Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

1,5 milljarðar í vetrarþjónustu í fyrra

Kostn­að­ur við vetr­ar­þjón­ustu í Reykja­vík var nærri 1.300 millj­ón­um ár­ið 2022 en fór yf­ir 1.500 millj­ón­ir í fyrra. Snjó­þyngsli í borg­inni eru að aukast.

1,5 milljarðar í vetrarþjónustu í fyrra
Meiri snjór Snjódýpt mælist sífellt meiri í Reykjavík þótt enn komi snjólétt ár. Mynd: Davíð Þór

Svo virðist sem dögum þar sem snjódýpt mælist yfir 10 cm í Reykjavík hafi farið fjölgandi síðasta áratuginn þótt á því séu undantekningar. Þá virðast tilvik þar sem snjódýpt mælist yfir 20 cm einnig hafa farið vaxandi. Þetta er meðal þess sem fram kemur í minnisblaði sem lagt var fyrir umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur í vikunni. 

Síðasti vetur skar sig úr hvað varðar mikla snjódýpt og var sá vetur almennt erfiður. Kvörtunum yfir þjónustu borgarinnar rigndi inn og var ákveðið að bæta úr. „Með auknu þjónustustigi fylgir alla jafna aukinn kostnaður og hefur kostnaður í vetrarþjónustu Reykjavíkurborgar aldrei verið hærri en síðustu tvö ár,“ segir í minnisblaðinu. Vaxandi kostnaður helst einnig í hendur við stærð gatna- og stígakerfis. Sé horft aftur til ársins 2014 þá hefur til dæmis hjólastígakerfi borgarinnar lengst um 50%. 

Raunkostnaður við vetrarþjónustu í Reykjavík á árunum 2011 til 2021 hefur verið á bilinu 700–1.000 milljónir en síðustu tvö ár hafa skorið sig úr, þar sem kostnaður hefur verið umtalsvert hærri – árið 2022 var kostnaður nærri 1.300 milljónir og á síðasta ári fór kostnaðurinn yfir 1.500 milljónir.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár