygla í skólahúsnæðinu að Kleppjárnsreykjum í kjölfar þess að nokkrir nemendur höfðu veikst. Verkfræðistofan Efla var fengin til að gera úttekt og var sú skýrsla „svört“ að sögn sveitarstjórnarfulltrúa. 

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • APA
    Axel Pétur Axelsson skrifaði
    háskólinn framleiðir slefandi fávita sem rukka skrilljónir fyrir ónýt fræði . . .
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár