Menning er gáttin að samfélagslegri þátttöku
Vigdís Jakobsdóttir „Mér finnst það einfaldlega vera mannréttndi að hafa aðgang að hinni menningarlegu samræðu því það veitir okkur raunverulegt aðgengi að því að hafa áhrif á menningu okkar og samfélag. Það hefur í raun verið minn drifkraftur alveg síðan ég var krakki að jafna rétt fólks. Stuðla að jöfnuði. Að fleiri fái notið sín og fái að virkja kraftinn sem býr í fólki, helst öllum í samfélaginu. Við höfum öll eitthvað að gefa og fram að færa. Það er í raun drifið mitt.“ Mynd: Golli
Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Menning er gáttin að samfélagslegri þátttöku

Vig­dís Jak­obs­dótt­ir, list­rænn stjórn­andi Lista­há­tíð­ar í Reykja­vík, er trú kjör­orði há­tíð­ar­inn­ar að list og menn­ing séu ekki for­rétt­indi held­ur rétt­ur allra. Raun­ar kjarna þessi orð sýn henn­ar sem byrj­aði að mót­ast þeg­ar hún var önn­ur af tveim­ur græn­met­isæt­um á Ísa­firði, sex­tán ára með haus­inn á kafi í bók­um. Nú er ný­bú­ið að kynna dag­skrá lista­há­tíð­ar – sem er í takt við kjör­orð­ið. En lista­há­tíð­in hefst 1. júní.

Árið var bara 1996 og nútíminn lúrði í uppsiglingu þegar Vigdís Jakobsdóttir, listrænn stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík, fjármagnaði kornung háa fjárupphæð upp á eigið sjálfdæmi til að safna saman krökkum í Önundarfirði á Vestfjörðum og leiðbeina þeim í leiklist.

Þetta var sumarið eftir snjóflóðið á Flateyri og meira en rúmu ári eftir snjóflóðið á Súðavík.

Hún vildi gera eitthvað fyrir ungmenni á Vestfjörðum í kjölfar þeirra hörmunga sem snjóflóðin voru.

Strax þá trú þeirri sannfæringu að aðgengi að menningu valdefli manneskjuna á þann hátt að hún geti orðið öflugri þátttakandi í samfélaginu. Hún leigði Holt í Önundarfirði og réð matráðskonu, auk þess að fara í ferðalag með ungmennin um Vestfirði þar sem þau sýndu eigin leiksýningu á tíu stöðum.

Sumarið eftir snjóflóðið

Það var þá sem undirrituð kynntist henni fyrst á sumarkvöldi, sjálf að slíta unglingsskónum þegar hún villtist inn á námskeiðið á einhverju flandri um fjörðinn og hreifst …

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár