Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Boð um bæjarstjórastólinn á hárréttum tíma

Pét­ur Mark­an, verð­andi bæj­ar­stjóri Hvera­gerð­is­bæj­ar, hef­ur ekki áhyggj­ur af sam­skipt­um við minni­hluta bæj­ar­stjórn­ar­inn­ar, en fyrr­ver­andi bæj­ar­stjóri, Geir Sveins­son, sagði far­ir sín­ar ekki slétt­ar af þeim. Pét­ur seg­ist spennt­ur fyr­ir kom­andi tím­um en ætl­ar ekki að flytja í bæ­inn í bili.

Boð um bæjarstjórastólinn á hárréttum tíma
Bæjarstjórinn „Viðveran og tengsl við íbúana skipta rosalega miklu máli,“ segir Pétur sem sér fram á að dvelja mikið í Hveragerði næstu tvö árin í það minnsta. Mynd: Hveragerðisbær

Komandi biskupskosningar þýddu að Pétur Georg Markan biskupsritari þyrfti mögulega að leita sér að nýrri vinnu. En vinnan kom til hans með símtali frá bæjarstjórn Hveragerðisbæjar í lok mars þar sem borin var undir hann ný staða, staða bæjarstjóra. 

„Nýr biskup velur sér biskupsritara svo það var kannski farið að spyrjast út að ég væri á lausu einhvern tímann á árinu,“ segir Pétur léttur í bragði. 

Forveri hans í bæjarstjórastólnum, Geir Sveinsson, sem einnig er þekktur fyrir afrek sín í handboltaheiminum, hætti eftir tvö ár í starfi. Í kjölfarið sagði hann farir sínar af samskiptum við minnihlutann, sem hefði skapað „eitrað umhverfi“, ekki sléttar. Geir hefði viljað klára þá vinnu sem hann hóf hjá bænum en sagði að hann og fulltrúar meirihlutans hefðu „ólíka sýn“ á hlutverk hans og því hafi starfslok verið það besta í stöðunni.

Aðspurður segist Pétur ekki hafa áhyggjur af því að lenda í sömu aðstæðum og að bæjarstjórnin sé vel mönnuð. Aftur á móti sé eðlilega tekist á innan sveitarstjórna um leiðir til betrumbóta. 

„Sveitarstjórnarmál eru nærsamskipti og í stjórnmálum eru þetta nærstjórnmál þannig að þegar stundum gustar er þetta mjög nálægt manni. Þá skiptir máli að hafa ástríðu fyrir sveitarstjórnarmálum, að hafa ástríðu fyrir rekstri sveitarfélaga og taka þetta ekki persónulega.“

Flytur ef hann heldur áfram eftir tímabilið

Pétur hefur reynslu af stjórn sveitarfélags en hann var sveitarstjóri Súðavíkurhrepps frá árinu 2014 til ársins 2019 og hyggst nýta þá reynslu í nýja starfinu, meðal annars hvað varðar samstarf á milli sveitarfélaga.

„Þetta er hálfgerð fjölskylda, Árborg og Ölfus eru bara náskyld sveitarfélög og það er mjög mikilvægt að það sé gott samstarf þarna á milli,“ segir Pétur sem setur þó á oddinn áframhaldandi uppbyggingu í Hveragerði. 

„Núna er rífandi gangur í atvinnulífinu og íbúaþróun og náttúrlega heilmikil uppbygging sem sveitarfélagið stendur að í kringum þetta – leikskólar og skólar og íþróttamannvirki,“ segir Pétur.

„Umbótum fylgja alltaf átök. Það er eðli umbótanna.“
Pétur G. Markan
um starfið hjá Biskupsstofu

Hann hefur engin sérstök tengsl við Hveragerði, að frátöldum ísbíltúrum í Eden sem barn, en segist hafa fylgst vel með „ævintýralegum“ uppgangi í sveitarfélaginu þegar hann var sjálfur í Súðavík. Þar sem Pétur er nú ráðinn til tveggja ára, út kjörtímabilið eins og lög gera ráð fyrir, hyggst hann ekki flytja búferlum með fjölskylduna til Hveragerðis í bili.

