„Það var fullgróft að tjóðra fæturna á manni.“ Þetta segir Karl Héðinn Kristjánsson, forseti Ungra sósíalista, í samtali við Heimildina. En Karl sætti nokkuð harkalegri handtöku í fyrrakvöld á mótmælum við Bessastaði þar sem hann var snúinn niður, handjárnaður og bundinn á fótunum. Því næst var hann borinn af nokkrum lögreglumönnum inn í bíl.
Mótmælin við forsetabústaðinn voru skipulögð af Roða, sem er ungliðahreyfing sósíalista. Að sögn Karls voru 30-40 manns viðstödd þau þegar mest lét. Mótmælin voru til að andmæla því að Bjarni Benediktsson yrði forsætisráðherra en í fyrrakvöld var ríkisráðsfundur þar sem Bjarni tók við embættinu. Í lýsingu á mótmælunum er Bjarna lýst sem fjárglæframanni. Er það sagt að hann hafi enn fremur gerst samsekur um þjóðarmorð með því að frysta fjárveitingar til UNRWA.
Veit ekki af hverju þess gerðist þörf að binda fætur hans
Karl útskýrir að þegar mótmælendur hafi komið á staðinn hafi verið búið að …
Athugasemdir (1)