Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Mesta listaverkarán sögunnar

Á veggj­um þekkts lista­safns í Bost­on má sjá 13 tóma mynd­aramma. Mynd­un­um úr römm­un­um var stol­ið fyr­ir 34 ár­um og hafa ekki fund­ist. Næt­ur­vörð­ur á safn­inu hef­ur alla tíð leg­ið und­ir grun um að­ild að mál­inu, sem er tal­ið mesta lista­verkarán sög­unn­ar. Hann lést fyr­ir nokkr­um vik­um.

Nafn Richards Abath klingir líklega ekki bjöllum hjá mörgum. Lögreglan í Boston í Massachusetts, bandaríska alríkislögreglan (FBI), hópur einkaspæjara, og bandarískir blaðamenn þekkja hins vegar þetta nafn mætavel. Þau kynni ná aftur til aðfaranætur 18. mars árið 1990. Daginn áður var mikið um dýrðir í borginni þar sem fagnað var degi heilags Patreks 17. mars, sem að þessu sinni bar upp á laugardag. 

Umrædda nótt voru tveir verðir á vakt í Isabella Stewart Gardner-listasafninu, skammt frá miðborg Boston. Safnið hafði lengi átt í rekstrarerfiðleikum og af þeim sökum var gæsla í lágmarki. Öryggiskerfið var sömuleiðis mjög ófullkomið og aðeins einn „neyðarhnappur“ sem gerði lögreglu viðvart, væri ýtt á hann. Hnappurinn var í varðaherberginu, sem glerveggur skildi frá anddyrinu (eins konar forstofu). Richard Abath var staddur í varðaherberginu þegar bankað var á útihurðina, þá var klukkan rúmlega eitt.

Klæddir sem lögregluþjónar

Við dyrnar …

Kjósa
21
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Við munum þurrka þá út“
6
ErlentÁrásir á Gaza

„Við mun­um þurrka þá út“

Þrátt fyr­ir aukna and­stöðu við stríð­ið hafa al­menn­ir borg­ar­ar í Ísra­el litla sam­úð með Palestínu­mönn­um á Gaza. Þar hef­ur ísra­elski her­inn hef­ur auk­ið þunga í hern­að­ar­að­gerð­um í vik­unni. Ætl­un­in er að „klára verk­ið og full­komna ósig­ur Ham­as,“ sagði Benjam­in Net­anya­hu. Blaða­menn voru drepn­ir í vik­unni, börn svelta og al­þjóð­leg hjálp­ar­sam­tök senda frá sér sam­eig­in­legt ákall gegn nýrri lög­gjöf.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár