Fjöldi hælisumsókna sem bárust á fyrstu þremur mánuðum þessa árs var 58% minni en á fyrstu þremur mánuðum síðasta árs. 63% umsóknanna sem borist hafa í ár eru frá hóp sem fær nánast skilyrðislaust vernd hér: úkraínskum ríkisborgurum. Aðeins 245 hafa komið frá öðrum löndum.
Samt er það áfram forgangsmál ríkisstjórnarinnar að herða reglur í kringum hóp hælisleitenda, eins og nýr forsætisráðherra – Bjarni Benediktsson – sagði á blaðamannafundi í Hörpu í vikunni. „Við viljum taka betri stjórn á landamærunum,“ bætti ráðherrann við.
Á síðustu tveimur árum var yfirgnæfandi fjöldi hælisumsókna frá hópum sem íslensk stjórnvöld ákváðu að taka nánast skilyrðislaust á móti: Úkraínumönnum og Venesúelabúum. Áfram er framkvæmdin eins með Úkraínumenn, í það minnsta næsta árið, en hið sama er ekki hægt að segja um Venesúelabúana. Af þeim 655 sem hafa sótt um vernd það sem af er ári hafa 410 verið frá Úkraínu, 94 frá Venesúela og 30 …
Athugasemdir (4)