„En ég myndi aldrei taka nýtt kjörtímabil nema að búa á svæðinu,“ segir Pétur, sem sér þó fram á að vera mikið á svæðinu frá fyrsta degi. Hans fyrsta verk þegar hann tekur við 2. maí verður að kynnast starfsfólki Hveragerðisbæjar og svo Hvergerðingum sjálfum.

„Ég hef ofurtrú á tengslum,“ segir Pétur, sem fer að pakka saman á Biskupsstofu. Verkefnin þar hafa verið af ýmsum toga og kirkjunnar fólk hefur tekist á um verk Agnesar M. Sigurðardóttur biskups.

Þið Agnes hafið ekki siglt alveg lygnan sæ?

„Umbótum fylgja alltaf átök. Það er eðli umbótanna,“ segir Pétur og nefnir t.a.m. gangskör í ofbeldismálum og aðskilnað ríkis og kirkju. „Þetta er fyrst og fremst umbótatíð sem ég er rosalega stoltur af að vera þátttakandi í að einhverju leyti.“

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Magnus Magnusson skrifaði
    Til hamingju með rétt ættarnafns, gersamlega óverskulduð forréttindi, nema síður sé. Aðrir sáu um sjálfstæðisbaráttuna.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Allt af létta

Ruglað saman við Höllu T. og drakk frítt allt kvöldið
Allt af létta

Rugl­að sam­an við Höllu T. og drakk frítt allt kvöld­ið

Anna Þóra Björns­dótt­ir vissi ekki hvað­an á sig stæði veðr­ið þeg­ar fólk fór að vinda sér upp að henni fyrr í maí og tjá henni að það ætl­aði að kjósa hana til for­seta Ís­lands. Svo átt­aði hún sig á því hvað væri í gangi, kjós­end­urn­ir héldu að þeir væru að tala við Höllu Tóm­as­dótt­ur for­setafram­bjóð­anda, ekki Önnu Þóru, eig­anda Sjáðu.
„Ég hef að góðu að hverfa aftur“
Allt af létta

„Ég hef að góðu að hverfa aft­ur“

Guð­mund­ur Karl Brynj­ars­son, sókn­ar­prest­ur í Linda­kirkju, laut í lægra haldi í bisk­ups­kjöri sem fram fór síðaslið­inn þriðju­dag. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist Guð­mund­ur ganga sátt­ur frá borði. Bisk­ups­kjör­ið hafi ver­ið ánægju­leg og lær­dóms­rík reynsla sem hann sé þakk­lát­ur fyr­ir. Hann seg­ist nú snúa sér aft­ur að sókn­ar­starf­inu í Linda­kirkju. Þar bíði hans mörg verk­efni.
„Mjög skrítið að sjá andlitið á sér alls staðar“
Allt af létta

„Mjög skrít­ið að sjá and­lit­ið á sér alls stað­ar“

Þeg­ar Heim­ild­in ræddi við Sig­ríði Hrund Pét­urs­dótt­ur hafði hún ekki náð til­skild­um fjölda með­mæl­enda til að geta boð­ið sig fram í kom­andi for­seta­kosn­ing­um. Hún dró fram­boð sitt til baka dag­inn sem for­setafram­bjóð­end­urn­ir skil­uðu und­ir­skriftal­ist­an­um. Sig­ríð­ur svar­aði ekki hversu mikl­um fjár­hæð­um hún eyddi í fram­boð­ið.

