Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Þrjú sveitarfélög vilja úr Reykjanesfólkvangi

Kópa­vogs­bær hyggst feta í fót­spor Reykja­vík­ur­borg­ar og Voga og segja upp samn­ingi vegna rekst­urs Reykja­nes­fólkvangs.

Þrjú sveitarfélög vilja úr Reykjanesfólkvangi
Jarðhitinn Krýsuvík er m.a. þeirra svæða sem eru innan Reykjanesfólkvangs. Mynd: Visit Reykjanes

Kópavogsbær hyggst feta í fótspor Reykjavíkurborgar og Voga og segja upp samningi vegna reksturs Reykjanesfólkvangs. Fólkvangurinn var stofnaður af sveitarfélögum á suðvesturhorni landsins árið 1975 en Umhverfisstofnun hefur enn ekki gert stjórnunar- og verndaráætlun fyrir fólkvanginn líkt og stofnuninni ber að gera fyrir friðlýst svæði þrátt fyrir ítrekanir stjórnar hans, segir í fundargerð bæjarráðs Kópavogsbæjar. 

Kópavogsbær á ekki frekar en Reykjavík land innan fólkvangsins en greiddi tæpar 1,3 milljónir til rekstrar hans í fyrra. Líklega verður upphæðin um 1,6 milljónir í ár. 

Reykjanesfólkvangur er á sunnanverðum Reykjanesskaga og nær milli Vesturháls í vestri og að sýslumörkum Árnessýslu í austri og niður að sjó. Norðan megin liggja mörk hans meðfram Heiðmörk og Bláfjallafólkvangi. Kópavogsbær á ekki land innan Reykjanesfólkvangs en mörk hans liggja að Bláfjallafólkvangi sem er þjóðlenda innan sveitarfélagsmarka Kópavogs. Tilurð Reykjanesfólkvangs má rekja til tillögu Reykjavíkurborgar, Kópavogsbæjar, Seltjarnarness, Hafnarfjarðarbæjar, Keflavíkur, Grindavíkur, hreppsnefnda Garðahrepps, Njarðvíkurhrepps og Selvogshrepps til Umhverfisstofnunar um að stofna fólkvang á Reykjanesskaga. Fólkvangurinn var stofnaður með auglýsingu nr. 520/1975 í B. deild stjórnartíðinda. Skipuð var samvinnunefnd sveitarfélaganna sem fer með stjórn fólkvangsins. Nefndin er skipuð einum fulltrúa frá hverjum aðila. 

Fólkvangurinn er um 300 ferkílómetrar að stærð, langstærsta friðlýsta svæðið sinnar tegundar.  Þar er meiri gróður en víðast hvar annars staðar á Reykjanesskaga og er landið kjörið til útivistar og náttúruskoðunar. Innan fólkvangsins eru m.a. Krýsuvík, Kleifarvatn, Grænavatn, Krýsuvíkurberg, Vesturháls (Núpshlíðarháls) og Austurháls (Sveifluháls), Búrfell og Búrfellsgjá, Stóra-Eldborg og Brennisteinsfjöll. Uppi á hálsunum eru nokkur smá vötn, Grænavatn, Arnarvatn og Spákonuvatn. 

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JAT
    Jon Arvid Tynes skrifaði
    Smáaurar af rekstri. Lágkúruleg afstaða þessarra sveitastjórna.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
2
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
5
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Náum ekki verðbólgumarkmiði fyrr en 2027 – launahækkanir lykilþáttur
6
Fréttir

Ná­um ekki verð­bólgu­mark­miði fyrr en 2027 – launa­hækk­an­ir lyk­il­þátt­ur

Vara­seðla­banka­stjóri seg­ir bank­ann gera ráð fyr­ir að verð­bólga hækki aft­ur áð­ur en hún lækk­ar. Spár Seðla­bank­ans geri ráð fyr­ir að verð­bólgu­markmið ná­ist á fyrri hluta 2027. Launa­hækk­an­ir sem tryggð­ar voru í síð­ustu kjara­samn­ing­um hafi gegnt lyk­il­hlut­verki í því að við­halda inn­lend­um hluta verð­bólg­unn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
6
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár