Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Þrjú sveitarfélög vilja úr Reykjanesfólkvangi

Kópa­vogs­bær hyggst feta í fót­spor Reykja­vík­ur­borg­ar og Voga og segja upp samn­ingi vegna rekst­urs Reykja­nes­fólkvangs.

Þrjú sveitarfélög vilja úr Reykjanesfólkvangi
Jarðhitinn Krýsuvík er m.a. þeirra svæða sem eru innan Reykjanesfólkvangs. Mynd: Visit Reykjanes

Kópavogsbær hyggst feta í fótspor Reykjavíkurborgar og Voga og segja upp samningi vegna reksturs Reykjanesfólkvangs. Fólkvangurinn var stofnaður af sveitarfélögum á suðvesturhorni landsins árið 1975 en Umhverfisstofnun hefur enn ekki gert stjórnunar- og verndaráætlun fyrir fólkvanginn líkt og stofnuninni ber að gera fyrir friðlýst svæði þrátt fyrir ítrekanir stjórnar hans, segir í fundargerð bæjarráðs Kópavogsbæjar. 

Kópavogsbær á ekki frekar en Reykjavík land innan fólkvangsins en greiddi tæpar 1,3 milljónir til rekstrar hans í fyrra. Líklega verður upphæðin um 1,6 milljónir í ár. 

Reykjanesfólkvangur er á sunnanverðum Reykjanesskaga og nær milli Vesturháls í vestri og að sýslumörkum Árnessýslu í austri og niður að sjó. Norðan megin liggja mörk hans meðfram Heiðmörk og Bláfjallafólkvangi. Kópavogsbær á ekki land innan Reykjanesfólkvangs en mörk hans liggja að Bláfjallafólkvangi sem er þjóðlenda innan sveitarfélagsmarka Kópavogs. Tilurð Reykjanesfólkvangs má rekja til tillögu Reykjavíkurborgar, Kópavogsbæjar, Seltjarnarness, Hafnarfjarðarbæjar, Keflavíkur, Grindavíkur, hreppsnefnda Garðahrepps, Njarðvíkurhrepps og Selvogshrepps til Umhverfisstofnunar um að stofna fólkvang á Reykjanesskaga. Fólkvangurinn var stofnaður með auglýsingu nr. 520/1975 í B. deild stjórnartíðinda. Skipuð var samvinnunefnd sveitarfélaganna sem fer með stjórn fólkvangsins. Nefndin er skipuð einum fulltrúa frá hverjum aðila. 

Fólkvangurinn er um 300 ferkílómetrar að stærð, langstærsta friðlýsta svæðið sinnar tegundar.  Þar er meiri gróður en víðast hvar annars staðar á Reykjanesskaga og er landið kjörið til útivistar og náttúruskoðunar. Innan fólkvangsins eru m.a. Krýsuvík, Kleifarvatn, Grænavatn, Krýsuvíkurberg, Vesturháls (Núpshlíðarháls) og Austurháls (Sveifluháls), Búrfell og Búrfellsgjá, Stóra-Eldborg og Brennisteinsfjöll. Uppi á hálsunum eru nokkur smá vötn, Grænavatn, Arnarvatn og Spákonuvatn. 

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JAT
    Jon Arvid Tynes skrifaði
    Smáaurar af rekstri. Lágkúruleg afstaða þessarra sveitastjórna.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár