Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Gefa ekki kost á sér í landsliðið vegna þátttökukostnaðar

Hækk­andi verð­lag á keppn­is­ferð­um Ís­hokkí­s­am­bands Ís­lands hef­ur haft þau áhrif að lands­liðs­menn ÍHÍ þurfa að greiða 45.000 krónu þátt­töku­gjald. „Strák­ar í A-lands­liði karla hafa lýst því yf­ir að þeir muni ekki gefa kost á sér í lands­lið­ið út af þess­um sök­um, “ seg­ir Helgi Páll Þór­is­son, formað­ur ÍHÍ.

Gefa ekki kost á sér í landsliðið vegna þátttökukostnaðar
Söfnuðu saman fjármagninu A-landslið kvenna tók þá ákvörðun að safna fjármagninu sem til þurfti í sameiningu sem lið. Mynd: Íshokkísamband Íslands

Í mars samþykkti stjórn Íshokkísambandsins Íslands (ÍHÍ) kostnaðarþátttöku karla- og kvennalandsliða sambandsins. Hver liðsmaður mun greiða 45.000 krónur þetta árið. „Það hefur verið þannig undanfarin ár að A-landsliðsfólkið hefur ekki verið að greiða ferðakostnað eða annan kostnað sem er í kringum landsliðið,“ segir Helgi Páll Þórisson, formaður ÍHÍ, meðal annars vegna góðrar fjárhagsstöðu Íshokkísambandsins undanfarin ár.

Á seinasta ári fóru liðin í keppnisferðir sem kostuðu töluvert meira en upphaflegar áætlanir gerður ráð fyrir, „sem gerir það að verkum að fjárhagsstaða sambandsins í dag er bara verulega slæm“. Helgi segir að þessar 45.000 krónur sem hver liðsmaður á að greiða sé rétt tæplega 30 prósent af ferðakostnaði sem fellur á hvern leikmann.

Kvennalandsliðið mun keppa í Andorra í byrjun apríl og karlalandsliðið er á leið til Serbíu seinni hluta apríl. Kostnaðarþátttaka leikmannanna fer upp í kostnað við þessar ferðir. 

„Miðað við umfangið hjá okkur í Íshokkísambandinu þá eru styrkir úr afrekssjóði …

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SS
    Sveinn Sveinbjörnsson skrifaði
    Í feb. 2024 fóru landsliðin í bogfimi á EM í bogfimi til Króatíu og þurfti hver þáttakandi að borga 200.000 plús með sér.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár