Nafn Richards Abath klingir líklega ekki bjöllum hjá mörgum. Lögreglan í Boston í Massachusetts, bandaríska alríkislögreglan (FBI), hópur einkaspæjara, og bandarískir blaðamenn þekkja hins vegar þetta nafn mætavel. Þau kynni ná aftur til aðfaranætur 18. mars árið 1990. Daginn áður var mikið um dýrðir í borginni þar sem fagnað var degi heilags Patreks 17. mars, sem að þessu sinni bar upp á laugardag.
Umrædda nótt voru tveir verðir á vakt í Isabella Stewart Gardner-listasafninu, skammt frá miðborg Boston. Safnið hafði lengi átt í rekstrarerfiðleikum og af þeim sökum var gæsla í lágmarki. Öryggiskerfið var sömuleiðis mjög ófullkomið og aðeins einn „neyðarhnappur“ sem gerði lögreglu viðvart, væri ýtt á hann. Hnappurinn var í varðaherberginu, sem glerveggur skildi frá anddyrinu (eins konar forstofu). Richard Abath var staddur í varðaherberginu þegar bankað var á útihurðina, þá var klukkan rúmlega eitt.
Klæddir sem lögregluþjónar
Við dyrnar …
Athugasemdir