Þann 20. apríl dregur til tíðinda í Hörpu. Sinfóníuhljómsveitin í Bamberg mun spila í Eldborg undir stjórn aðalhljómsveitarstjóra síns ásamt franska píanóleikaranum Héléne Grimaud. Á efnisskránni verða Schumann, Brahms og Wagner. Hinn tékkneski hljómsveitarstjóri, Jakub Hruša, er heimsþekktur. Hann hefur tvívegis hlotið verðlaunin International Classical Music Award, auk þess sem Opus Klassik valdi hann stjórnanda ársins 2023. Jakub hefur verið gestastjórnandi hjá helstu hljómsveitum heimsins og hann var nýlega ráðinn næsti tónlistarstjóri Konunglega óperuhússins í Covent Garden.
Blaðamaður fékk að vera fluga á vegg þegar Jakub ræddi við Daníel Bjarnason, tónskáld og hljómsveitarstjóra, sem hefur bæði stjórnað og fengið tónverk sín flutt af mörgum af helstu hljómsveitum heims – og gefið út plötur sem marka tímamót.
Athugasemdir