Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Hælisleitendum hríðfækkar en samt vill Bjarni herða reglurnar

„Við vilj­um taka betri stjórn á landa­mær­un­um,“ sagði Bjarni Bene­dikts­son þeg­ar hann tók við hlut­verki for­sæt­is­ráð­herra síð­ast­lið­inn þriðju­dag. Í gegn­um landa­mær­in hafa þó ein­ung­is 245 hæl­is­leit­end­ur kom­ið á ár­inu sem ekki eru frá Úkraínu.

Hælisleitendum hríðfækkar en samt vill Bjarni herða reglurnar

Fjöldi hælisumsókna sem bárust á fyrstu þremur mánuðum þessa árs var 58% minni en á fyrstu þremur mánuðum síðasta árs. 63% umsóknanna sem borist hafa í ár eru frá hóp sem fær nánast skilyrðislaust vernd hér: úkraínskum ríkisborgurum. Aðeins 245 hafa komið frá öðrum löndum.

Samt er það áfram forgangsmál ríkisstjórnarinnar að herða reglur í kringum hóp hælisleitenda, eins og nýr forsætisráðherra – Bjarni Benediktsson – sagði á blaðamannafundi í Hörpu í vikunni. „Við viljum taka betri stjórn á landamærunum,“ bætti ráðherrann við. 

Á síðustu tveimur árum var yfirgnæfandi fjöldi hælisumsókna frá hópum sem íslensk stjórnvöld ákváðu að taka nánast skilyrðislaust á móti: Úkraínumönnum og Venesúelabúum. Áfram er framkvæmdin eins með Úkraínumenn, í það minnsta næsta árið, en hið sama er ekki hægt að segja um Venesúelabúana. Af þeim 655 sem hafa sótt um vernd það sem af er ári hafa 410 verið frá Úkraínu, 94 frá Venesúela og 30 …

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • HKG
    Hans Kristján Guðmundsson skrifaði
    Nú ɓíðum við óþreyjufull eftir því að VG sprengi stjórnina
    1
  • Ingibjörg Ottesen skrifaði
    Bjarna liggur á að fá norsku exit gæana og annan útlendan glæpalýð til að kaupa. Hann veit sem er að hann verður aldrei aftur í þessu kjörna embætti til að ræna okkur sér og sínum afkomendum til hagsbótar. Skítt með okkur, þennan ruslaralýð og hælisleitendur. Við erum að trufla hann. Þið heyrðuð vonandi hversu áköf Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármálaráðherra, þar sem hún með sínum stingandi augum segir blákalt að það ríði á að halda áfram að selja ríkiseigur. Þeir sem styðja þetta lið eru annaðhvort hagsmunaaðilar eða langt undir meðalgreind, nema hvort tveggja sé.
    1
  • EK
    Elísabet Kjárr skrifaði
    Ó, bara að þjóðin kjósi annað en Eimreiðarelítuna. Það hefur komið illkvittnilega ó óvart að sjálfstæðisflokkurinn sé kosinn í meirihluta síðustu tvennar kosningar. En við höldum í vonina um að rasismi, spilling og eiginhagsmunasemi verði kosin burt næst.
    4
    • ÁH
      Ásmundur Harðarson skrifaði
      Sjálfstæðisflokkurinn fékk um 24% atkvæða í síðustu kosningum og var þess vegna ekki "kosinn í meirihluta". VG ákváðu hins vegar að taka þátt í ríkistjórn til hægri frekar en vinstri eins og eðlilegt hefði verið miðað við úrslit kosninganna.
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár