Hafnar sérhagsmunadekri en neitar að svara gagnrýni
Gagnrýnd í gær, tók við í dag Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir er í þeirri sérkennilegu stöðu að taka við ráðuneyti sem upplýst var um í gær að hefði gagnrýnt harðlega vinnubrögð hennar og félaga hennar í meirihluta atvinnuveganefndar alþings, þegar gerðar voru róttækar breytingar á búvörulögum á síðustu dögum fyrir páska. Mynd: Samsett / Heimildin
Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Hafnar sérhagsmunadekri en neitar að svara gagnrýni

Bjarkey Ol­sen Gunn­ars­dótt­ir seg­ist ekki hafa séð harð­ort bréf mat­væla­ráðu­neyt­is­ins, til henn­ar og fé­laga henn­ar í at­vinnu­vega­nefnd sem Heim­ild­in birti í gær. Hún tel­ur að ekki hafi þurft að leita um­sagna þeg­ar bú­vöru­laga­frum­varpi var gjör­breytt. Það „þurfi ekki að vera“ óeðli­legt að einn hags­muna­að­ili hafi að­stoð­að við breyt­ing­arn­ar, en neit­ar að ræða mál­ið frek­ar.

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir tók við ráðherraembætti í dag og lyklum ráðuneytisins úr hendi fráfarandi matvælaráðherra, Svandísar Svavarsdóttur. Á skrifstofunni biðu hennar líka heillaóskir og blóm í vasa. Lyklakippan fer kannski ekki vel í vasa, en umfangið minnkar sannarlega líkurnar á því að hún týnist.

Kveðst ekki hafa dekrað við sérhagsmuniBrot úr viðtali nýs matvælaráðherra, Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, frá því í morgun.

„Ég er ekki byrjuð,“ segir Bjarkey spurð hvort henni þyki skemmtilegt að taka við nýju ráðuneyti. Hún segir svo. „Já, ég er mjög ánægð með það. Þetta er skref uppá við frá því sem maður hefur verið að gegna sannarlega. Það er kannski metnaður og markmið flestra að komast í ráðherrastól til þess að geta haft einhver áhrif. Þannig ég bara hlakka til og er mjög spennt.“ 

Bjarkey tekur óneitanlega við ráðuneytinu við sérstakar aðstæður, og það í fleiri en einum skilningi. Fyrir það fyrsta …

Kjósa
31
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
 • Sigurður Sigurðsson skrifaði
  Sóðaskapurinn heldur áfram.
  0
 • PB
  Páll Bragason skrifaði
  Ótrúlega fáránleg staða sem þessi ráðherra er í. Í fyrsta lagi getur hún ekki svarað fyrir eigin gerðir og skoðanir og í öðru lagi tekur hún við vægast sagt sjóðandi heitri kartöflu þar sem hvalveiðimálið er. Svandís bjargaði sér á flótta, en hvað gerir þessi?
  4
 • Sigurður Sigurðsson skrifaði
  Er hún byrjuð að hlaða undir sig skítahaugnum?
  3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Samkeppnisundanþága í Landbúnaði

Formaður BÍ: Innflutningur afurðastöðva „ekki beint í samkeppni við bændur“
ViðtalSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Formað­ur BÍ: Inn­flutn­ing­ur af­urða­stöðva „ekki beint í sam­keppni við bænd­ur“

Formað­ur Bænda­sam­tak­anna seg­ist treysta því að stór­fyr­ir­tæk­in í land­bún­aði muni skila bænd­um ávinn­ingi af nýj­um und­an­þág­um frá sam­keppn­is­lög­um. Hann við­ur­kenn­ir að litl­ar sem eng­ar trygg­ing­ar séu þó fyr­ir því. Það hafi þó ver­ið mat hans og nýrr­ar stjórn­ar að mæla með breyt­ing­un­um.
Treystir KS og SS til að skila ávinningi til bænda
FréttirSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Treyst­ir KS og SS til að skila ávinn­ingi til bænda

Ný­kjör­inn formað­ur Bænda­sam­tak­anna seg­ist bera fyllsta traust til þess að stór­fyr­ir­tæki í land­bún­aði skili bænd­um hag­ræð­ingu sem þau fá með um­deild­um lög­um. Hann sé ósam­mála mati yf­ir­lög­fræð­ings sam­tak­anna. Seg­ir ekki sitt að meta að­komu lög­manns fyr­ir­tækja að um­deild­um lög­um. Eðli­legt sé að skipt sé um fram­kvæmda­stjóra með breyttri stjórn.
Matvælaráðuneyti snuprar atvinnuveganefnd og nýjan ráðherra
FréttirSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Mat­væla­ráðu­neyti snupr­ar at­vinnu­vega­nefnd og nýj­an ráð­herra

Mat­væla­ráðu­neyt­ið tel­ur að ný lög sem und­an­skilji stór­fyr­ir­tæki í land­bún­aði frá sam­keppn­is­lög­um gangi mögu­lega gegn EES-samn­ingn­um. Mat­væla­ráð­herra lagð upp­haf­legt frum­varp fram en meiri­hluti nefnd­ar­inn­ar gjör­breytti því á síð­ustu stundu. Í bréfi sem ráðu­neyt­ið sendi nefnd­inni í gær eru lög­in og vinnu­brögð meiri­hluta at­vinnu­vega­nefnd­ar gagn­rýnd harð­lega.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár