Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir tók við ráðherraembætti í dag og lyklum ráðuneytisins úr hendi fráfarandi matvælaráðherra, Svandísar Svavarsdóttur. Á skrifstofunni biðu hennar líka heillaóskir og blóm í vasa. Lyklakippan fer kannski ekki vel í vasa, en umfangið minnkar sannarlega líkurnar á því að hún týnist.
„Ég er ekki byrjuð,“ segir Bjarkey spurð hvort henni þyki skemmtilegt að taka við nýju ráðuneyti. Hún segir svo. „Já, ég er mjög ánægð með það. Þetta er skref uppá við frá því sem maður hefur verið að gegna sannarlega. Það er kannski metnaður og markmið flestra að komast í ráðherrastól til þess að geta haft einhver áhrif. Þannig ég bara hlakka til og er mjög spennt.“
Bjarkey tekur óneitanlega við ráðuneytinu við sérstakar aðstæður, og það í fleiri en einum skilningi. Fyrir það fyrsta …
Athugasemdir (3)