Mest lesið

Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
1
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
„Takk fyrir að gefa stað sem er nú rannsakaður fyrir mansal svona góð ummæli“
5
Fréttir

„Takk fyr­ir að gefa stað sem er nú rann­sak­að­ur fyr­ir man­sal svona góð um­mæli“

At­hygl­is­verð um­mæli hafa birst und­ir net­gagn­rýni um Gríska hús­ið á Google. Þar virð­ist veit­inga­stað­ur­inn, sem var lok­að­ur af lög­reglu í gær vegna gruns um man­sal, þakka ánægð­um við­skipta­vin­um fyr­ir að veita staðn­um já­kvæð um­mæli þrátt fyr­ir man­sal­ið. Gríska hús­ið hef­ur al­mennt ver­ið dug­legt að svara gagn­rýn­end­um sín­um full­um hálsi á net­inu.
„Áhyggjuefni hvað langtímaveikindi innan blaðamannastéttarinnar hafa aukist mikið“
7
Fréttir

„Áhyggju­efni hvað lang­tíma­veik­indi inn­an blaða­manna­stétt­ar­inn­ar hafa auk­ist mik­ið“

Til þess að rétta af bága fjár­hags­stöðu Styrkt­ar­sjóðs blaða­manna hef­ur Blaða­manna­fé­lag­ið ákveð­ið að breyta út­hlut­un­ar­regl­um sjóðs­ins. Halla­rekst­ur­inn er rak­inn til fjölg­un­ar um­sókna um sjúkra­daga­pen­inga. Í til­kynn­ingu seg­ir að fé­lag­ið hafi mikl­ar áhyggj­ur af aukn­um lang­tíma­veik­ind­um með­al blaða­manna sem rekja megi til óvið­un­andi starfs­að­stæðna.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
1
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
Bankarnir búnir með alla sénsa - peningaþvættisvarnir í ólestri
6
FréttirPeningaþvætti

Bank­arn­ir bún­ir með alla sénsa - pen­inga­þvættis­varn­ir í ólestri

Tæp­lega 600 millj­ón króna sátt Ís­lands­banka við yf­ir­völd vegna ónógra pen­inga­þvættis­varna er til marks um að bæði séu séns­ar eft­ir­lits­að­ila á þrot­um og að mun hærri sekt­ir verði lagð­ar á fyr­ir­tæki en áð­ur. Ari­on banki er næst­ur, en óljóst er hversu há sú sekt verð­ur. Fyr­ir tveim­ur ár­um greiddi Salt­Pay rúm­lega tíu sinn­um lægri sekt fyr­ir mun al­var­legri brot.

Mest lesið í mánuðinum

Auður Jónsdóttir
1
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
5
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
Saga af áralangri vanrækslu og vonleysi: „Þetta heitir Betra líf sko“
8
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

Saga af ára­langri van­rækslu og von­leysi: „Þetta heit­ir Betra líf sko“

Slökkvi­lið­ið hef­ur sent kæru til lög­reglu á hend­ur Arn­ari Gunn­ari Hjálm­týs­syni fyr­ir að hafa stefnt lífi og heilsu íbúa áfanga­heim­il­is­ins Betra líf í Vatna­görð­um í hættu eft­ir að eld­ur kvikn­aði þar í fe­brú­ar í fyrra. Áfanga­heim­il­ið flutti þá upp í Kópa­vog. Í styrk­umsókn til Reykja­vík­ur fór Arn­ar með rang­færsl­ur en fékk engu að síð­ur rúm­ar 24 millj­ón­ir fyr­ir rekst­ur­inn. Full­trúi fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins lýsti áhyggj­um af eit­ur­lyfja­sölu og vændi á einu áfanga­heim­il­inu.
„Hann sagði við mig að ef mér mislíkaði þetta gæti ég bara flutt út“
9
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

„Hann sagði við mig að ef mér mis­lík­aði þetta gæti ég bara flutt út“

Sylwia Burzy­kowska leigði 12 fer­metra her­bergi á áfanga­heim­ili Betra lífs á Kópa­vogs­braut á 140 þús­und krón­ur á mán­uði sem hún þurfti að greiða í reiðu­fé. Hún skrif­aði und­ir ótíma­bund­inn leigu­samn­ing en hafði að­eins bú­ið þar í þrjá mán­uði þeg­ar hús­ið var rif­ið í byrj­un mán­að­ar­ins. Sylwia býr nú í tjaldi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu