Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Láta tölvur tala og lesa íslensku í gömlu frystihúsi á Akranesi

Mál­tæknifyr­ir­tæk­ið Gramm­a­tek verð­ur sex ára í haust. Það hef­ur ein­beitt sér að tal­gerv­ingu síð­ustu ár­in en lang­ar að fram­leiða meira efni fyr­ir þann stóra hóp sem treyst­ir á að geta hlustað frek­ar en að lesa bæk­ur.

Láta tölvur tala og lesa íslensku í gömlu frystihúsi á Akranesi
Í nýsköpunarsetrinu Breið Hjónin Anna Björk Nikulásdóttir og Daníel Schnell eru sem stendur einu starfsmenn fyrirtækisins. Mynd: ÚR VÖR

Hjónin Anna Björk Nikulásdóttir og Daníel Schnell stofnuðu máltæknifyrirtækið Grammatek haustið 2018 og hafa undanfarin ár einbeitt sér að talgervingu, þar sem tölvurnar eru látnar tala og lesa íslensku. Anna lærði máltækni í Þýskalandi og starfaði við það um tíma þar og Daníel er tölvunarfræðingur með mikla reynslu af hugbúnaðarþróun, bæði erlendis sem og hér á landi. Þau bjuggu saman um tíma í Þýskalandi en búa nú á uppeldisslóðum Önnu, á Akranesi, og starfrækja fyrirtækið sitt í nýsköpunarsetrinu Breið, sem er einnig uppi á Skaga. 

Anna segir að þau hjón hafi unnið að undanförnu að máltækniáætlun stjórnvalda en um er að ræða stórt samstarf fyrirtækja og háskóla hér á landi varðandi grunninnviðaþróun, að koma íslenskunni almennilega inn í tölvuveröldina. „Þetta verkefni hefur vakið mikla athygli á heimsvísu, sér í lagi af þvíað  þetta er samstarf milli fyrirtækja og háskóla og svo eru allar afurðir úr þessu samstarfi opnar og aðgengilegar og öllum frjálst að nota, hvort sem það er í viðskiptalegum eða rannsóknartilgangi,“ segir Anna.

Tugir þúsunda þurfa að hlusta

Samkvæmt Önnu er mjög margt fólk sem treystir á að hafa aðgengi að hljóðefni, eins og blindir, sjónskertir og lesblindir, en varlega hefur verið áætlað að bara á Íslandi þurfi um 40.000 manns að getað hlustað á efni frekar en að lesa það. „Svo eru líka alltaf fleiri sem kjósa að hlusta heldur en lesa, til að spara sér tíma og finnst það þægilegra. Þannig að það er þessi þörf sem við erum að vinna í að uppfylla og hefur fókusinn hjá okkur því verið á talgervingu, þar sem við látum tölvurnar tala og lesa íslensku. Við gáfum nýlega út uppfærslu á appi fyrir Android sem heitir Símarómur. Það er notað fyrir íslenskan skjálestur og er ókeypis á Google Playstore þar sem allir geta sótt það og er markmiðið að koma því líka í Iphone-tæki í framtíðinni,“ segir Anna.

„Fólk er hissa hvað röddin á tækjunum hljómar vel og hvað appið okkar, Símarómur, virkar vel“

Að auki eru þau hjón í samstarfi við Hljóðbókasafnið um að framleiða námsbækur sem hljóðbækur með sjálfvirkum lestri, svokölluðum talgervislestri og segir Anna að fyrirtækið sé að byrja vegferð í því að gera sem mest efni aðgengilegt á hljóðformi. „Við viljum líka bjóða þjónustu til fyrirtækja og fjölmiðla og allra sem vilja gera sitt efni aðgengilegt sem upplestur í stað þess að hafa það bara á textaformi. Það er mikilvægt fyrir íslenskuna að hún haldi velli í þessu umhverfi og viðtökurnar hafa verið mjög góðar. Fólk er hissa hvað röddin á tækjunum hljómar vel og hvað appið okkar, Símarómur, virkar vel. Eins og áður segir þá er þetta ekki bara fyrir fólk sem þarf nauðsynlega á þessu að halda, heldur eru sífellt fleiri sem kjósa þessa leið, að hlusta til dæmis þegar það er á ferðinni í bíl. Við erum reyndar ekki komin af stað með yndislestur eða þannig efni, en um er að ræða námsbækur, skýrslur, tölvupósta og efni sem er gott að nálgast í talkerfi og talkerfishugbúnaði.“

Gamalt frystihús í eigu Brim

Anna starfaði um tíma í Háskólanum í Reykjavík og í kjölfar þess kviknaði hugmyndin að Grammatek. Hún segir að ein af ástæðunum hafi verið að skapa sér starf í heimabyggð, en þau hjón vildu frekar starfa þar en að vinna í höfuðborginni. Að sögn Önnu er frábært að vinna í skapandi umhverfi eins og fyrirfinnst í Nýsköpunarsetrinu Breið uppi á Skaga sem hún segir að sé frábært framtak fyrir svæðið og íbúa þess, en um er að ræða gamalt frystihús í eigu Brim sem tekið var í gegn og er samstarfsverkefni fyrirtækisins og Akranesbæjar.

SímarómurGrammatek gaf núverið út uppfærslu á appi fyrir Android sem heitir Símarómur. Það er notað fyrir íslenskan skjálestur og er ókeypis á Google Playstore.

Anna segir að þau hjón hafi fengið styrki fyrir verkefni sín í gegnum tíðina, þau fengu til að mynda styrk frá Rannís við að koma fyrirtækinu á koppinn og hafa einnig fengið styrk þaðan fyrir verkefni sem þau vinna með Háskólanum í Reykjavík og fyrirtæki sem nefnist Tiro, en um er að ræða þróunarumhverfi fyrir samræðukerfi á íslensku. Hún segir að þau hjón hafi ávallt alla anga úti er kemur að styrkjaumhverfi og hafi mörg járn í eldinum, eins og glöggir lesendur hafa eflaust tekið eftir. „Við erum ansi öflugt teymi þó ég segi sjálf frá, en Daníel hefur einnig sökkt sér í máltæknina undanfarin ár, sem gagnast fyrirtækinu afar vel, þar sem við erum einu starfsmenn þess eins og er. Við höfum í nógu að snúast og okkur langar að halda áfram að byggja upp þessa þjónustu, svo að sem mest efni sé aðgengilegt með hágæða talgervingu fyrir íslensku. Einnig langar okkur að halda áfram samstarfi við Hljóðbókasafnið hvað varðar framleiðslu á námsbókum á íslensku, þannig að hægt sé að framleiða meira efni fyrir þann stóra hóp sem treystir á að geta hlustað frekar en að lesa bækurnar,“ segir Anna að lokum. 

Umfjöllunin er unnin í samstarfi við Úr Vör. 

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Síðasta tilraun Ingu Sæland
2
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Samfylkingin geri „ófrávíkjanlega kröfu“ um flugvöllinn í Vatnsmýri
3
StjórnmálAlþingiskosningar 2024

Sam­fylk­ing­in geri „ófrá­víkj­an­lega kröfu“ um flug­völl­inn í Vatns­mýri

Fyrr­ver­andi formað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar seg­ir að það sé „ófrá­víkj­an­leg krafa“ flokks­ins að Reykja­vík­ur­flug­völl­ur verði á sín­um stað þar til nýr flug­vall­ar­kost­ur fyr­ir höf­uð­borg­ar­svæð­ið verði til­bú­inn. Með auknu fylgi Sam­fylk­ing­ar á lands­byggð­inni og raun­ar um allt land hafa við­horf­in með­al stuðn­ings­manna flokks­ins til fram­tíð­ar­stað­setn­ing­ar Reykja­vík­ur­flug­vall­ar breyst tölu­vert.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár