Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Láta tölvur tala og lesa íslensku í gömlu frystihúsi á Akranesi

Mál­tæknifyr­ir­tæk­ið Gramm­a­tek verð­ur sex ára í haust. Það hef­ur ein­beitt sér að tal­gerv­ingu síð­ustu ár­in en lang­ar að fram­leiða meira efni fyr­ir þann stóra hóp sem treyst­ir á að geta hlustað frek­ar en að lesa bæk­ur.

Láta tölvur tala og lesa íslensku í gömlu frystihúsi á Akranesi
Í nýsköpunarsetrinu Breið Hjónin Anna Björk Nikulásdóttir og Daníel Schnell eru sem stendur einu starfsmenn fyrirtækisins. Mynd: ÚR VÖR

Hjónin Anna Björk Nikulásdóttir og Daníel Schnell stofnuðu máltæknifyrirtækið Grammatek haustið 2018 og hafa undanfarin ár einbeitt sér að talgervingu, þar sem tölvurnar eru látnar tala og lesa íslensku. Anna lærði máltækni í Þýskalandi og starfaði við það um tíma þar og Daníel er tölvunarfræðingur með mikla reynslu af hugbúnaðarþróun, bæði erlendis sem og hér á landi. Þau bjuggu saman um tíma í Þýskalandi en búa nú á uppeldisslóðum Önnu, á Akranesi, og starfrækja fyrirtækið sitt í nýsköpunarsetrinu Breið, sem er einnig uppi á Skaga. 

Anna segir að þau hjón hafi unnið að undanförnu að máltækniáætlun stjórnvalda en um er að ræða stórt samstarf fyrirtækja og háskóla hér á landi varðandi grunninnviðaþróun, að koma íslenskunni almennilega inn í tölvuveröldina. „Þetta verkefni hefur vakið mikla athygli á heimsvísu, sér í lagi af þvíað  þetta er samstarf milli fyrirtækja og háskóla og svo eru allar afurðir úr þessu samstarfi opnar og aðgengilegar og öllum frjálst að nota, hvort sem það er í viðskiptalegum eða rannsóknartilgangi,“ segir Anna.

Tugir þúsunda þurfa að hlusta

Samkvæmt Önnu er mjög margt fólk sem treystir á að hafa aðgengi að hljóðefni, eins og blindir, sjónskertir og lesblindir, en varlega hefur verið áætlað að bara á Íslandi þurfi um 40.000 manns að getað hlustað á efni frekar en að lesa það. „Svo eru líka alltaf fleiri sem kjósa að hlusta heldur en lesa, til að spara sér tíma og finnst það þægilegra. Þannig að það er þessi þörf sem við erum að vinna í að uppfylla og hefur fókusinn hjá okkur því verið á talgervingu, þar sem við látum tölvurnar tala og lesa íslensku. Við gáfum nýlega út uppfærslu á appi fyrir Android sem heitir Símarómur. Það er notað fyrir íslenskan skjálestur og er ókeypis á Google Playstore þar sem allir geta sótt það og er markmiðið að koma því líka í Iphone-tæki í framtíðinni,“ segir Anna.

„Fólk er hissa hvað röddin á tækjunum hljómar vel og hvað appið okkar, Símarómur, virkar vel“

Að auki eru þau hjón í samstarfi við Hljóðbókasafnið um að framleiða námsbækur sem hljóðbækur með sjálfvirkum lestri, svokölluðum talgervislestri og segir Anna að fyrirtækið sé að byrja vegferð í því að gera sem mest efni aðgengilegt á hljóðformi. „Við viljum líka bjóða þjónustu til fyrirtækja og fjölmiðla og allra sem vilja gera sitt efni aðgengilegt sem upplestur í stað þess að hafa það bara á textaformi. Það er mikilvægt fyrir íslenskuna að hún haldi velli í þessu umhverfi og viðtökurnar hafa verið mjög góðar. Fólk er hissa hvað röddin á tækjunum hljómar vel og hvað appið okkar, Símarómur, virkar vel. Eins og áður segir þá er þetta ekki bara fyrir fólk sem þarf nauðsynlega á þessu að halda, heldur eru sífellt fleiri sem kjósa þessa leið, að hlusta til dæmis þegar það er á ferðinni í bíl. Við erum reyndar ekki komin af stað með yndislestur eða þannig efni, en um er að ræða námsbækur, skýrslur, tölvupósta og efni sem er gott að nálgast í talkerfi og talkerfishugbúnaði.“

Gamalt frystihús í eigu Brim

Anna starfaði um tíma í Háskólanum í Reykjavík og í kjölfar þess kviknaði hugmyndin að Grammatek. Hún segir að ein af ástæðunum hafi verið að skapa sér starf í heimabyggð, en þau hjón vildu frekar starfa þar en að vinna í höfuðborginni. Að sögn Önnu er frábært að vinna í skapandi umhverfi eins og fyrirfinnst í Nýsköpunarsetrinu Breið uppi á Skaga sem hún segir að sé frábært framtak fyrir svæðið og íbúa þess, en um er að ræða gamalt frystihús í eigu Brim sem tekið var í gegn og er samstarfsverkefni fyrirtækisins og Akranesbæjar.

SímarómurGrammatek gaf núverið út uppfærslu á appi fyrir Android sem heitir Símarómur. Það er notað fyrir íslenskan skjálestur og er ókeypis á Google Playstore.

Anna segir að þau hjón hafi fengið styrki fyrir verkefni sín í gegnum tíðina, þau fengu til að mynda styrk frá Rannís við að koma fyrirtækinu á koppinn og hafa einnig fengið styrk þaðan fyrir verkefni sem þau vinna með Háskólanum í Reykjavík og fyrirtæki sem nefnist Tiro, en um er að ræða þróunarumhverfi fyrir samræðukerfi á íslensku. Hún segir að þau hjón hafi ávallt alla anga úti er kemur að styrkjaumhverfi og hafi mörg járn í eldinum, eins og glöggir lesendur hafa eflaust tekið eftir. „Við erum ansi öflugt teymi þó ég segi sjálf frá, en Daníel hefur einnig sökkt sér í máltæknina undanfarin ár, sem gagnast fyrirtækinu afar vel, þar sem við erum einu starfsmenn þess eins og er. Við höfum í nógu að snúast og okkur langar að halda áfram að byggja upp þessa þjónustu, svo að sem mest efni sé aðgengilegt með hágæða talgervingu fyrir íslensku. Einnig langar okkur að halda áfram samstarfi við Hljóðbókasafnið hvað varðar framleiðslu á námsbókum á íslensku, þannig að hægt sé að framleiða meira efni fyrir þann stóra hóp sem treystir á að geta hlustað frekar en að lesa bækurnar,“ segir Anna að lokum. 

Umfjöllunin er unnin í samstarfi við Úr Vör. 

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
3
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.
Morðingi hylltur sem alþýðuhetja:  „Viðbrögðin líkjast uppreisn“
4
Greining

Morð­ingi hyllt­ur sem al­þýðu­hetja: „Við­brögð­in líkj­ast upp­reisn“

Við­brögð al­menn­ings við svip­legu morði á for­stjóra eins stærsta sjúkra­trygg­inga­fé­lags Banda­ríkj­anna hafa kom­ið mörg­um á óvart og hrund­ið af stað mik­illi um­ræðu þar í landi. Sveinn Máni Jó­hann­es­son, nýdoktor í sagn­fræði við Há­skóla Ís­lands, seg­ir árás­ina tala inn í djúp­stæða gremju sem marg­ir Banda­ríkja­menn finna til gagn­vart heil­brigðis­kerf­inu og vinnu­brögð­um einka­rek­inna sjúkra­trygg­inga­fé­laga. Óljóst er hins veg­ar hverju þessi um­ræða muni skila.
Secret Recording Exposes Political Deals Behind Iceland’s Whaling Licenses
6
English

Secret Record­ing Exposes Political Deals Behind Ice­land’s Whal­ing Licens­es

Prime Mini­ster Bjarni Bene­dikts­son has gran­ted whal­ing licens­es to two Icelandic whal­ing operati­ons. But secret record­ings of the son and bus­iness partner of a mem­ber of parlia­ment revea­led a political scheme behind the decisi­on, alle­ged­ly in­volving Bjarni tra­ding political favours that ensured that the MP’s close friend would recei­ve a whal­ing licen­se, even if political parties oppos­ing whal­ing were to take power.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
„Ég kalla þetta svítuna“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár