Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Handtekinn á Bessastöðum: „Það var fullgróft að tjóðra fæturna á manni“

Karl Héð­inn Kristjáns­son var hand­tek­inn við Bessastaði í fyrra­dag fyr­ir að reyna að hindra að­gerð­ir lög­reglu. Hon­um finnst vafa­samt að veg­in­um að Bessa­stöð­um hafi ver­ið lok­að vegna rík­is­ráðs­fund­ar­ins. Að­al­varð­stjór­inn á svæð­inu ef­ast um að lög­regla hafi átt að haga að­gerð­um öðru­vísi.

Mótmælendum fannst lögregla ganga nokkuð harkalega fram við Bessastaði á þriðjudag. Á myndbandinu má sjá lögregluþjón ýta fast við fólki sem honum fannst of langt úti á veg.

„Það var fullgróft að tjóðra fæturna á manni.“ Þetta segir Karl Héðinn Kristjánsson, forseti Ungra sósíalista, í samtali við Heimildina. En Karl sætti nokkuð harkalegri handtöku í fyrrakvöld á mótmælum við Bessastaði þar sem hann var snúinn niður, handjárnaður og bundinn á fótunum. Því næst var hann borinn af nokkrum lögreglumönnum inn í bíl.

Mótmælin við forsetabústaðinn voru skipulögð af Roða, sem er ungliðahreyfing sósíalista. Að sögn Karls voru 30-40 manns viðstödd þau þegar mest lét. Mótmælin voru til að andmæla því að Bjarni Benediktsson yrði forsætisráðherra en í fyrrakvöld var ríkisráðsfundur þar sem Bjarni tók við embættinu. Í lýsingu á mótmælunum er Bjarna lýst sem fjárglæframanni. Er það sagt að hann hafi enn fremur gerst samsekur um þjóðarmorð með því að frysta fjárveitingar til UNRWA.

Veit ekki af hverju þess gerðist þörf að binda fætur hans

Karl útskýrir að þegar mótmælendur hafi komið á staðinn hafi verið búið að …

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Anna Á. skrifaði
    Ríkir ekki ferðafrelsi á Íslandi? Hverslags fasismi er þetta eiginlega?
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
1
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár