Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Hljómsveitarstjórar rabba saman: Daníel Bjarnason og Jakub Hruša

Til er bók þar sem fræg­ir rit­höf­und­ar tala við aðra fræga rit­höf­unda um líf­ið og til­ver­una. Í til­efni komu sin­fón­íu­hljóm­sveit­ar­inn­ar í Bam­berg, sem er ein sú fremsta í Evr­ópu, lá beint við að fá tón­skáld­ið og hljóm­sveit­ar­stjór­ann Daní­el Bjarna­son til að ræða við Jakub Hruša, hinn þekkta hljóm­sveit­ar­stjóra henn­ar. Hér er sam­tal tveggja eld­klárra hljóm­sveit­ar­stjóra – um það sem hljóm­sveit­ar­stjór­ar ræða í góðu tómi.

Hljómsveitarstjórar rabba saman: Daníel Bjarnason og Jakub Hruša
Daníel hringdi í Jakub í hljóðveri Heimildarinnar og síðarnefndur svaraði í bíl á ferð, sennilega úti í skógi, á landamærum Tékklands og Þýskalands. Mynd: Golli

Þann 20. apríl dregur til tíðinda í Hörpu. Sinfóníuhljómsveitin í Bamberg mun spila í Eldborg undir stjórn aðalhljómsveitarstjóra síns ásamt franska píanóleikaranum Héléne Grimaud. Á efnisskránni verða Schumann, Brahms og Wagner. Hinn tékkneski hljómsveitarstjóri, Jakub Hruša, er heimsþekktur. Hann hefur tvívegis hlotið verðlaunin International Classical Music Award, auk þess sem Opus Klassik valdi hann stjórnanda ársins 2023. Jakub hefur verið gestastjórnandi hjá helstu hljómsveitum heimsins og hann var nýlega ráðinn næsti tónlistarstjóri Konunglega óperuhússins í Covent Garden.

Blaðamaður fékk að vera fluga á vegg þegar Jakub ræddi við Daníel Bjarnason, tónskáld og hljómsveitarstjóra, sem hefur bæði stjórnað og fengið tónverk sín flutt af mörgum af helstu hljómsveitum heims – og gefið út plötur sem marka tímamót.

Jakub HrušaJakub er heimsþekktur. Hann hefur tvívegis hlotið verðlaunin International Classical Music Award, auk þess sem Opus Klassik valdi hann stjórnanda ársins 2023. Jakub hefur verið gestastjórnandi hjá helstu hljómsveitum heimsins og hann …
Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár